Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐÚMAÐURINN
manns, að leggja fram lið sitt og
krafta, til að safna liði undir merki
Alþýðuflokksins og hjálpa tíl að
fylkja því sem þéttast um hags-
munamál alþýðunnar.
Pá munu óvinirnir, er þeir gera
áhlaup á samtök vor, hitta fyrir
menn, sem eru:
— »þéttir á velli og þéttir í iund,
þrautgóðir á raunastund.*
Og sigurinn verður vor\
Frá báðnm liliðism.
Blöð hins nýstofnaða kommúnista
flokks hafa undanfarið flutt mjög
glæsilegar fregnir af vexti og við-
gangi kommúnista erlendis. Eftir
þeirra frásögnum eru þeir að leggja
undir sig allan heiminn á fáum
dögum. Á gamlársdag flutti AI-
þýðublaðið grein um hinn nýstofn-
aða kommúnistafiokk hér og gat
um leið nokkuð hverja sögu þeir
eiga á, Norðurlöndum. Er hér birt-
ur kafli úr þessari grein til saman-
burðar fyrir almenning. Mun mörg-
um þykja nokkuð stinga í stúf við
gumið í Verklýðsblaðinu.
Alþýðubl. segir svo frá:
»VerIýðsstéttin á Norðurlöndum
á við mjög líka aðstöðn að búa. —
Danir, Norðmenn og Svíar eru lík-
astir íslendingum. Við skulum því
athuga ofurlítið sogu kommúnista-
flokkanna í þessum þremur löndum:
Árin 1917—1920 — eftir að
rússneska byltingin braust út, fylt-
ust hugir verkalýðsins af hrifni yfir
verkum hins þrautpínda og þjakaða
rússneska verkalýðs. Byltingarhug-
urinn flóði yfir allan heiminn. Pessi
hrifni varð til þess, að verkamenn-
irnir vildu margir hverjir bindast
samtökum við rússneska stéttar-
bræður — og hvernig varð svo
raunin?
Danmörk: Árið 1920 risu miklar
deilur meðal danskra jafnaðarmanna.
Þessar deilur urðu þó ekki til þess
að jaf naðarmannaflokkurinn klofnaði.
En samband ungra jafnaðarmanna
klofnáði. Fýrir klofninguna. ialdi.
sambandið 12.000 fé'aga. Kommú-
nistar héidu sambandinu og 10,000
féjöjíum, en jafnaðarmenn gengu út
méð 2000. — 10 a'r eru liðin.
Hvernig hefir þróunin dæmt á milli
þessara tveggja arma ? — Nú telur
Samband ungra jaíhaðarmanna 15,-
500 félaga, — það gefur út tvö
blöð og á sitt eigið bókaútgáfufé-
lag. En gamla sambandið — sam-
band ungu kommúnistanna — tel-
ur 600 — sex hundruð — félaga í
4 félögum: Þessir ógæfusömu
menn eiga ekkert blað, nema verk-
lýðsblað flokksins síhs, sem engin
áhrif hefir, kemur út einu sinni í
viku og er dálítið stærra en Verk-
lýðsblaðið íslenzka. — Kommúnista-
flokkurinn danski hefir klofnað að
meðaltali einu sinni á ári þessi 10
ár. Og í sumar er leið gengu 17 af
forvfgismönnum flokksins úr hon-
um og inn í jafnaðarmannaflokkinn.
Aðalforingi þessa danska Spartverja-
flokks er altaf á þönum milli Moskvu
og Kaupmannahafnar. Altaf þegar
hann er kominn heim rtl Hafnar, er
hann aftur kallaður til Moskvu til
að gefa skýrslu um deiluna innan
flokksins. Moskva á svo að dæma.
Pví að í kommúnistaflokk ríkir
strangur agi (!).
Danskir kommúnistar hafa aldrei
átt fulltrúa á þingi eða í bæjarstjórn-
um. Að vísu hafa þeir boðið fram
lista við þingkosningar. 10,000
meðmælendur þarf til að listi sé
tekinn gildur. — Pessi 10,000 hafa
kommúnistarnir fengið — sem með-
mælendur frá íhaldinu — en ekki
við kjörborðið. Hæsta atkvæðatala
þeirra var árið 1922 — 6000.
Árið 1918 gekk norski verka-
mannaflokkurinn inn í Alþjóðasam-
band kommúnista. En hann klofn-
aði við það. Styrkleika flokkanna er
handhægast að miða við þing-
mannafjölda þeirra. Eftir klofning-
una höfðu socialdemokratar 8, en
verkamannaflokkurinn 24.1924klofn-
aði verkamannaflokkurinn. Moskva
dæmdi, Kommúnistaflokkurinn var
stofnaður og tveir af fremstu
foringjum norskra verkamanna
komust í stjórn hans. Má þar ^efna
Sverri , Stöstad og Sverri Krogh.
Verkamannaflokkurinn og 'social-
demokratar sameinuðusl J einn
flokk: »Det samlede norske Ar-
bejderpartik. Pessi sameinaði flokk-
ur taldi þá 26 þingmenn. Kommú-
nistar höfðu 6. Við kosningarnar
1927 fékk sameinaði fhikkurinn 59
þingmerin, en kommúnistar 3 —
Scheflo, Löhre og S- B Aase. Stö-
stad og Sverre Krogh gengu úr
kommúnistaflokknum. — Pegar
kommúnistaflokkurinn ákvað, að
fulltrúar hans skyldu greiða atkv.
með íhaldinu gegn því að Trotski,
sem var og er landflótta, yrði leyfð
landvist í Noregi, en hann hafði
beðið um það, þá þoldu þeir Schef-
lo og Aase ekki »agann« og greiddi
atkvæði með Trotski gegn íhald-
inu. Kommúnistaflokkurinn rak
þessa tvo foringja sína. — Við síð~
ustu kosningar fengu kommúnistar
engan þingmann. Mörg blöð þeirra
eru hætt að koma úí og þeir hafa
tapað næstum öllum bæjarstjórnar-
sætum sínum í norskum bæjum, að
»LitlaHelvíti« (Odda) undanskyldu.
En þar er og verkalýðurinn bók-
staflega brendur lifandi með eitur-
ursýrum (í zink- og blý-verksmiðj-
um þar). Svo djúkt er þessi norska
kommúnistahreifing sokkin, að al-
þjóðarsamband norskra verkamanna
hefir neyðst til að lýsa verkbanni á
eitt blað þeirra, »Arbejdet« á Ham-
ar, því að þar unnu verkfallsbrjót-
ar. — Og raunasaga þessa flokks
er ekki búin enn. Hinir svonefndu
»Mot Dagistar« — kommúnistiskir
stúdentar — kljúfa þenna flokk á
hverju ári. Hjá þeim kemur hið
sama fram og hjá brennubræðrum
þeirra íslenzkum — *sportið*.
\ Svíþjóð eru kommúnistar sterk-
astir á Norðurlöndum. Pegar
Moskva byrjaði að styrkja erlenda
kommúnistaflokka, þá fóru allir pen-
ingarnir í ge^num hendur Svíanna.
Peir ávöxtuðu peningana og fengu
vextina. Pað var þeirra styrkur.
1925 klofnaði kommúnistaflokkur-
inn þar og Zeth Höglund gekk
með stóran hluta flokksins inn í
jafnaðarmannaflokkinn. í fyrra haust
klofnaði flokkurinn aftur, og nú eru
tveir kommúnistaflokkar í Svíþjóð.
Annar, sem vildi beygja sig undir
Moskvu, og hinn, sem vildi ekki
beygja sig. Nú spyrja Svíar: Hver