Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Page 2

Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Page 2
2 alÞýðúmaðurinn manns, að leggja fram lið sitt og krafta, til að safna liði undir merki Alþýðuflokksins og hjálpa tíl að fylkja því sem þéttast um hags- munamál alþýðunnar. Pá munu óvinirnir, er þeir gera áhlaup á samtök vor, hitta fyrir menn, sem eru: — »þéttir á velli og þéttir í iund, þrautgóðir á raunastund.* Og sigurinn verður vor! Frá báðum hliðum. Blöð hins nýstofnaða kommúnista flokks hafa undanfarið flutt mjög glæsilegar fregnir af vexti og við- gangi kommúnista erlendis. Eftir þeirra frásögnum eru þeir að leggja undir sig allan heiminn á fáum dögum. Á gamlársdag flutti Al- þýðublaðið grein um hinn nýstofn- aða kommúnistafiokk hér og gat um leið nokkuð hverja sögu þeir eiga á Norðurlöndum. Er hér birt- ur kafli úr þessari grein til saman- burðar fyrir almenning. Mun mörg- um þykja nokkuð stinga í stúf við gumið í Verklýðsblaðinu. Alþýðubl. segir svo frá: »Verlýðsstéttin á Norðurlöndum á við mjög líka aðstöðn að búa- — Danir, Norðmenn og Svíar eru Iík- astir íslendingum. Við skulum því athuga ofurlítið sögu kommúnista- flokkanna í þessum þremur löndum: Árin 1917—1020 — eftir að rússneska byltingin braust út, fylt- ust hugir verkalýðsins af hrifni yfir verkum hins þrautpínda og þjakaða rússneska verkalýðs. Byltingarhug- urinn flóði yfir allan heiminn. Pessi hrifni varð til þess, að verkamenn- irnir vildu margir hverjir bindast samtökum við rússneska stéttar- bræður — og hvernig varð svo raunin ? Danmörk: Árið 1920 risu miklar deilur meðal danskra jafnaðarmanna. Pessar deilur urðu þó ekki til þess að jafnaðarmannaflokkurinn klofnaði. En samband ungra jainaðarmanna klofnaði. Fyrir klofninguna. laldi , sambandið 12.000 félaga. Kommú- nistar héldu sambandinu og 10,000 féjögum, en jafnaðarmenn gengu út með 2000. — 10 ár eru liðin. Hvernig hefir þróunin dæmt á milli þessara tveggja arma ? — Nú telur Samband ungra jafnaðarmanna 15,- 500 félaga, — það gefur út tvö blöð og á sitt eigið bókaútgáfufé- lag. En gamla sambandið — sam- band ungu kommúnistanna — tel- ur 600 — sex hundruð — félaga í 4 félögum: Þessir ógæfusömu menn eiga ekkert blað, nema verk- lýðsblað flokksins síns, sem engin áhrif hefir, kemur út einu sinni í viku og er dálítið stærra en Verk- lýðsblaðið íslenzka. — Kommúnista- flokkurinn danski hefir klofnað að meðaltali einu sinni á ári þessi 10 ár. Og í sumar er leið gengu 17 af forvígismönnum flokksins úr hon- um og inn í jafnaðarmannaflokkinn. Aðalforingi þessa danska Spartverja- flokks er altaf á þönum milli Moskvu og KaUpmannahafnar. Altaf þegar hann er kominn heim hl Hafnar, er hann aftur kallaður til Moskvu til að gefa skýrslu um deiluna innan flokksins. Moskva á svo að dæma. Pví að í kommúnistaflokk ríkir strangur agi (!). Danskir kommúnistar hafa aldrei átt fulltrúa á þingi eða í bæjarstjórn- um. Að vísu hafa þeir boðið fram lista við þingkosningar. 10,000 meðmælendur þarf til að listi sé tekinn gildur. — Pessi 10,000 hafa kommúnistarnir fengið — sem með- mælendur frá íhaldinu — en ekki við kjörborðið. Hæsta atkvæðatala þeirra var árið 1922 — 6000. Árið 1918 gekk norski verka- mannaflokkurinn inn í Alþjóðasam- band kommúnista. En hann klofn- aði við það. Styrkleika flokkanna er handhægast að miða við þing- mannafjölda þeirra. Eftir klofning- una höfðu socialdemokratar 8, en verkamannaflokkurinn 24. 1924kIofn- aði verkamannaflokkurinn. Moskva dæmdi, Kommúnistaflokkurinn var stofnaður og tveir af fremstu foringjum norskra verkamanna komust í stjórn hans. Má þar nefna Sverri Stöstad og Sverri Krogh. Verkamannaflokkurinn og social- demokratar sameinuðust í einn flokk: *Det samlede norske Ar- bejderparti«. Pessi sameinaði flokk- ur taldi þá 26 þingmenn. Kommú- nistar höfðu 6. Við kosningarnar 1927 fékk sameinaði flnkkurinn 59 þingmenn, en kommúnistar 3 — Scheflo, Löhre og S- B Aase. Stö- stad og Sverre Krogh gengu úr kommúnisíaflokknum. — Þegar kommúnistaflokkurinn ákvað, að fulltrúar hans skyldu greiða atkv. með íhaldinu gegn því að Trotski, sem var og er landflótta, yrði leyfð landvist í Noregi, en hann hafði beðið um það, þá þoldu þeir Schef- lo og Aase ekki »agann« og greiddi atkvæði með Trotski gegn íhald- inu- Kommúnistaflokkurinn rak þessa tvo foringja sína. — Við síð- ustu kosningar fengu kommúnistar engan þingmann. Mörg biöð þeirra eru hætt að koma út og þeir hafa tapað næstum öllum bæjarstjórnar- sætum sínum í norskum bæjum, að »Litla-Helvíti« (Odda) undanskyldu. En þar er og verkalýðurinn bók- staflega brendur lifandi með eitur- ursýrum (í zink- og blý-verksmiðj- um þar). Svo djúkt er þessi norska kommúnistahreifing sokkin, að al- þjóðarsamband norskra verkamanna hefir neyðst til að lýsa verkbanni á eitt blað þeirra, »Arbejdet« á Ham- ar, því að þar unnu verkfallsbrjót- ar. — Og raunasaga þessa flokks er ekki búin enn. Hinir svonefndu »Mot Dagistar* — kommúnistiskir stúdentar — kljúfa þenna flokk á hverju ári. Hjá þeim kemur hið sama fram og hjá brennubræðrum þeirra íslenzkum — >sportið«. í Svíþjóð eru kommúnistar sterk- astir á Norðurlöndum. Þegar Moskva byrjaði að styrkja erlenda kommúnistaflokka, þá fóru allir pen- ingarnir í gegnum hendur Svíanna. Peir ávöxtuðu peningana og fengu vextina. Pað var þeirra styrkur. 1925 klofnaði kommúnistaflokkur- inn þar og Zeth Höglund gekk með stóran hluta flokksins inn í jafnaðarmannaflokkinn. f fyrra haust klofnaði flokkurinn aftur, og nú eru tveir kommúnistaflokkar í Svíþjóð. Annar, sem vildi beygja sig undir Moskvu, og hinn, sem vildi ekki beygja sig. Nú spyrja Svíar: Hver

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.