Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Blaðsíða 3
A'LÞÝÐÚMAÐURINN 3 í-----------------1 ALÞÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Priðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. Áskriftargjald kr. 5,00. Akureyrardeildar Kaupfélags Eyfirðinga, verður haldinn í Nýja-Bíó Himtu- daginn 22. þ. m. og hefst kl. 8V2 e. m. Fyrir fundinum liggur viðauki við reglugerð deildarinnar. Fastlega skorað á deildarmenn að sækja fundinn. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, ) er hver? Hvað er hvað? — Og verkamennirnir fylgja hvorugum. Við bæjarstjórnarkosningar í Gauta- borg síðast í Október töpuðu kommúnistar öllum sínum bæjar- fulltrúasætum. Jafnaðarmenn unnu þau öll og fengu hreinan meirihluta. Þannig er það á Norðurlöndum. En hvernig er það í Þýskalandi, há- borg kommúnismans í Vestur- Evrópu ? Hvar er Ruth Fischer, hin glæsilega kona, er barðist djarfast fyrir verkalýðinn? Hvar eru þeir Korz og Úrbanz, foringjarnir frá Hamborg? »Aginn« frá Moskva drepur alt af sér. — Það er siður í þýska þinginu, að hver flokkur hafi sitt eigið borð á »Kringlu« þeirra Þjóðverjanna. — Kommúnist- ar hafa 3 borð — eru þríklofnir. Á Englandi eru kommúnistar ger- samlega áhrifalausir. Þeir höfðu 1 fulltrúa á þinginu, Saklatvala, en við síðustu kosningar féll hann við engan orðstý.« V. S. V. I. O. G. T. St. Akureyri nr. 137 Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Inntaka nýrra félaga. Boðsbréf. Hagnefndaratriði Mætið öll! St. Brynja nr. 99. Fundur annaðkvöld á venjulegum stað og tíma. »Vaðall«. Stúkum á Akureyri og í Glerárþorpi er boðið á fundinn. Atvinnuleysið. Það er almennt álitið, að hér í bænum séu nú mikið fleiri atvinnu- lausir menn, en nokkru sinni fyr. Eg geri ráð fyrir að álit manna á þessu efni sé rétt. En á tölum verð- ur það ekki byggt. Að vísu hefir bæjarskrifstofan tekið atvinnuleysisskýrslur fjórum sinnum á ári, síðustu ár, af þeim mönnum, er gefið hafa s>g fram á tilsettum tíma. En jafnan munu fáir hafa kom- ið. T. d. 1. Nóv. s. I. komu 2 menn. Þykir mér sennilegt að þá hafi 50 sinnum fleiri verið atvinnulausir. Get ég þessa til að benda á hvað tölur þær, sem til eru um þetta efni, eru villandi. rað, hvað fáir hafa gefið sig fram, mun stafa mest af þvf, að menn hafa ekki séð, að slíkar upplýsingar hefðu nokkra þýðingu fyrir þá. En einnig hef ég orðið var við þann skilning að aðeins þeir, sem atvinnulausir væru þá daga sem skýrsluna ætti að gefa, skyldu gefa sig fram. En meiningin með þessari skýrslu- gerð hlýtur að vera sú, að fá yfirlit yfir atvinnu manna yfir árið, og um leið atvinnuleysisdaga þeirra. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var rætt um atvinnuleysið og framkvæmdir til atvinnubóta, og því máli vísað til at- vinnubóta- og fjárhagsnefndar. Það má gera ráð fyrir að ýmsir bæjarfulltrúanna verði afturhaldssamir í þessu máli sem mörgum öðrum, að með þurfi öll skýr rök til að sann- færa bæjarstjórn yfirleitt um nauðsyn framkvæmda í þessu máli. Beztu rökin verða skýrslur er ná yfir alla verkamenn þessa bæjar, sem stopula eða enga vinnu hafa. Skýrslur þessar eru teknar á þar til Deildarstjórnin. gerð eyðublöð, og síðan send hag- síofu ríkisins. Það að ekki er unnið úr skýrslun- um hér á staðnum, og það strax, er óviðunandi, svo framarlega sem eigi að nota þær sem rök í atvinnubóta- máli því sem nú liggur fyrir bæjar- stjórn, En auk þess eru skýrshir þessar ófullnægjandi, eins og ætlast er til að þær séu færðaf. Stjórn Verkamannafélags Akureyrar hefir því ákveðið að hlutast til um að aðrar skýrslur verði teknar jafn- framt hinum lögboðnu, 1. Febr. n. k. og næstu daga þar á eitir, og hef ég þegar leitað samvinnu við bæjarstjóra í þessu máli og hef von um að hún takist, og verður skýrt frá því nánar í næsta blaði. Þorst. Þorsteinsson. Samvinnufélag ísfirðinga keypti nú um áramótin báta félagsmanna, með öllu er þeim tilheyrir og fylgir. Voru innborguð framlög innleyst með skuldabréfum til 12 ára, með 5 prc. vöxtum. Hefir þessi breyting aukið öryggi félagsins afar mikið. Félagið verkaði á s. I. ári 6753 skipp. af fiski fyrir félagsmenn og 317 skipp. fyrir utanfélagsmenn. Seld voru 5766 skpp. en 987 skpp. óseld. Á Sigiufirði er nýstofnað verka- kvennafélag, sem heitir »Verkakvenna- félag Siglufjarðar* Höfðu 38 stúlkur gengið úr verkakvennafél. »Ósk« og stofnuðn þegar hið nýja félag með 56 félögum. Félagið hefir þegar sett kauptaxta fyrir þ. á. og er hann birtur hér í blaðinu í dag. Er hann eins og kauptaxti »Óskar« frá s. 1. ári nema hvað fleiri verkunaraðferðir síld- ar eru taxtalagðar en var í fyrra. ^

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.