Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Page 4

Alþýðumaðurinn - 20.01.1931, Page 4
4 alÞýðumaðúrinn Skæðadrífa. Sinnaskifti virðast hafa átt sér stað hjá kommúnistum síðan í haust. f’á var »óháða sambandið« óskabarn þeirra, og aðalkostur þess átti að vera sá, að það væri hafið upp yfir allar flokkadeilur. Þar gæti íhaldsmaður- inn, framsóknarmaðurinn, hægfara jafnaðarmaðurinn og hraðbyltingar- maðurinn staðið hlið við hlið í stétta- baráttunni, lausir við alt agg og þras um fiokkapólitík. Nú segir »Verkam.« frá því á Laugardaginn var, að Verkamanna- félag Siglufjarðar hafi bannað deilur um flokkapólitík á fundum sínum, M. ö. o. hafið sig upp í þetta æðra veldi, sem það »óháða« átti að starfa á. Og sjá! Hinn kommúnitski »Verkam.« bannsyngur félagið fyrir þetta; telur þetta í alla staði »krata«- legt, ög þá um leið óhafandi í alla staði. Úr hæ 00 bygð. A Föstudaginn var andaðist að heimili sínu hér í bænum frú Stefanía Stefánsdóttir, kona Hinriks Péturssonar smiðs; öldruð ágætis- kona. 3?á er og nýlátinn í Reykja- vik Páll H. Gíslason kaupmaður; gamall norðlendingur, vinsæll og valmenni hið mesta. Einnig lést á Sauðárkróki, rétt fyrir áramótin, Þorvaldur Þorvaldsson verkamaður, sem um langt skeið hefir verið einn með helstu foringjum verkamanna á Sauðárkróki. Lítill drengur varð fyrir bíl á göt- unni í gær. Meiddist hann nokkuð, en ekki talið hættulegt. KAUPTAXTI Verkakvennafélags Siglufjarðar. — Gildir fyrir árið 1931. — Dagvinna almenn kr. 1,00 á klst. Eftirvinna almenn — 1,50 - — Dagvinna við útskipun og umstöflun á fiski — 1,25 - — Eftirvinna við sama — 1,80 - - Helgidagavinna — 2,00 - - Fyrir að rúmsalta eina tunnu síldar kr. 0,75 Fyrir að kverka og salta — — — - 1,10 Fyrir að kverka og krydda — — — - 1,30 Fyrir að kverka og reyksalta — — — — 1,30 Fyrir að kverka og magadraga — — — - 2,00 Fyrir að kverka og slógdraga — — — — 2,50 Fyrir að hausskera og krydda —. — — - 2,00 Fyrir að hausskera og slægja — — - - 3,00 Fyrir aliar aðrar aðferðir við síldarverkun — — — - 4,00 Siglufirði 14. Janúar 1931. Fyrir hönd félagsins: fónína fónsdóttir, Alfa Pálsdótttir, formaður. ritari. fenný fúlíusdóttir, féhirðir. M IÐ ST0Ð Tilboð óskast um lagningar miðstöðvar, ásamt baði, klósetti, og þvottaskál, á neðri hæð hússins Strandgata 7, hér í bæ. Uppdráttur og lýsing er til sýnis. Tilboðum sé skilað fyrir 23. þ. m. Miðstöðin sé fullgerð til not- kunar fyrir næstu mánaðamót. Akureyri 19. Janúar 1931. Kaupfélag Verkamanna. Freðýsan kom með Dettifoss. Verzl. Esja. Yetrarstúlku vantar nú þegar. Háttkaup íboði — Upplýsingar í síma 179. Slökkvilið Akureyrar TTLKYNNING. Peir úr slökkviliðinu, sem unnu við brunann í Kristneshæli og Hafn- arstræti 66, verða að hafa komið reikningum sínum þar um til mín fyrir 25. þ. m. Akureyri 20. Jatiúar 1931. Slökkviliðsstjórinn.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.