Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 27.01.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 27.01.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðtjmaðurinn umstakkað fiski og gert önnur lcvenstörf. Hafi það komið fyrir að þessir menn hafi verið teknir til þess að binda fiskpakka eða vinnaannað það, sem ekki er kvenna verk, hefir þeim verið goldið karl- mannskaup eins og vera bar. Konurnar, sem í fiskinum vinna, hafa talið þetta hiunnindi fyrir sig, að mega senda einhvern af heim- ilinu í staðinn fyrir sig, ef þær ein- hýerra orsaka vegna hafa ekki get- að komið sjálfar, og það má bæta því við, að í flestum tilfellum er karlmaður ekki jafnsnjall kvenmanni í þessari vinnu, svo Kaupfélagið græðir ekki á þeim skiftum. Þegar ég frétti þessi ummæli eft- ir Einari Olgeirssyni, stóð þannig á, að stúlka, sem vinnur við fisk hjá Kaupfélagi Verkamanna, hafði sent bróður sinn, 15 eða 16 vetra, til vinnunnar í staðinn fyrir sig. Drengurinn er í Verkamannafélagi Akureyrar og honum ber því að taka fult taxtakaup, þegar hann vinn- ur í eigin persónu, en systir hans, og ég hygg faðir hans líka, sem er miklu eldri félagi í Verkamannafé- lagi Akureyrar en Einar Olgeirsson, líta þannig á, að drengurinn bryti ekki taxta félagsins, þó hann ynni fyrir systur sfna og tæki hennar kaup. Svo var einnig að heyra á móður drengsins, og er hún þó mjög handgengin forráðakonum Verkakvennafélagsins hér. En það er eins og fólkið hér eigi afarerfitt með að læra þessi nýju fræði kommúnista. Drengurinn var látinn vinna allra léttasta verkið við fiskpökkunina, sem fram fór meðan hann vann þarna, sem var að merkja fisk- pakka. Sum verkin kunni hann ekki, sem systir hans var æfð í, og er þetta ekki sagt drengnum til hnjóðs, því slíkt er mjög eðlilegt, þar sem hann var vinnunni óvanur, en gerir það aftur á móti skiljan- legt, að enginn hagur var að því fyrir Kaupfélag Verkamanna að skifta á honum og systur hans. Þegar ég frétti að E. O. hefði notað það til ádeilu á mig, að ég lét afskifíalaust að stúlkan sendi bróður sinn í fiskvinnuna fyrir sig, fór ég heim til hennar og lét hana vita að best væri að hún kæmi sjálf til vinnunnar. Stúlkurnar, sem vinna við fiskinn hjá Kaupfélagi Verkamanna, geta því ekki vænst þess að þær fái að senda í staðlnn íyrir sig í vinnuna mann sinn, son eða bróður, því þó ég fúslega vildi leyfa þeim að gera þetta, vil ég ekki liggja undir ámæli fyrir þá greiðvikni, þó mér sé það fyllilega ljóst, að hnjóð E. O. um mig útaf þessum málum, er ekki bygt á um- hyggju fyrir fólkinu, sem vinnur þessi störf. Erlingur Friðjónsson. Aívinmileysið. Aðal skilyrði fyrir sæmilegri afkomu verkalýðsins hér í bænum, er að at- vinna yfir veturir.n sé svo mikil, að allir hafi tækifæri til að vinna fyrir venjulegum nauðsynjum sínum. En eitt af verkefnum bæjarstjórnar er að sjá verkaiýðnum fyrir atvinnu. Þessarar skyidu hefir meirihluti bæjarstjórnar jafnan illa gætt. Nokkr- um sinnum hafa fulltrúar verkalýðsins í bæjarstjórn, barist fyrir einstökum atriðum í þessa átt, og það hvað eftir annað á síðasta ári, en engu getað kotnið fram, vegna afturhaldssemi hinna flokkanna. Væri þó liklegt að bæjarfulltrúarnir skoðuðu þetta mál að minsta kosti fjárhagslega, og sæju að atvinnuleysi verkalýðsins getur Ieitt til allverulegra útgjalda fyrir bæj- arsjóð, og um leið eru tapaðar þær tekjur, sejn sæmilega stæður verkalýð- ur getur goldið. »Það er léttara að styðja en reisa* Það er óviss gróði fyrir bæinn að bíða eftlr að atvinnulaus maður biðji um hinn illa séða fátækrastyrk. — Venjulega mun þá sjálfsbjargarlöngun- in lömuð, kjarkurinn til baráttunnar bilaður, lánstraustið eyðilagt og lífs- gleðinni stórum spilt og um leið vinnuþoli og heilsu mannsins. S Það er hæpið að treysta svo mjög á uppgrip manna úr skauti náttúrunn- ar yfir 3 — 5 mánuði, að gera megi ráð fyrir að sá afli einn nægi til framfærslu yfir árið. Jafnvel að einn maður geti á þeim tíma unnið fyrir meðal fjölskyldu eða stærri. Á góðum árum verður þetta fyrir- hyggjuleysi bæjarstjórnar ekki til vand- ræða, af því að þá hafa einstaklingar ýmiskonar rekstur sem atvinnu veitir og sumarkaupið endist betur. Samt er það, jafnvel á bestu árum, til skaða fyrir verkalýð og bæjarsjóð. En strax og versnar í ári, þá minkar eða hverfur einstaklingsframtakið, og sést af því að á það má aidrei treysta. Það er samvinnufélagsskapur verka- lýðsins og bæjarfélagið, sem verður að koma upp þeim iðnaði, er til tryggingar geti orðið í þessu efni. Hvað verkalýðinn snertir, veit ég að hann skortir bæði fjármagn og lánstraust til þessa. En bærinn hefir nokkuð af hvorutveggja og því get- una til að framkvæma, ef viljinn er til þess hjá bæjarfulltrúunum. Á næsta bæjarstjórnarfundi verður atvinnubótamálið til umræðu og þar með tillögur þær er samþykktar voru í því máli á síðasta fundi Verka- mannafélags Akureyrar. Verkafólk ætti að fjölmenna á fund- inn og kynna sér framkomu bæjar- fulltrúanna í þessu máli. Akureyri 26. Jan. 1930 Þorst. Þorsteinsson- Flutn á Erlingi meðan liægt var. Fyrst eftir að kommúnistarnir tóku »Verkamanninn« af Erlingi, flögguðu þeir með nafni hans í ritstjórninni, og báru það jafnframt út um bæinn, að blaðið hefði að- eins skift um ábyrgðarmann. Ann- ars væri alt eins og hefði verið. Erlingur heimtaði að nafn sitt væri tekið út úr ritstjórninni, en það fékst ekki fyr en þrjú blöð voru komin út, undir stjórn kommúnist- anna. En þegar nafni Erlings varð ekki haldið lengur, hvarf öll rit- stjórnin í einu úr blaðinu. Var þetta gert til að reyna að hylja blekking- arnar, er blaðið hafði haft í frammi, að það ætlaði sér að fljóta á nafni Erlings meðan auðið varð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.