Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.02.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 03.02.1931, Blaðsíða 3
AlÞÝÐUM A ÐURINN 3 Pingmálafundur fyrir Akureyrarkjördæmi verður haldinn í Samkómuhúsi bæjarins Laugardaginn 7. þ. m. og hefst kl. 8,30 e.h. Þeir, sem óska að koma málum á dagskrá fundarins, hitti mig fyrir hádegi n. k. Föstudag. Kjósendur í Akureyrarkjördæmi sitja fyrir húsrúmi. Akureyri 3. Febrúar 1931. Erlingur Friðjónsson. íhaldið. Og þótt þessi flokknr sé, að sjálfs hans sögn, skipaðttr höfuð- andskotum íhaldsins, er hvergi nærri óhugsandi að líkir starfshættir geti leitt þá á sameiginlega braut, ef íhaldinu tekst að egna nógu klók- lega fyrir þennan þjóðmálanýgræð- ing, sem, eins og stendur, dinglar í lausu lofti, og heíir hvergi höfði sínu að að halla. Eins og samein- ing óskiftra efna getur af sér fætt þrumur, skurk og skelli, eins og í koppnum kerlingarinnar í sögunni hans Steingríms um árið, finst mér, á annari eins fyrirbrigðaöld og við lifum á, að það hæglega geti skeð, ef vel er áhaldið, að skellir, skurk og heimskra manna læti geti sam- einað nokkur ólík >eliment« í eina heild friðarins og bræðralagsins, þegar báðum bráðliggur á stuðn- ingi. Gæti þá svo farið, að við syndugir menn ættum eftir að upp- lifa það, að sjá Einar Olgeirsson og Líndal faðmast og heilsast meður kossi, og Kalla Nikk og Aðalbjörn leggja hvern annan undir vanga sinn, að maður nefni ekki aðrar nánari sameiningar einstaklinga flokkanna. Vænti eg þess, að íhald- ið geíi þessum tillögum mínum og ágiskunum viðeigandi athygli, Gamli. VeÉmfélaii flkureyrar 25 ára. Fösfudaginn 6. þ. m, er Verka- mannafélag Akureyrar 25 áta. Hér er ekkj rúm til að geta þessa elsta verklýðsfélags á Norðurlandi,- svo að nokkru nemi, enda á slíkt best við á afmælisfagnaði félagsins. Pað eitt verður látið nægja að benda á þá staðreynd, sem um leið kynnir félagið best og réttast, að hagur verkafólks mun hvergi eins jafn- góður í nokkrum bæ í landinu, eins og hér á Akureyri. Þetta er Verkamannafélagi Akureyrar að þakka. Með langri starfsemi, sem stjórn- að hefir verið af fyrirhyggju og ráðdeild, hefir félaginu tekist að þroska verkamenn þessa bæjar til manndóms og meira víðsýnis í mái- um þeirra, er miða til hagsbóta fyr- ir verklýðsstéttina, en víðasthvar annarstaðár. Siíkur ávöxtur af starfi fyrsta aid- arfjórðungs félagsins, er veganesti, sem endast mun erfingjum óðals- ins næsta áfangann. Heiður og þökk sé Verkamanna- félagi Akureyrar fyrir starfið, sem það hefir að baki. Heill og hamingja fylgi störfum þess í framtíðinni. Útvegsbankinn. Blaðið Verkam. segir frá því 24. Jan. s.l., og mun blaðið einnig hafa haft orð á því áður, að Útvegsbanki Islands hóti útgerðarmönnum í Vest- ^mannaeyjum því, að útiloka þá frá lánum til útgerðar, eí þeir gangi að kröfum sjómanna þar um kaup og premíu. Alþýðum. spurðist fyrir um sannindi þessarar frásagnar Verkam. hjá kunnugum manni og fékk að vita að þessi söguburður blaösins er algerlega tilhæfulaus. Halda menn að saga þessi hafi orð- ið til í höfði þeirra manna, sem ganga með ýmsar móðursýkishug- myndir í kollinum og þeir síðan hent sögu þessa á lofti, sem vilja ófrægja bankastofnun þessa, og þá menn, sem fyrir henni standa. Verslunarhús Verslunarfélags Hrút- firðinga á Borðeyri brann til kaldra kola á Miðvikudagsmorguninn var. Varð litlu bjargað og fólk slapp með naumindum úr eldinum. Úr bæ og bygð. Dr. Alexandrine kom í gærkvöldi og fór aftur um miðdegi í dag. Með hengi fór margt farþega; þar á meðal báöir framkvæmdastjórar Síldareinkasölunnar áleiðis til út- landa, í síldarsöluerindum, Símabilanir urðu víðaum land 20—24. f. m. Féllu snjóflóð víða á símann og brutu staurana. í kvöld flytur frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir erindi í útvarpinu, er hún nefnir: »Þjóðarhagir íslendinga fyr og nú.« M.s. Hvíting heldur uppi reglubundn- um ferðum hér um fjörðinn fram til Júníloka. Viðkomustaðir út f firðin- um eru Hrísey, Dalvík, L. Árskógs- sandur, Kljáströnd og Grenivík. Súðin er á Austíjörðum á leið hing- að. Goöafoss kom "til Reykjavíkur á Sunnudagskv. Fiskverð fer hækkandi á Spáni. 86 atvinnuleyslngjar voru skráiðr í Verklýðshúsinu f gær. Skráning heldur áfram kl. 1—7 í dag og næstu daga. Ekkert hefir frést meira um skip- tapann vestur við Strandirnar. Hef- ir ekkert rekið meira úr skipinu, en getið var um áður, Jakob Einarsson fiðululeikari spilar við sýningar á Nýja Bíó framvegis á Miðvikudagskvöldum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.