Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.02.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.02.1931, Blaðsíða 1
AIMÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Priðjudaginn 24 Febrúar 1931. 9. tbl. Kaupgreiðslur. Fyrsta skilyrðið fyrir kaupgreiðslu, •er að kaupkrafa vinnandans sé við- urkend af þeim sem á að greiða. Verkafólki sem yfirleitt hefir ekki annað að lifa af en vinnu sína, er mikils um vert að vinnuiaunin séu sæmilega há, en engu síður að kaupið sé greitt fljótt. Það er kunnugt að útlánsvextir tiankanna eru svo háir sem raun er á, vegna tapa sem orðið hafa við útlánin- Það er einnig kunn- «gt, að álagning verslana er yfir- leitt gerð með tílliti til vaxtatapa og áhættu við að lána vörurnar. Væri skuldaverslun ekki rekin, yrði verð varanna mun lægra. Verkafólk, sem ekki fær strax greitt kaup sitt, eg verður þar af Jeiðandi að fá lánaðar vörur, mun jafnframt veröa að kaupa dýrara en ella, og á þann hátt fá raunveru- lega minna fyrir vinnuna. Samkvæmt lögum á ,að greiða verkafólki vímiulaun þess í Iok hverrar viku. — Þessu hefir verið iítið sint af atvinnurekendum, enda linlega eftir því gengið af verka- fólkinu. Petta meinleysi hefir valdið verka- fólki meira tjóni en með tölum verði talið, og er- mál til komið að reyna að koma í veg fyrir þann skaða, því auk óhagstæðari versl- tmar, sem við það verður að verka- fó!k fær ekki kaup sitt strax, er miklu hættara við algerðu tapi. — Bæði vegna breyttra kringumstæða verkhafa og einnig vegna þess að gjaldfresturinn veitir eignalausum bröskurum tækifæri til áð standa fyrir verkum og hafa fyrir það fé lil að gleðja sig og sína með, þó verkafólkið, það raunverulega fólk sem framleitt hefir, fái aldrei sitt. Nokkur dæmi eru þess, að vinnu- veitendur hafa haldið dýrar veislur, farið skemtiferðir og haldið rík- mannleg heimili á sama tfma sem verkafólk þeirra hefir ekki getað staðið í skilum vegna vanskila þeirra. Svo langt hefir verið gengið í því að treysta atvinnurekendum og spara þeim fyrirhöfn, að verkafólk hefir alloft ekki krafist að fá skrif- lega viðurkenningu fyrir inneign sinni — vinnukaupinu. Þessi tilhliðrun er orðin að venju, sem einstaklingar eiga erfitt með að breyta á móti. Sá sem krefðist nótu að kveldi eða útborg- unar við vikulok, ætti á hættu að slíkt yrði tekið sem tortryggni. Pað sem hér þarf, eins og við flestar aðrar umbætur, er að fjölmenn félög beiti sér fyrir málinu, og að margir geri samtímis sömu kröfuna. Verklýðsfélögin verða aö hlutast til um, að ætíð séu vinnunótur af- hentar verkafólkinu áð kveldi, — Pá mætti ganga inn á, að fastráðið fólk fengi vinhunótur við vikulok, og að vinnukaupið sé greitt í lok hverrar viku, á vinnustöðvunum og í vinnutímanum. Pað er ekkert aðalatriði að út- borgun fari fram á ffnum skrifstof- um. Pað getur vél gengið í geymsluhúsum eða tjöldum. Aðal- atriðið er að fólkið fái kaupið fljótt og án þess að eyða til þess tíma, sem það annars gæti fengtð pen- inga fyrir. Síðustu tímar ættu að kenná okkur að meta kosti þess að fá kaup sitt greitt strax. Það verður oftast bæði til skaða og leiðinda að 6iðja verslanir og NÝJA BIO Miðvikudagskvöld kl. «'/« Æfintýri aðals- mærinnar. Þýskur kvikmyndasjónleikur í 8 þáttum. Aðalhlutv. leika: Liane Haid og Fred Louise Letch. Verkamannaf élag Akureyrar. .. heldur fund í Verklýðshúsinu, Sunnudaginn 1. Marz n.k. kl. 3,30 e. h. FUÍJDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kaupgreiðslur til verkafólks. 3. Tekjur og gjöld félagsins. 4. Kauptaxti félagsins. STJÓRNIN. . einstaklinga að lána sér. Að geta ekki greitt á tilteknum tíma, er mannskemmandi. Á síðastliðnu hausti og í vetur hafa það orðið margir sem neyðst hafa til að biðja um lán og brugð- ist loforðum u.m greiðslur, vegna vanskila atvinnuveitenda. Ég hefi grun um. að ennþá eigi verkafólk á Akureyri tugi þúsunda hjá vinnu-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.