Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 03.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 03.03.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðíjrinn kosta miklu lil að steypa í rásir undir húsið. Hér á Akureyri myndi vera auðvelt að fá slíka aðstöðu með húsin.annaðhvort upp í brekk- unni upp af Oddeyrinni eða ofar- lega og utarlega á Oddeyrinni sjálfri t. d. þar sem Pál! Einarsson hefir fiskreiti nú, eða þar rétt fyrir sunnan. Mjög er það sennilegt, ef þessi áætlun húsagerðarmeistara er mið- uð við Reykjavík hvað kostnað snertir, og ef hægt er að hafa líkt fyrirkomulag á bygginguin hér eins og hann gerir ráð fyrir, að þá ættu slíkar oyggingar að geta orðið til muna ódýrari hér en í Reykjavík, þó ekkert verði um það fullyrt fyr en reynslan sker úr því. Q:rt er ráð því að með vorinu muni fást fé til þess að byggja nokkrar íbúðir í stærstu kaupstöð- um, samkvæmt hugmyndinni sem felst í lögunum um verkamannabú- staði, og þó húsagerðarmeistari sé ekki enn kominn lengra með upp- drættina af þeim en að hafa lokið við Reykjavík, þá má vænta þess að ekki standi á uppdráttunum þegar vorar, svo að hægt sé að vinna að byggingum. Hér á Akureyri þyrftum við að geta bygt á næsta sumri 8—10 verkamannaíbúðir. Svo virðist sem alger stöðvun muni verða í bygg- ingum hér á þessu ári ef ekki er bætt úr á þennan hátt, og það er óhrekjandi reynsla, að þegar aft- urkippur kemur í byggingar, þá kemur það þyngst niður á verka- fólkinu á tvennan hátt, bæði í því að húsaleigan hækkar, og einnig í því að húsakynni fást alls ekki. Þriðja ólánið mætti einnig telja, sem fylgifisk kreppunnar í bygg- ingum, að þá fer fólkið að skríða inn í algerlega ófær húsakynni, og þá venjulega fyrir hlutfallslega langt- um hærri leigu en í góðum hýbýl- um. Nauðsynin er því brýn að bygt sé. Þess er og full þörf að bætt sé úr því atvinnuleysi, sem smiðir og aðrir sem við byggingar fást, verða fyrir við stöðvun bygginganna, og gæti bygging verkamannabústað- anna bætt úr því að nokkru. Skrípaleikur kommúnista. Á þingi Verklýðssambands Norð- nrlands, sem háð var á Akureyri 18. jan. síðastl., mótmælti Guðm. Skarphéðinsson því, að verkakvenna- félagið »Ósk« hefði rc'tt til að hafa 3 fulltrúa á þinginu. Sem ástæðu tilgreindi hann að um áramótin hefði félagið eigi haft löglega félaga fleiri en 81, og greitt af þeim tölu- skatt til sambandsins. Síðan hefðu bæzt 8 félagar-við, svo það næði engri átt að félagið hefði rétt til fleiri en 2 fulltrúa. Þessu var strax í þingbyrjun mótmælt af Maríu Guðmundsdóttur og gjaldkera sam- bandsins, Jóni Guðmann. — M. G. sagði að sig hefði grunað fyrver- andi gjaldkera — Jenný Júlíusdóttur — um græsku, — í hverju, kom ekki fram — en sennilega í því að falsa skattgreiðslu til sambandsins fyrir félagsins hönd. — Hún, M. G., hefði því farið að athuga þetta þeg- ar inneftir kom og þá hefði það upplýst að félagið hefði átt eflir að greiða skatt til sambandsins, bæði fyrir 1929 og 1930. Og það væri hún nú búin að greiða og hefði orðið að síma heim eftir peningum til þess. Gjaldkeri sambandsins, sem hlustaði á þessi ummæli, hvað það rétt vera, og sonur jennýar Júlíusdóttur, sem fór með skattinn á pósthúsið á Siglufirði í nóvember í haust þóttist ekkert vita. Til þess að láta eigi vitnast, að svik hefðu verið í taíli hjá félaginu við kosn- ingar 3. fulltrúans (M. G.), þá fóru þessi þrjú hjú inn á þá hálu braut, að segja öll ósatt, móti betri vitund. Til dæmis hafði gjaldkeri sambands- ins, J. G., tekið á rnóti skatti frá félaginu fyrir 1930 í ábyrðarbréfi á pósthúsi Akureyrar snemma í des- ember í vetur, og skattinn f, 1929 hafði móðir Maríu greitt f. félagið það ár til J. Guðmanns. Pingið trúöi auðvitað trúnaðarmanni stjórn- arinnar! ! ! og M. G. og Ólafi Á. betur en G. Sk. og fleirum Siglfirð- ingum, sem bentu á hvaða skrípa- leik væri hér verið að leika. Það fór svo, að þessi fulltrúi var tekinn inn á ósannindum þessara þrímenn* inga. En M. G. lætur sér eigi nægja að flækjast í lygavefinn með Guðmann, heldur flækir hún konum úr stjóim Verkakvennafélagsins Ósk í hann, með því að láta þær fara á fund Jennýar Júlíusdóttur, og segja henni að skatturinn f. 1929 hafi ver- ið sendur til Akureyrar með manni sem hafi víst tekið traustataki á hon- um og aldrei skilað honum. Og þessar sömu konur skilja ekkert í því, að skatturinn 1*930 skyldi eigi vera kominn inneftir. Um þetta hjala þessar dömur, vitandi það, að þetta er alt þvættingur frá upphafi til enda. Þegar þinginu er lokið, sendir Guðmann með Maríu hingað aftur skattinn frá íélaginu, sem hann tók við í des. í vetur, en sem hann neitaði harðlega að væri kominn í jan. s.l. Sömuleiðis kemur viður- kenning frá þessum reglusama og heiðvirða gjaldkera um það, að- skatturinn 1929 sé greiddur af Sig- ríði móður Maríu. Þessi skrípaleikur er aðeins eitt sýnishorn af íramkomu kommúnista innan verklýðssamtakanna, þegar þeim finnst þeir þurfa að koma sínum málum fram, Eitt dæmi af ótal um frekju þeirra og ósvífni á allan hátt. Pað er eigi horft í það þó gengið sé á drengskap sinn, og sinna nánustu. Sigluf. 9. febr. 1931. Kimnugur. Slúkan Akureyri nr. 137, héit af- mælisfagnað sinn á laugardagskvöldið var (28. f.m.) Fór þar fram kaffi- drykkja og ræðuhöld.söngur og sam- spil á fiðlu, piano og harmoniku. — Þar var einnig leikinn þáttur úr gam- anleik og svo náttúrlega dansað langt fram á nótt. Fór skemtun þessi hið prýðilegasta fram. ALLIR voru ,á~ nægðir. Lagarfoss var á Norðfirði í gær, en Brúarfoss á Sauðárkrók. Esja kont hingað í nótt. Á

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.