Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.03.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.03.1931, Blaðsíða 1
ALÞYDUMA9URINN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 10 Mars 1931. 11. tbl. Fiarmalastjorn rikisms. Fjármálaráðherra skýrði frá tekj- um og gjöldum ríkisins árið 1930 laugardaginn 21 febrúar þ. á. Tekj- ur ríkisins höfðu á árinu farið fram úr áætlun um 5 milj. og gjöldin á- líka mikið. Tekjuafgangur þó að- eins 82 þúsund kr. Þessar tekjur fóru mest fram úr áætlun: þús. Tekju- og eignaskattur 534 Aukatekjur 158 Vitagjöld 150 Stimpilgjöld 120 Bifreiðaskattur 51 Áfengistollur 400 Tóbakstoilur 337 Kaffi og sykurtollur 197 Annað aðflutningsgjald 87 Vörutollur 601 Verðtollur 768 Sætinda- og konfektsskattur 110 Pósttekjur 150 Símatekjur 443 Víneinkasalan 800 Helstu útgjöldin sem hara farið fram úr áætlun: þús. Vextir og afborganir 228 Alþingi 96 Dómgæsla og lögreglustjórn 506 Samgöngumál 1243 Kirkju og kenslumál 238 Verkleg fyrirtæki 337 Vegir og brýr 563 Útgjöld samkvæmt lögum og þingsályktunum utan fjárlaga: Þingvallavegur 338 Til Eimskipafélagsins 85 Til stofnunar mjólkurbúa 42 Byggingarstyrkur héraðsskóla 203 Rekstrarstyrkur héraðsskóla 71 Til flóaáveitu 161 Alþingishátíðin 594 Eins og sést á yfírliti því sem hér birtist yfir nokkra þá pósta sem farið hafa fram úr áætlun fjár- laganna fyrir liðið ár, hefir all gá- lauslega verið haldið á fé þjóðar- innar, þó það hafi ekki komið að sök svo tilfinnanlegt sé, þar sem tekjur ríkissjóðs hafa farið fram úr áætlun að sama skapi sem nemur eyðslunni. Verður vitanlega ekkert um það sagt, þó framkvæmdar séu þær fyr- irætlanir Alþingis, sem ákveðnar hafa verið með sérstökum lögum utan fjárlaga, og sem nemur alls tæpum 2 miljónum, fyrst fé reynd- ist nægilegt til þess. Um það verður heldur ekki farið mörgum orðum, þó kostnaður við Alþingis- hátíðina á Þingvöllum væri greidd- ur af þeim auknu tekjum sem orð- ið hafa á árinu, og sem nemur alls um eina miljón, þegar talinn er með Þingvallavegur, 338 þús., sem gerður var vegna hátíðarinnar og kostnaður við Alþingi, sem farið hefir fram úr áætlun um 96 þús. fyrst hátíð þessi var höt'ð á annað borð, enda er líklegt að innflutn- ingur vegna hennar hafi aukið að nokkru tekjur ríkisins á síðasta ári. En það virðist all glannaleg frammi- staða vegamálastjórnarinnar, að eyða til vega og brúagerða 563 þús. kr meira en fjárlög heimila, sem er ríflega 50% hærra en á- ætlað er á fjárlögum, til þess fyrir árið 1930. Verður ekki séð til hvers að starfsáætlun er búin til fyrir vegamálastjórnina ef henni á að haldast það uppi að eyða fé ríkissjóðsins jafn gengdarlaust og hér hefir verið gert. Ekkert getur vegamálastjórnin hafa vitað um — nýja bió mm Miðvikudagskvöld k/. 8l/i Úpfusöm kona. Stórfenglegur kvikmyndasjón- leikur í 10 þáttum. Aðalhlutverkin ieika : Greta Garbo John Gilbert John Mc. Brown Lewis Stone Dorothy Sebastian Ógæfusöm kona, er mynd sem öllum verður ógleymanleg, mynd með áhrifaríku efni, mynd sem er aðdáanlegt listaverk, svo að tæplega verður komist lengra. Sýnd í síðasta sinn. það, hvort tekjur ríkissjóðsins færu svo langt fram úr áætlun, að þessi auknu útgjöld, sem hún hefir stað- ið fyrir, yrðu ekki til þess að valda tekjuhalla, sem síðan yrði að taka með nýjum toilum af alþýðu, en sýnilega er ekkert um slíkt mál hugsað heldur buslað áfram hugs- unarlaust og án fyrirhyggju um afleiðingarnar. Líkt því sem hér hefir verið sagt um eyðsluna til vega og brúa má segja um útgjöld símans, sem farið hafa fram úr áætlun um 372 þús, Er þar vel séð fyrir því að eyða öllum símatekjum, sem þó eru orðn- ar um 2 milj. kr. Skortir þar ekk- ert á þá frekustu eyðslu, sem hægt er að hafa f frammi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.