Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 10.03.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 10.03.1931, Blaðsíða 4
4 alÞýðumaðurinn Frá Siglufirði. í Samkomuhúsi bæjarins, ásamt veitingaréttindum, er til Ieigu frá 14. maí n.k. Leigutilboðum sé skilað til mín fyrir 21. þessa mánaðar. Bæjarstjórinn á Altureyri, 4. inarz 1931. Jón Sveinsson. IBUÐIN Skiöaíefingar. Með e.s. »Nova«, sem kom hing- að 4. þ. m. kom skíðakennari frá Noregi. Maður þessi er hinn mesti skíðagarpur bæði í göngu og stökki. Hann heitir Helge Torvö og er 24 ára. Hann hefir 4 sinnum tekið þátt i »Holmenkoll«-hlaupi og stökki. Lengst hefir hann stokkið 63 mtr. standandi. Fyrir milligöngu Guðm. Skarphéðinssonar heflr »Noregs Skiforbund« útvegað þennan mann og lánað hann hingað endurgjalds- laust. — Skíðafélag Sfglufjarðar greiðir allan ferðakostnað og uppi- hald, alls um 5 — 600 krónur. Menn eru hér alment mjög hrifnir af þess- um gesti og þátttakan er geysimikil — á annað hundrað. Skfðafélagið hefir geflð öllum íþróttafélögum og U M.F. hér í grend- inni og víðar kost á að nota þessa kenslu, en enn sem komið er er enginn utanbæjarmaður kominn og stafar það sennilega mest af inn- liuensufáraldri þeim, sem nú fer um land alt. I’að kemur nú berlega í ljós hve við íslendingar höfum fylgst illa með öllum útbúnaði, sem að sluðaíþróttinni lítur. Tábönd hafa tekið geysimiklum framförum síðustu árin og eru Norðmenn altaf að end- urbæta þau. Svokallaðir »Huitfeldsbindinger« af nýjustu gerð eru þeir langbestu? sem kostur er á nú. nota Norðmenn ætíð breið þung 7 :!/4 íeta löng skíði með 3 rás- um, til að stökkva á, en 7Y3—8 feta mjórri og miklu léttari skfði fyrir göngu. Koma þessa manns verður því ekki eingöngu til þess að kenna mönnum réttar hreyfingar í stökki og göngu, heldur einnig um allan nauðsynlegan útbúnað svo sæmileg- ur árangur náist. Veðrið og færið hefur verið hér ágætt, síðan Torvö kom og má full- vrða að ekki hafa jafn rnargir Sigl- iirðingar hreyít sig út í hreinviðri vetrarins, eins og hér síðustu þrjá dagana. Það hafa alt af á hverjum morgni kl. 9, er æfingar byrja, ver- ið komið 150 — 250 manns fram í fjörð bæði til þátttöku og sem áhorf- endur. Um næstu mánaðarmót verð- ur hér skíðamót og er engian vafi á því, að þátttakan verður hér mjög mikil. Um skíðanemendurna segir hr. Torvö: »Ég er í engum vafa um að efni eru hér í góða skíðamenn, og hissa er ég á því, hve margir hafa nú þegar eftir svona fáar æfingar, náð ýmsum hreyfingum, sem að skíða- stökki lítur. Yessi góða byrjun er mér næg sönnun þess að ég hefi hér úr miklu og góðu efni að vinna. Og segi ég þetta af því að ég hefi aldrei séð jafn eldheitan áhuga og er hjá öllum fjöldanum hér fyrir skíðaíþróttinni.« Kauptaxtinn. Á 2 síðustu fundum í Verka- mannafél. hefir hann verið ræddur. Kommúnistar báru frarn hækltunar- tillögu á kaupi í dagv. úr 1,25 í 1,40 og till. urn að telja alla vinnu við vöruflutning úr skipi og í skip frá húsi eða »lager« sem skipav. Yessar tillögur báru það báðar með sér að þær voru framrni til að s ý n a s t eins og þeim lætur hér oft vel, því enga hæltkun báru þeir frarn á mánaðarkaupi, og er skipavinnuákvæðið svo vitlaust, af því það gekk inn á skilgreiningu þá um eyrarvinnu, sem nú er t. d. allur flutningur á vavningi af Dryggju og á bryggju milli húsa í bænum. Því hefði tillagan um skipav. verið samþ., þá var allur vöruflutningur um bæinn, sem kemur eða fer með skipi, fallinn undir þetta, og þá erv- xtt að aðgreina skipav. og venjul. eyrarvinnu. Báðar þessar tillögur voru feldar, en samþ. till. lcaup- taxtanefndar um að taxtinn skuli vera í ár sá sami og í fyrra. í bæjarvinnu voru sett greinilegri ákvæði en verið hefir hér um vinnu og kaffitíma, svo að nú er ákveðið að vinna frá kl. 7 árd. til kl. 5 síðdegis, með V2 tíma kaffihlé, auk miðdegishlés, sem er 1 tími. Heimssýningu á að halda í Cicago árið 1933. Á hún að verða stærri og meiri á allan hátt en nokkur önnur sýn- ing hefir áður verið. Verða ó- grynni fjár lögð í undirbúning sýn- ingarinnar, enda á hún ekki að verða neinn hversdagsviðburður. t>ar á að vera völ á að sjá og kynna sér allar helstu uppfynding- ar á öllum sviðum viðskiftalífsins nú í seinni tíð, og allur útbúnað- ur á sýningarsvæðinu af nýjustu gerð. T. d. er ráðgert að hreyfan- legar gangstéítir, þ, e. a s. til að osa fólkið við að ganga, eiga Igangstéttirnar að hreyfast í þá átt sem fólksstraumurinn er í það og það skiftið. Sýningin á að standa yfir hálft ár, og er búist við að sýningargestir verði íugir miljóna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.