Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.03.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 17.03.1931, Blaðsíða 1
Landssarabaiid atvinnurekenda. Sú frétt barst út meðal almenn- ings síðastliðið sumar, að atvinnu- rekendur væru að stofna sín á milli samband, er ná ætti út um alt land og tryggja með því samtök sín gegn verkalýðnum. Hafði sú frétt óvart fokið út frá atvinnurekendum hér á Akureyri, að nú yrði hert að verkafólkinu, enda væru kröfur þess svo ósanngjarnar, að ekki dygði ^nnað en kenna því (verkafólkinu) að lækka seglin og lækka kaupið. Verkalýðurinn er svo vanur við að heyra barlóminn í atvinnurekend- um, jafnvel þegar vel iætur í ári, ■að honum kemur ekki á óvart að reynt sé að velta yfir á herðar hans verðfalli afurðanna, þegar þær hafa lækkað í verði. Lítið hefir heyrst um þetta landssamband atvinnurek- enda að undanförnu, þangað til nú að togaraflotinn er lagstur við hafn- argarðinn í Reykjavík á miðri ver- tíðinni- Pá fer menn að renna grun í, hvað muni vera á seyði. Pað er jafnan leið atvinnurekenda, þegar þeir ætla að knýja fram kaup- lækkun hjá verkafólkinu, að stöðva framleiðslutækin, þegar verst gegnir. Við hér norðanlands þekkjum það mætavel, að þegar verið er að gera skipin út á síldveiðina á vorin, að þá er endalaust verið að þjarka um auðvirðileg smáatriði í kaupi eða hlutarkjörum sjómannanna, þó síld- in sé komin upp í landsteina, og hægt væri fyrir útgerðarmenn að græða mikið meira á því að kom- ast í tíma út á síldveiðarnar með skipin sín, heldur en sem nemur því sem um er deilt í kaupi eða hlut hásetans. Okkur Akureyringum þarf því ekki að koma á óvart, þó togara- eigendur í Reykjavik bindi togara sína við hafnargarðinn, þó mokafli sé og hátt verð á ísfiski, eins og verið hefir enn í dag. Pessháttar ráðsmenska er alþekt hér hjá útgerðarmönnum að hugsa ekki um sinn eigin skaða, ef þeir geta skaðað sjómennina um leið. Petta er líka nauðsynlegt til þess að styrkja landssamband atvinnu- rekendanna. Togaraeigendur í Rvík viija sýna það með togarastöðvun- inni nú, hvað félagsskapur þeirra sé sterkur, og láta atvinnurekendur út um land sjá það og finna, hversu mikils virði þeim sé að vera í sam- bandi við þá, því togaraeigendur eru pottur og panna í landssam- bandinu. Með landssamband atvinnurek- enda er þó farið eins dult og hægt er. Lög þess voru sarnin í vor af nefnd manna, þar sem í var meðal annars Kristján Karlsson, sem mælt er að muni eiga að verða aðal starfs- maður sambandsins. Tilgangur landssambands atvinnurekenda er sá, að taka höndum saman yfir alt lancfið um að lækka kaup verka- fólks og stöðva í þeim tilgangi skip og önnur þau atvirinutæki er þeir ráða yfir. Sjómenn, verkamenn og verka- konur, sem síidveiðar og síldarverk- un stunda, mega því búast við, að síldveiðiskipin verði stöðvuð eftir kröfu togaraeigenda í Reykjavík, þegar síldin kemur upp að Iandinu næsta sumar, Búast má við, að landssambandið fyrirskipi slíkt. Landssamband at- HSW NÝJA BIÓ M Mið vikudagsk völd kl. S'/s Pjofurinn Ensk kvikmynd í 8 þáttum. Likin af: Eve Gray — Pat Aherne — John Hamilton. Mynd þessi er um tvo bræð- ur, sem elska báðir sömu stúlkuna. Velur hún annan þeirra fyrir eiginmann, en hinn hefnir sín með því að gerast þjófur og koma því þannig fyrir, að bróðir hans er hegnt. — Myndin er með fallegum landslagsmyndum, enda er hún látin gerast í einu af fegurstu héruðum Englands. vinnurekenda, sem togaraeigendur í Reykjavík eru búnir að stofna í þeim eina tilgangi að lækka kaup verkafólksins. Pau eru efíirminnanleg afskiftin, sem togaraeigendur í Reykjavík hafa haft af norðlenskri útgerð. Þegar verið var að koma á lögum um Síldareinkasölu ísiands, gerðu þeir alt sem þeir gátu, bæði utan þings og innan, til þess að eyði- Ieggja, að söluskipulagi yrði komið á í síidarútveginum. Peir vildu hafa sænsku leppana, þeir vildu að síldin grotnaði niður innanlands og utan og yrði verðlaus. Peir vildu að fólkið fengi ekki kaiip sitt greilt hjá þeim, sem við síldarútveginn fengust. Þeir vildu, í einu orði

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.