Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 17.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.03.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐtJRINN sagt, að síldarútvegurinn héldist í því ófremdarástandi, sem allir norð- lenskir útgerðarmenn, sjómenn og verkafólk voru sammála um, að ekki gæti gengið. Pegar verið var að koma logum um ríkisbræðsluna á Siglufirði í gegnum þingið, beittust togaraeig- endur engu minna á móli því, að þeim, sem við síldarútveg fást, yrði hjálpað til þess að gera sér verð úr þeirri síld sem aflaðist, með því að byggja handa þeim síldarbræðslu á Norðurlandi. Pað er á þjóðar- vitorði, að togaraeigendum í Rvík var engu minna umhugað um það að norðlenskur síldarútvegur fengi ekki þá hjálp, sem honum var veitt með ríkisbræðslunni á Siglufirði, en það að eyðileggja, að skipulag það kæmist á sölu síldarinnar, sem fékst með Síldareinkasölunr.i. Eins og komið er verði á síldar- lýsi, er það eini möguleikinn til þess að gerlegt sé að gera út á síld næsta sumar, að takist að selja síld til Rússlands í stærri stíl, helst um 200 þús. tunnur. Pyrfti þá að byrja að salta síld um leið og hún byrjaði að veiðast. En fyrst og fremst þarf þá ríkið að ábyrgjast viðskiftin við Rússland eins og t. d. norska ríkið gerir. Annars er algerlega ókleyft að selja síld til Rússlands vegna hins langa gjaldfrests, sem Rússar þurfa að fá. Fyllilega má gera ráð fyrir því, að sá flokkur í þinginu, sem tog- areigendur í Reykjavík standa bak við, íhaldsflokkurinn, muni jafnt snúast gegn því að ríkið hjálpi nú til með söiu síldar til Rússlands, með ábyrgð fyrir sölunni, eins og hann hefir snúist á móti öllum öðrum opinberum endurbótum á síldarútveginum hér norðanlands, og hjálp sem þingið hefir veitt síld- arútveginum. Gamanvísnakvöld ætlar Jón Norðfjörð að halda nú í þessari viku. Verða allir brag- irnir, sem hann syngur, spányjir Meðal þess, sem hann syngur um, er voldugur bragur um sóttvarnirnar. E*ar sem óhætt má telja, að þetta sé eitt af merkustu málum þingsins, þykir rétt að birta þings- ályktunartillöguna hér í blaðinu á- samt greinargerð sem henni fylgir. Tillaga til þingsályktunar um ábyrgð ríkis- sjóðs fyrir viðskiptum við Rússland, — Flutningsmenn: Erlingur Frið- jónsson og Jón Iialdvinsson. Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina: 1. Að ábju'gjast f}’rir hönd ríkis- sjóðs greiðslu þeirra víxla, sem rússneska ríkisstjórnin hefir sam- þykkt fyrir andvirði þeirrar síld- ar sem Síldareinkasala Islands seldi til Rússlands á síðasta ári og sem nemur alls um 600 þús. íslenzkum krónum, 2. Að ábyrgjast fyrir hönd ríkis- sjóðs allt að lb% — sjötíu og fimm af hundraði — af andvirði íslenzkra vara, sem seldar verða rússnesku ríkisstjórninni á yfir- standandi ári, með allt að 12 mánaða gjaldfresti. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar skal framkvæmd þannig, að ríkissjóður íslands ábyrgist greiðslu á víxlum, sem rússneska ríkisstjórnin sam- þykkir til greiðslu. Ábyrgð ríkissjóðs skal aðeins veitt Síldareinkasölu íslands, sam- vinnufélögum og fiskisölusamlögum. Ábyrgð ríkissjóðs samkv. tillögu þessari má aldrei fara fram úr 5 milJjónum króna á árinu 1931. Greinargerð. Haustið 1927 gerðist sú nýung í verzlun íslenzku þjóðarinnar, að bein viðskifti voru hafin milli íslands og rússnesku ríkisstjórnarinna, með sölu á 25 þúsund tunnum saltsíldar, Sigurður Greipsson íþróttakennari dvelur nú um tíma við Laugaskóla til að kenna þar í- þróttir, þar á meðal glímu. Er furða mikil, hvað Eyfirðingar, og ekki síst Akureyringar, sinna lítið þessari þjóðlegu, hollu og skemti- legu íþrótt — íslensku glímunni. sem rússneska ríkisstjórnin keypti af íslenzkum útgeroarmðnnum. ]?ó sala þessara 25 þús. tn. síldar til Rússlands }rrði til þess að bjarga um V, miljón lcróna af þvi verð- mæti, sem bundið lá í síld haustið 1927, frá því að verða að engu, hefir ekki orðið framhald á sölu síldar til Rússlands f}rr en á síðasta ári, að Síldareinkasalan seldi rúss- nesku ríkisstjórninni 30 þús. tunnur saltsíldar. Meginástæðan fyrir því, að við- skiftum við Rússland hefir ekki verið haldið óslitið áfram frá árinu 1927, eru þeir miklu erfiðleikar, sem seljendum stafar af hinum fanga gjaldfresti, sem veita þarf Rússum, ef sala á að takast til þeirra. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem stafa af hinum langa gjaldfresti, hefir Síldareinkasala íslands ráðizt í að selja rússnesku ríkisstjórninni 30 þús. tn. saltsíldar á síðasta ári, og nemur það fé, sem Einkasalan á fast í þessari sölu, um 600 þús. kr. Eins og kunnugt er, hafa þjóðir þær, sem viðskifti hafa við Rússland, yfirstigið örðugleikana af hinum langa gjaldfresti með því, að hlut- aðeigandi ríkisstjórnir liafa ábyrgzt viðskiftin við Rússland gegn því, að rússneska ríkisstjórnin samþykki víxla fjrrir þeim vörum, sem hún hefir keypt. Hefir t. d. norska ríkisstjórnin samkvæmt heimild stór- þingsins ábyrgzt viðskifti Noregs við Rússland allt að 20 milj. kr, á síðasta ári. Óhætt er að fullyrða, að Síldar- einkasala íslands vænti þess fylli- lega, er hún seldi umræddar 30 þús. tn. síldar til Rússlands, að háttv. Alþingi mundi sýna sama skiining og þing annara þjóða, sem viðskifti hafa við Rússland, á því, að veita ábyrgð fyrir þeim viðskiftum. I trausti þess er fyrri hluti þessarar tillögu fram kominn. Eftir öllum horfum um verð á síldarolíu og síldarmjöli, má gera ráð fyrir því, að síldarverksmiðjur kaupi ekki síld til bræðslu nema með sára-lágu verði næsta sumar, Er það sýnilegt, að með lægra verði á bræðsJusíld en síðastl, sum-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.