Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 24.03.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 24.03.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðijrinn 3 Hér meö iilkynnist vinum og vandamönnum aö jaröarför dótt- ur okkar Kristínar Friðriku fer frain mánudaginn 30. marz, kl. 1 e.h., frá lieimili okkar Norður- götu 11. Guörún Guðmundsdóttir. Hermundur Jóhaunesson. lega verið mjög vel sótt, sem mun stafa af hinni miklu þörf á þekk- ingu i mótorvélfræði. Hafa nám- skeið Fiskifélagsins verið sótt af öllu Norðurlandi til Akureyrar, og jafnvel austan af Austfjörðum. Frá Eyjafirði og Siglufirði ganga árlega á annað hundrað mótorskip og mótorbátar, og fjöldi af svoköll- uðum »trillum«. Auk þess er tals- verð mótorbátaútgerð til beggja handa við Eyjafjörð og Siglufjörð, austur að Langanesi og vestur að Horni, svo trauðla munu vera undir 150 mótorskip og mótorbátar, sem gerð eru út á Norðurlandi árlega, og fer tala þeirra stöðugt vaxandi. Sýnir þetta meðal annars hina miklu þörf fyrir skóla norðanlands, er kenni meðferð mótorvéla. Góð skemtun. Síðastliðið laugardagskvöld var haldin skemtun í Samkomuhúsi bæj- arins til ágóða fyrir barnaskóla Ak- ureyrar. Skemtu þar börn skólans og hófst með því, að ein af ung- meyjum skólans gekk að ræðuborði og bauð gesti velkomna og skýrði hvað fram yrði borið og af hverjum. Tókst þessi byrjun svo vel, að gleði og aðdáun varð ríkjandi á hverju andliti og hélst alla skemtunina út, enda fór fiest eftir bvrjuninni. Mörg börn lásu upp og gerðu það vel og með skilningi á efninu. Svo var sungið undir stjórn Á. S., fyrst allstór flokkur og síðan ein- söngur, sem hvorttveggja tókst vel. Þá voru leiknir tveir smáleikir og síst af öllu munu gestirnir gleyma samtali tveggja drengja, þar sem annar lék sveitadreng en hinn Reykvíking. ® Fór skemtunin yfirleitt prýðilega fram og er óskandi að aðrar þess- ari líkar komi síðar. Mundi það verða meðal annars til að auka traust almennings á skólanum. Þ. Nýkomið í Verzl. ODDEYRI: Hveiti, Hafragrjón, Hrísgrjón, Sagogrjón, Hrísmjöl, Baunir, Rúgmjöl, Maísmjöl, Kartöflumjöi, Melís, Strausykur — Kaffi — Export — Brent kaffi — Kakaó — Súkkulaði — Makkarónur — Tee — Húsplads — Kúmen — Súkkat — Kúrennur — Sveskjur — Rúsínur — Purkaðir ávextir: Epi, Aprikósur og blandaða — Niðursoðnir ávextir — Niður- soðnar kjöt- og fiskbollur — Sardínur — Leverpostej — Allskonar krydd -- Sælgæti — og margt fleira. — Beztu kaupin eins vant er gera menn í ______________VERZLUN ODDE VRI. Tryggið báta. yðar hjá Vélbátasamtryggingu Eyjafjarðar. Hagkvæmari kjör en hjá nokkru öðru tryggingarfélagi. — Félags- svæðið nær yfir allar veiðistöðvar frá Siglufirði til Húsavíkur. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í Strandgötu 33, Akur- eyri. Talsími 46. Pr. Vélbátasamtrygging Eyjafjarðar. Jón Kristjansson. Ráðskonustaðan við sjúkrahúsið á Akureyri er laus frá 14. maí n.k, — Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 5. apríl. Akurejrri, 20. marz 1931. Stjórnendur Sjúkrahússins: Vilhj. Þdr. Hallgr. Davíðsson. Steiuþ. Guðinundsson. Giíting. 13. þ.m. voru, af sóknarprestinum hér í bæ, gtfin saman í hjónaband ungfrú Anna Schiöth og Ágúst Kvaran heildsali. Fór vígslan fram að heimili brúðurinnar. Var að henni lokinni haldin vegleg veisla, þar sem til voru boðnir vinir og vandamenn brúðhjónanna. Mun þar ekki hafa skort á alla prýði "óg höfðingskap, eins og þeir geta bor- ið vitni um, sem eitthvað þekkja til á heimili Schiöthshjónanna. Skyndlmatur handhægur og ódýr: hakkað kjöt, lamba- lifur, hjörtu og nýru, fæst alla daga, Kjötbúðin. 1 I.fO.f G.fT.I Sf. »Brynja« nr. 99 heldur fund annað kvöld á venju- legum stað og tíma. Verkefnanefnd- in staríar. Félagar íjölmennið. St. Ísafold-Fjallkonan nr. 1 lieldur íund á föstudagskvöld ávenju- legum stað og tíma. Félagar íjöl- mennið og mætið stundvíslega. U. M. F. A. heldur fund í kvöld á venjuleguin stað og tíma. Nýtt mál til umræðu. íhi'i?! með i!rem herbersium. IUUU eldhúsi og búri, ásamt góðri kjallarageymslu, til leigu í innbænum, frá 15. maí n.k. R.v.á. Ábyrgðarmaður: Erlingur Friðjónsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.