Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 31.03.1931, Síða 1
'sr ALÞÝÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, t’riðjudaginn 31. Mars 1931. 14. tbl. ÉlutÉgiir á nfjum fiski. Saltfisksverðið er nú orðið afar- lágt, svo tvísýnt er um að hægt verði að gera út á íiskveiðar áfram nema leitað sé nýrra ráða til þess að náð verði betra verði á fiskaf- urðum en nú er. Fullverkaður stórfiskur hefir verið seldur í vetur fyrir 70—75 kr. skippundið. Um síðustu árramót lágu í Iandinu um 130 þús. skpd. af óseldum fiski, á móti 50 þús. skpd. um næstu ára- mótá undan. Sýnir þetta, að ástand- ið með saltfisksmarkaðinn er í meira lagi óálitlegt, þegar þá líka að þess er gætt, að útflutningur á fiski lækkaði að skippundatölu um 10/o síðastliðið ár frá því sem var árið áður. Pað er því fyllilega Ijóst, að fulldjarft er að byggja af- komuvonir fiskveiðanna eingöngu á saltfisksmarkaðinum, sem eitt sinn var keyptur svo dýru verði, að veita Spánverjum undanþágu frá bann- iögum okkar. Pegar svo er komið, að samhliða geysilegu verðfalli á saltfiski, verk- uðum og óverkuðum, enn minkar útflutningur á fiskinum til stórra muna, eins og verið hefir á siðasta ári, er sýnilegt, að ekki tjáir að standa aðgerðalaus. Og hverjum myndi standa nær en Alþingi að grípa í strenginn til hjálpar öllu því fólki, sem á afkomu sína undir því, að sæmilega gangi með verð þess, er úr sjónum næst. Haraldur Guðmundsson, þingm. ísfirðinga, flytur nú á Alþingi frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að styðja að útflutningi á nýjum fiski. Er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir því, að ríkisstjórnin kaupi eða leigi skip til að koma á og halda uppi reglubundnum hrað- ferðum til útlanda með kældan eða ísvarinn fisk, frá þeim stöðum á landinu, þar sem sjómenn og út- gerðarmenn hafa með sér félags- skap með samvinnusniði um út- flutning og sölu á slíkum fiski. Fé það, sem þarf til skipakaupa og nauðsynlegra framkvæmda, er ætlast til að ríkistjórnin taki að láni. Ætl- ast er til þess í frv. Haraldar, að ríkisstjórnin setji upp söluskrifstofu og ráði mann eða menn til þess að sjá um móttöku og sölu fiskjar- ins úti og greiðslu á andvirði hans, meðan útflytjendur hafa ekki gert með sér sölusamband um alt landið. Skipaútgerð ríkisins á að hafa út- gerð þessara fiskflutningsskipa á hendi. Hún á að afla sér skýrslna um hversu mikils fisksmagns megi vænta frá hverjum stað á hverjum tíma frá íiskútflytjendafélögunum og sér að öðru leyti um útflutning fiskjarins. í vetur hafa nokkrar tilraunir ver1- ið gerðar til þess að koma ísvörð- um bátafiski til Englands. Hafa þær yfirleitt lánast vel og benda ó- tvírætt til þess, að sjálfsagt sé að halda þeim áfram og skipuleggja betur en verið hefir. Hefir þessi flutningur að talsverðu leyti verið þannig, að togarar hafa keypt fisk, t. d. í Vestmannaeyjum, og siglt með hann ísvarinn til Englands og selt hann þar. Pó gera megi ráð fyrir, að þessi sala haldi áfram, þá kemur hún ekki nema að litlu Ieyti að liði, þar sem gera má ráð fyrir, að þegar einstakir menn eða félög fást við þenna útflutning, þá sé eingöngu litið á hag þeirra, sem fiskinn kaupa til útflutningsins og þá verði aðallega eða eingöngu fluttur út fiskur frá þeim stöðum, Verkainaimafélag Aknreyrar heldur fund í Verklýðshúsinu Fimtu- daginn 2. Apríl n. k, kl. 1 e. h. FUNDAREFNI: Kauptaxti félagsins. Áríðandi að félagar fjölmenni og mæti stundvíslega. STJÓRNIN, sem skemst er að flytja hann frá til útfanda, og að fjarlægari staðir Iandsins verði þá útundan. Úr því á frv. Haraldar að bæta. Frv. Haraldar var til umræðu í neðrideild fyrir stuttu síðan. Réðust stórútgerðarmenn á móti því. Prír togaraeigendur tóku til máls og mæltu allir á móti því að nokkuð væri gert til þess að bæta úr því ástandi, sem rikir nú með fisksöl- una. Vildu þeir láta alt fljóta sof- andi að feigðarósi, eins og þeirra er vandi, sem krjúpa við fótskör hinnar frjálsu samkeppni. Ef til vill kunna einhverjir að líta svo á, að það mundi draga úr atvinnu i land', ef tækist að flytja mikið af nýjum fiski á útlendan markað, en ekki mun þörf að ótt- ast það svo mjög, þvf þó allvel takist til um útfiutning á nýjum fiski, þá er hvorttveggja, að mikið af þeim fiski, sem bestur er til út- flutnings nýr, er verðlítill saltaður, svo sem ýsa, og er því ekki kapp- kostað að veiða hana, og nú er afarmikið af óverkuðum fiski flutt út úr landinu, en sem myndi minka útflutningur á, ef sala á nýjum fiski ykist. Allar líkur eru til að það myndi ekki draga úr atvinnu í landi við

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.