Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 07.04.1931, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 07.04.1931, Qupperneq 1
I. árg. Akureyri, í’riðjudaginii 7. Apríl 1931. 15. -tbl. Útdráttnr ðr rædn Erlings Friðjónssonar, við fyrri umræðu um tillögu til þingsályktunar um ábyrgð ríkissjóðs fyrir viðskiftum við Rússland. Ég hefi orðið þess var, að sum- um mönnum eru ekki fyllilega ljós- ar ástæðumar fyrir því, að veita þarf Rússum lengri greiðslufrest á því sem þeir kaupa, en öðrum þeim, sem við íslendingar höfurn viðskifii við. En ástæðan fyrir því liggur í hinu sterka skipulagi, sem rússneska ríkisstjórnin hefir á utan- ríkisverslun sinni. Með því að hafa alla utanríkis- verslun rússnesku þjóðarinnar í síin- um höndum, getur rússneska ríkis- stjórnin komist að miklu betri við- skiftakjörum en hinir dreifðu ein- staklingar, sem meðal annara þjóða fara með verslunarmálin. Þær þjóð- ir, sem sækjast eftir viðskiftum við Rússland, bjóða langan gjaldfrest, og leiðir af því að aðrir, sem taka upp samkepni um rússneska mark- aðinn, verða að bjóða sömu kjör. Ljósasta dæmið í þessum efnum höfum við frá Norðmönnum, sem skift hafa við Rússland undanfarin ár, með 12 mánaða gjaldfresti á því sem þeir hafa selt rússnesku ríkis- stjórninni. Síðastliðið ár seldu þeir tæpar 600 þús. tunnur síldar til Rússlands fyrir 9V? miljón króna. En alls seldu Norðmenn til Rúss- Iands síðastliðið ár fyrir rúmar 20 milj. kr. allskonar vörúr, þar á með- al saltfisk og síldina, sem áður hefir verið nefnd, Norska ríkið á- býrgist 75% af þessum viðskiftum Norðmanna við Rússland, eða um 15 miljónir, gegn víxlum, sem rússneska ríkisstjórnin samþykti til greiðslu. Aldrei hefir verið jafnmikil þörf á því eins og nú, að aukinn verði markaður fyrir saltsíld okkar. Bræðslusíldarverð hefir lækkáð geysilega á síðustu árum. Mjög litlar líkur eru til þess, að útgerð- armenn treystist til að gera út á síidveiðar næsta sumar, ef ekki verður hægt að auka söltun síldar allmikið frá því sem verið hefir áð- ur, því með þeirri auknu þátttöku sem orðið hefir í síldarútveginum á síðustu árum, hefir það sern hægt hefir verið að úthluta í veiðileyfum, reynst altof lítið, þegar verð bræðslusíldarinnar hefir lækkað stór- kostlega. En meginhluti síldar hefir orðið að fara í bræðslu. Eini möguleikinn til aukins markaðar á saltsíld, er að selja til Rússlands. Það hefir einnig heyrst, að jafn- vel tvær síldarbræðslustöðvar norð- anlands myndu ekki starfa næsta sumar, og verður þá markaður fyr- ir bræðslusíld enn þrengri en áður og má þó ekki verra vera í þeim efnum, því jafnvel þó ríkisbræðsl- an á Siglufirði bættist við á síðasta sumri, þurftu skip þau, er lögðu upp í bræðslu, að bíða dögum saman, og jafnvel upp í viku, eftir því að fá afgreiðslu. Síldarútvegurinn er því í tvenns- konar hættu, bæði vegna hins lága NÝJA BIÓ Miðvikudagskvöld ki. S'/a verðs á bræðslusíld, og þess að markaður fyrir bræðslusíld verði enn þrengri næsta sumar en áður, sökum þess að sumar bræðslu- stöðvar starfi ekki. Þörfin fyrir róttækar ráðstafanir er því afarbrýn. Gera má ráð fyrir því, að hagn- aður þjóðarinnar af sölu til Rúss- lands, ef tækist að selja þangað 200 þús. tunnur síldar f ár, myndi nema allt að 1 mílj. og 700 þús. kr. fram yfir þ^ð, sem fyrir þessar 200 þús. tn- fengist, væru þær lagðar í bræðslu. Það dæmi myndi líta þannig út: Kr. 3,00 hærra verð á hrásíldartunnu en í bræðslu. Kr. 600 þús. Kr. 4,00 hærri vinnu- laun á hverja tunnu en við bræðslu — bryggjuleiga og ýmis annar kostnaður tal- inn með. Kr. 800 þús.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.