Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.04.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐtJMAÐURINN Og kr. 1,50 hærri tekjur í ríkissjóð af hverri útfiuttri síldar- tunnu, en ef síldin er lögð í bræðslu- Kr. 300 þús. Samtals kr. 1,700 þús. Tekjur ríkissjóðsins af hverri tunnu hrásíldar, sem lögð er í bræðslu, er mjög nálægt því að vera álíka miklar og innflutnings- tollur á tómtunnum og salti, sem fer til söltunar á útfluttri síld, svo hagnaður ríkissjóðsins af sölu síld- ar til Rússlands myndi því nema útflutuingsgjaldinu, sem nú er á hverri útfluitri síldartunnu, sem er kr. 1,50 á tunnu. Fyrsta sala, sem farið hefir fram til Rússlands héðan frá landi er það, þegar útgerðarmenn seldu rússnesku stjórninni 25 þús. tunn- ur saltsíldar haustið 1927. Pað ár voru saltáðar og sérverkaðar um 240 þús. tunnur síldar, sem var langtum meira en hægt var að selja. Var sumt af þeirri síld sett vorið 1928 í bræðslu hér á landi, ensumt var selt utanlands fyrir afarlágt verð. Er því hægt að fullyrða, að þessi sala til Rússlands haustið 1927 hafi bjargað um % miljón af því verðmæti, sem í síldina var komið sumarið 1927. Þessi síld var seld gegn 9 mán- aða víxlum, svo síldareigendur fengu hana greidda áður en lagt var út í síldarútgerð sumarið 1928, og kom þá að góðu liði til rekst- ursins það sumar. Nú hefir Síldareinkasala íslands orðið að selja þær 30 þús. tunnur síldar, er hún seldi rússnesku stjórninni síðastliðið ár, með 12 mánaða greiðslufresti. Eru nálægt 30% af verði hrásíldarinnar, sem söltuð var í fyrra, bundin í þessari sölu, og veldur það, sem eðlilegt er, síldareigendum, útgerðarmönn- um og sjómönnum afarmikilla erfið- leika, og enn meiri erfiðleika enár- ið 1927, þar sem greiðslufrestur er nú 3 mánuðum lengri en þá. Er því brýn nauðsyn að ríkið hlaupi hér undir oagga og gangi íábyrgð fyrir þeim víxlum, sem rússneska ríkisstjórnin hefir samþykt fyrir þessari síld, sem Einkasalan seldi henni í fyrra. En vissa er fyrir, að þá er hægt að selja víxlana og losa með því það fé, sem síldar- eigendur eiga þar búndið. Raddir hafa heyrst um það, að ástæðulaust hafi verið að selja þess- ar 30 þús. tn. síldar til Rússlands, því vel hafi verið hægt að selja þá síld á sænskum markaði. En slík- ar raddir eru bygðar á ókunnug- leika. Full vissa er fyrir því, að hefðu umræddar 30 þús. tunnur síldar verið boðnar til sölu í Sví- þjóð, hefði það tvímælalaust lækk- að síldarverðið þar til stórra muna. Um síðustu áramót lágu í land- inu 126,819 skpd. af fyrra árs fiski, en um áramótin 1929 og 1930 voru fiskbirgðirnar ekki nema 52,690 skpd. og undanfarin áramót hafa fisk- byrgðirnar verið 50—60 þús. skpd. Þessar geysilega miklu fiskbyrgð- ir fram yfir það, sem áður hefir verið, sýna, að ástandið með fisk- verslun vora er í meira lagi ískyggi- legt. Og ef til vill er það óálitleg- ast í þessari verslun, að hún (fisk- verslunin) hefir reynst meir en 10% minni árið 1930 að skippundatölu en árið á undan, þrátt fyrir mikið lækkandi söiuverð. Sýnir þetta, að hefjast verður handa um sölu á þeim miklu fiskbyrgðum, sem liggja í landinu. Blöðin hér hafa einnig skýrt frá því, að sendur hafi verið, af bönkum og fiskseljendum, mað- ur til Rússlands í þeim erindum, að leitast fyrir um sölu fiskjar í Rússlandi. Eigi sala að komast á, á fiski þeim, er nú liggur í Iand- inu og sala á síld í stærri stíi, er ókleyft að framkvæma hana án þess að ríkið gangi þar í ábyrgð, eins og ráð er fyrir gert í þingsályktun- artillögunni. Fordæmi er fyrir því, að ríkið hlaupi undir bagga þegar erfiðleik- ar steðja að atvinnuvegi lands- manna, og þarf ekki lengra að leita en til þingsins í fyrra til að finna slíkt fordæmi, Þá var ríkisstjórn- inni heimilað með sérstökum lög- um að ábyrgjast alt að einnar miljónar króna rekstrarlán fyrir út- gerðarmenn hér sunnanlands á vetrarvertíðinni. Nú er það ekki nokkur hluti landsins, sem njóta myndi hags af ábyrgð ríkissjóðs fyrir viöskiftum við Rússland, held- ur allir þeir, sem síldveiðar stunda. og þeir sem nú eiga óseldan fisk í landinu- ráðning forstöðumanns o.fi. húsinu viðvíkjandi í framtíðinni, var til með- ferðar á síðasta bæjarstjórnarfundi. Hafði húsið verið auglýst laust til umsóknar, því Björn Ásgeirsson hafði sagt upp leigu á því frá 14. Maí n.k. Ein umsókn (umsókn frú Jónu Jónsdóttur) kom fram áður en ákveðinn umsóknarfrestur var út- runninn. En mörgum dögum sfðar komu íram tvær umsóknir; önnur frá frú Jónínu Dúadóttur, hinn frá. Eggert Ól. Eiríkssyni; sjálfsagt báð- ar samdar eftir að vitnast hafði hvað fyrsti umsækjandinn bauð í húsið, og báðar íram komnar að undirlagi húsnefndarinnar. Tók húsnefndin allar umsóknirnar gildar og mælti meö báðuin þeim, er ólöglega voru fram komnar, Þegar á fund kom, bar Böðvar Bjarkan fram tillögu um að vísa málinu aftur til nefndarinnar og láta áuglýsa húsið að nýju, þar sem málið væri þannig undirbúið, en bæjarstjórn feldi þá tillögu, og árétt- aði á þann hátt dónahátt húsnefnd- arinnar gagnvart þeim eina umsækj- enda, sem að réttu lagi hefði átt að koma til greina. Fór nú bæjar- stjórnin að bítast um ólöglegu um- sækjendurna og mátti eklci um tíma sjá, hver hreppa mundi hnossið. — Fóru þó svo leikar að írú Jónínu Dúadóttur var veitt húsið. ]?essu næst var feld tillaga um það að þórður Guðmundsson }-rði fram- vegis umsjénarmaður í húsinu fyrir bæjarins hönd. Hefur Þórður gegnt þessu umsjónarmannsstarfi í mörg ár með sérstakri trúmensku og sam- viskusemi. Er hann nú rekinn út tír húsinu, og næsta ólíklegi að jafningi hans komi í hans stað. Að endingu var húsmálið kórón- að með því að fela bæjarstjóra að.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.