Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 18.04.1931, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 18.04.1931, Qupperneq 1
I. árg. Akureyri, Laugardaginn lö Apríl 1931. 17. tbl. Stjórnmálaf rétíir. í síðasta blaði var þess getið, að vantraust á ríkisstjórnina hefði átt að koma til umræðu í sameinuðu þingi á Þriðjudaginn var. Þegar á þann fund kom flutti forsætisráð- herra þingheimi þann konungsboð- skap, að þing væri rofið og nýjar kosningar skyldu fram fara 12. júní n. k. Væri þingstörfum þar með hætt og sæti stjórnin' sem bráða- birgðastjórn fram yíir kosningarnar. Andstöðuflokkar stjórnarinnar tóku þessum málalokum fjarri, og kröfð- ust þess, að þinginu vrði haldið á- fram þar til gengið yrði frá fjárlög- unum fyrir næsta ár. Einnig kröfð- ust þeir þess, að stjórnin segði taf- arlaust af sér. Stjóxmin þverskallað- ist við að fara frá, en var þó kom- in svo langt á Fimtudag, að hún bauð að fjármálaráðherra og déms- málaráðherra færu frá, en foringjar fiokkanna kröfðust að stjórnin segði öll af sér. Forsætisráðherra bygði beiðni sína til konungs um þingrofið á því, að stjórnin væri orðin í minnihluta í þinginu, en hins vegar ómögulegt fyrir andstöðuflokkana að mynda pólitíska stjórn. Og í öðru lagi á því, að nú væru stórmál til með- fei'ðar í þinginu, svo sem breyting- ar á kjördæmaskipun o. fl. sem nauðsynlegt væri að leggja undir dóm þjóðaiúnnar með nýjum kosn- ingum, áður en þau væru lengra á veg komin. Andstöðuflokkar stjórn- arinnar halda því aftur fram að þeir geti myndað stjórn og það sé óforsvaranlegt að Skilja við þing- málin eins og þeim er nú komið — og stjórnarskrárbrot að rjúfa þing áður en fjárlög hafa verið samþykt. Deila lögfræðingarnir um það hvort þingrofið hafi verið stjói'narskrár- brot eða ekkí. Eru þær greinar stjórnarskrárinnar, sem snerta þetta atriði, birtar á öðrum stað í blaðinu. í gær sendu þingmenn íhaldsins konungi skeyti þar sem þeir skor- uðu á hann að kalla saman þing aftur og veita ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar lausn, og tilkyntu jafnframt að þeir væru reiðubúnir að mynda stjórn. í öðru lagi sendu þingmenn Alþýðuflokksins skeyti til konungs og skoruðu á hann að veita gamla ráðunej'tinu lausn og kalla saman þing aftur tafarlaust, til að klára fjárlögin og ýms mikilvæg atvinnumál er biðu bráðrar úrlausn- ar. Þá kváðu þeir sig reiðubúna að benda á leið til að mynda nýja stjórn. Svar konungs kom í gær. Kvaðst hann, áður en ákvörðun yrði tekin um þessi mál, leita frekari upplýsinga hjá foi'sætisráðherra. Eftir þessu er nú beðið. Allir þing- menn eru enn í Reykjavík og sitja sem fastast. Þingrofið. Greinar þær í stjórnarskrá íslands, sem segja fyrir um þingrof, og lög- menn sj^ðra deila nú txm, eru svo- hljóðandi: 18. gr. »Konungur stefnir saman Alþingi ár hvert og ákveður hvenær því skuli slitið. Þinginu má eigi slfta fvr en fjárlög eru samþykt. Ivon- ungur getur og kvatt Alþingi til aukafundar.« 20. gr. »Konungur getur rofið Alþingi, og skal þá stofna til nýrra kosninga áður en tveir mánuðir eru liðnfr frá því, er það var rofið, en Alþingi stefnt saman eigi síðar en 8 mánuð- um eftir að það var rofið.« Dagskrá Rikisútvarpsins 19,—21. Apríl 1931. Sunnudagur 19. Apríl. Kl. 14 Messa í Dómkirkjunni. Kl. 19,30 Veðurfregnir. Kl. 19,35 Upplestur, síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 20 Óákveðið. Kl. 20,10 Einsöngur, Guðrún Ágústsdóttir. Kl. 20,30 Erindi, Helgi Eiríksson. Kl 20,50 Óákveðið. Kl. 21 Fréttir, Kl. 21,20 Hljómleikar. Mánudaginn 20, Apríl. Kl, 19,25 Hljómleikar. 19,30 Veður- fregnir. 19,35 Upplestur. 19,50 Hljóm- leikar, alþýðulög. Kl. 20 Enska I. fl. 20,20 Hljómleikar, alþýðulög. 20,30 Er- indi, Guðm. Hannesson próf. 20,50 Óá- kveðið, 21 Fréttir. 21,20 Hljómleikar. Priðjudagur 21, Apríl. Kl. 19,25 Hljómleikar. 19,30 Veður- fregnir. 19,35 Erindi. 19,50 Óákveðið. 20 Þýska 1. fl. 20,20 Hljómleikar. 21 Fréttir. 21,20 Erindi. Sig. Nordal. Innflúensan. Einn 'nílúensu-sjúklingur var með Islandi hingað. Má búast við að fleiri farþegar hafi verið með veikina, þó rólfærir væru, og hafi borið hana hér í land. Vegna forfalla verður ekkert af kvöldskemtun þeirri, sem Hjúkrunar- féiagið Hlif ætlaði að hafa í Sam- komuhúsinu í kvöld. Nokkrar óeyrðir hafa verið í Reykja- vík undanfarna daga, vegna hinna stjórnmálalegu atburða er þar hafa átt sér stað. Hjá vandræðum hefir þó verið stýrt enn sem komið er. Kósakkaflokkurinn söng hér tvisvar f gærkvöld við ágæta aðsókn og rmkta hrifningu áheyrenda. getur fengið at- vinnu á póst- húsinu frá 14. Maí. Eiginhandar umsóknir leggist í póstkassann fyrir 25, Apríl.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.