Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 18.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 18.04.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 Ekkert Jvöttaefni jafnast á viS Flik-Flak < & S Fæst alstaðar. Frá Landssímanum. Frá 1. þ.m. má senda næturloftskeyti á mæltu máli til íslenzkra skipa og frá þeim fyrir helming venjulegs gjalds, eða 20 aura fyrir orðið. •— Minnsta gjald kr. 2,00 fyrir skeytið auk skipsgjalds ef nokkuð er. Skeytin verða aðeins send á tímabilinu frá kl. 23—6. Akureyri, 10. Apríl 1931. Símastjórinn. mikill hugur muni fyigja máli hjá íhaldsforingjum, þegar þeir tala um að vinna á móti óstjórn og sukki í fjármálum þjóðarinnar og krefjast »gleggri reikningsskila«, því segja má að óstjórn og sukk hafi verið við flestar stoinanir, sem íhaldið réði yfir meðan það var við völd. Við vín- verslunina skulduðu stór hluti útsölu- mannanna, og er hér eitt sýnithorn; í Hafnarfirði tapaðist á útsölumann- inum (Böðvari Böðvarssyni) 20—30 þús. kr. Á lyfsalanum í Stykkishólmi (Christensen) töpuðust 26 þús. krónur. Lyfsalinn á Eyrarbakka (Petersen) skuldaði 15 þúsund krónur, en það tapaðist ekki alt, því upp í það voru til 350 krónur! Vill Morgunblaðið ekki reikna út fyrir þá, sem sátu lands- fundinn, hvað tapið hafi þá verið mikið? Á útsölumanninum á Siglu- ftrði (Helga Hafliðasyni) sem var góður íhaldsmaður eins og hinir, tapaðist ekki neitt. Pað er ad segja, vínverslunin tapaði engu, af því að Framsóknarstjórnin heimtaði með mik- illi frekju skuld Helga borgaða og fékk það, en tapið, sem bankarnir (og þar með landið) að lokum fékk á Helga varð bara þeim mun stærra. Pað er ósköp gott að muna tölua, sem tapaðist á Helga. Abraham fór með 318 manns, þegar hann fór að bjarga Lot, og kom með þá alia aftur — en Helgi fór með 418 þúsundir króna við að bjarga sjálfum sér, og tortýndi öllu. Pað er ekki af neinni persónulegri áreitni við Helga að mér verður á að spyrja: Hvað mörg af þessum 418 þúsundum, sem land- ið tapaði þarna, fóru til þess að styrkja kosningasjóði íhaldsins og til útgáfu íhaldsblaða? Margur mun nú spyrja : Hvernig tapaðist þetta fé úr áfeng- isverslun ríkisins? Og hvernig gátu t. d. þessir tveir útlendu lyfsalar farið með fjöritíu þúsundir af fé þjóðar- innar á þennan hátt? Svarið er: Framúrskarandi óstjórn og sukk í fjármálum meðan íhaldið var við völd. Fæstir verkamenn gera sér grein fyrir, hvað 40 þúsundir eru. En fyrir þetta, sem tapaðist á þessum tveim lyfsölum og útsölumanninum í Hafnar- firði mætti byggja utan um 7 — 8 verkamannafjölskyldur. Pað er líka meira en helmingur þess, sem þyrfti til þess að byggja gott hús utan um einhverja menningarstofnun okkar, t. d. Alþýðnbókasafnið eða Náltúrugripa- safnið. Myndu menn ekki verða sleinhissa, ef menn einhvern sumardagsmorgun, þegar komið væri á fætur, sæu krónu- peningana liggja í Bakarabrekkunni svo þétt, að 2 — 3 lægju við hvert skref, sem tekið væri alla leið upp fyrir hús Óla norska? — Myndu menn ekki verða steinhissa á kæru-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.