Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 21.04.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 21.04.1931, Blaðsíða 1
URINN arg. Akureyri, J'riðjudaginn 21. Apríl 1931. 18. íbl roarmr Framsóknarmenn hafa það mjög við orð þessa dagana, að jafnaðar- menn á Alþingi fallist í faðma við íhaldið og sé það ekki litill Ijóður á ráði þeirra. Það er næsta kátlegt að heyra Framsóknarmenn halda þessu á lofti, því þetta er alt annað en meðmæii með Framsókn. Alþýðuflokksfullírúarnir eru róttæk- asti flokkurinn í þinginu. Að hann getur ekki lengur haft samvinnu við Framsókn á þingi og er orðinn samherji fhaldsins í nokkrum mál- um, sannar það eitt, að Framsókn •er orðin enn afiurhaldssamari en sjálfur íhaldsflokkur þingsins. Annars er rétt að geta hér að nokkru hversvegna jafnaðarmenn á þingi hafa sagt Framsóknarstjórn- inni upp hlutleysinu, og starfa nú að því, að þingi sé haldið áfram — ásamt með íhaldinu. Frá því að þing kom saman í vetur hefir samvinna milli jafnaðar- manna og Framsóknar verið ærið misbrestasöm- Það hefir litið svo ut sem Framsóknarþingmennirnir, margir hverjir, teidu það heilaga skyldu sína að gera ekkert til gagns á þessu þingi. Peir vildu ekki láta landið ábyrgjast viðskifti við Rússa. Þeir vildu ekki hækka kaup verka- manna við ríkissjóðsvinnu. Þeir vildu ekki að ríkið ábyrgðist Sogs- virkjunina. Þeir vildu ekki að kjör- dæmaskipuninni yrði breytt í rétt- látara horf. Framsóknarstjórnin vildi ekki veita meira fé til veð- deildarinnar, svo hægt væri að lána það til bygginga nýrri og hollari húsa handa almenningi. Hún vildi «nga verkamannabústaði. Það var því sýnilegt snemma á þinginu, að jafnaðarmenn myndu verða að segja stjórninni upp hlutleysi sínu — gætu ekki staðið við að hafa þann flpkk við völd í landinu, sem svo gersamlega styngi fótum við í öllum mestu framfaramálum, er þingið hafði til meðferðar. Og alt frá því að Framsókn var með í því að fella frumvarp Alþýðuílokks- manna um greiðslu verkakaups við ríkissjóðsvinnu, var það ekki nema nokkurra daga spursmál, hvenær þeír segðu hlutleysinu upp. Þeir höfðu í öndverðu látið Framsókn hlutlausa um stjórnarmyndun, af því að hún var í þá tíð skárri en Ihaldið, en þegar hún var orðin því Iakari, var tilefni hlutleysisins úr sögunni. Framsókn á því sök á slitum á samvinnu við jafnaðar- menn, en jafnaðarmenn ekki. Þess vegna ætti Framsókn sem minst að tala um þessi mál. Ýmsir liggja Alþýðuflokksþing- mönnunum á hálsi fyrir að hafa samvinnu við íhaldið um áframhald þingsins, þegar þeir ekki gátu leng- ur lofað Framsókn að sitja að völdum. Engan þarf að undra svo mjög á þessu, þegar litast er um á þjóðarbúinu, eins og Framsókn ætlaði að skilja við það, er stjórnin rauf þing. Öllu sóðalegri viðskiln- að getur ekki. Fjárlög lítt á veg komin, engum af málum þeim, er bráðastrar úrlausnar biðu, komið fyrir á sæmilegan hátt. Lands- málin geta ekki verið meira í kalda- koli, en stjórnin ætlar að skilja við þau í. Sérstaklega snerti þetta þó atvinnumálin illa. Nú fer starfs- og fjáraflatími þjóðarinnar í hönd. — Hvílíkan hnekki afkoma lands- manna hlyti að bíða, ef þingið hætti störfum nú, má giska sér til. Vér skulum t. d. taka síldarútveginn, NYJA BIO Miðvikudags- og Fimtudagskvöld kl. S'/s Skinettirsknr Hrífandi fögur, þýsk kvikmynd. Sumardaginn fyrsía kl. 5: Konuslægð. Alliýbusýniiig. sem er þriðji stærsti þáttur í at- vinnulífi þjóðarinnar. Eins og sakir standa er og verður hann í kaldakoli í sumar, ef þingið ekki veitir aðstöðu til viðskifta við Rússa. Svo mætti fleira telja- Það þarf því engan að undra þóað Alþýðuflokksfulltrúarnir, sem komnir eru til þings til að vinna þjóðinni gagn, séu ófúsir að halda heim frá öðru eins sóðabæli og þingið er nú, án þess að taka þar til eins og með þarf. Þá þykir það og synd á herðum jafnaðarmannanna á þingi, að ætla að mynda stjórn með íhaldinu. — Þeir eru nú einu sinni þeim ömur- legu örlögum háðir, aðvera neydd- ir til að taka aðstöðu til stjórnar, hver flokkurinn, sem starfar að stjórnarmyndun- Hingað til hafa þeir verið bakhjallur Framsóknar í þinginu, meðan hún var skárri en íhaldið, en þegar íhaldið er orðið skárra, eru vistaskiftin eðlileg, fyrst ekki er hægt að komast hjá að vera viðriðinn stjórnarmyndun. Þó er sá munur á aðstöðunni nú og

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.