Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 28.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 28.04.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðdma ðupjnn ingnm. Risu þeir >stéttwí§.u« Jþ£, upp og sögðu þetta sviksémi "Við' verkalýðinn. Stjórnin samdi nú samt við Hjalta og komst að mun betri samningum en Einar Olgeirs- son hefði átt kost á. í*egar sam- þykkja skyldi samningana á félags- fundi, var svo mikill hiti í þeim »stéttvísu«, að þeir settu sig ekki niður ailan fundinn, en óðu aflur og fram um salinn. Samningarnir voru samþyktir með fárra atkvæða mun, gegn atkv, kommúnistanna. jÁ fundinum játuðu þeir, að stjórnin hefði náð þeim bestu samningum, sem hægt væri; að Hjalti gæti jengið menn fyrir lægra kaup, en $amningarnir ákváðu, og af tunnu- Smíði myndi ekki verða, nema liðk- áð væri til með kaupgjald. Og þegar þeir voru spurðir hvaða ráð tjil úrlausnar þeir hefðu fram að fjytja, kváðust þeir engin hafa. Þeir voru bara á móti þessu og greiddu atkvæði eftir því. Sumir úr komm- únista-»sellunni« urðu samt manna fyrstir til að ráða sig í verksmiðj- únni fyrir samnisgskaupið. En svo kom hvalrekinn mikli, sem kostað heíir »Verkam « margar og feitar fyrirsagnir og stryk. — Unglingur, sem er félagi í Verka- mannafélaginu, ræður sig til vinnu í verksmiðju Hjalta Espholins fyrir 45 aura tímakaup. Gerði Hjalti það fyrir eftirgangsmuni drengsins og föður hans, án þess að vita að hann var í félaginu, að taka hann fyrir þetta kaup, því hann ætlaði aðeins að hafa fullorðna menn í verksmiðjunni. Drengurinn vissi ofur vel að hann braut taxta Verka- mannafél. með þessu, og faðir hans, sem eftir sögn er meðlimur komm- únista-»sellunnar« hér, vissi þetta lika, og lagði að Hjalta að taka drenginn fyrir þetta kaup. Hvor- ugur íeðganna lét stjórn Verkam,- félagsins nokkuð vita um þetta. — Þegar svo búið er að vinna um 3,ja vikna tíma í verksm. og tvær útborganir hafa farið fram, koma þeir »stéttvísu« til félagsins og til- kynna, að taxti sé brotinn á drengnum, og rétt á eftir hóf »Verka- maðurinn* upp raust sína. Hvers vegna var máli þessu ekki hreift fyr en þetta? Uvers vegna Jdöguðu þeír »stéttvísu« ekki; fyrir félags- stjórninni strax eftir fyrstu útborg- un í verksmiðjunni, því það er sann- að, að þá strax vissu þeir um hvað kaup drengsins var? Við því er ekki nema eitt svar. Þeir hylmuðu yfir taxtabrotið með drengnum og föður hans, þar til þeir töldu heppi- legt að reyna að gera h v e 11 út af málinu. Stjórn Verkam.félagsins samdi við Hjalta um þetta mál — Varð að samkomulagi, að við svo búið væri látið standa til Mars-loka, en eftir það fengi drengurinn sama kaup og aðrir >óvanir« í verksm., 85 aura á tímann yfir Apríl-mánuð og 1 krónu eftir það, og drengur- inn hefði vinnuna svo lengi sem hún stæði. Uetta kallar »Verkam.« að stjórnin níðist á félagsmanni. Alþm. skýtur því undir dóm almenn- ings, hvort drengurinn — eins og alt var í pottinn búið frá hans hálfu — haíi getað átt von á betri út- komu en þetta. Og þetta hefir engin áhrif á kaupgjald í verksmiðj- unni, eða annarsstaðar í bænum. En- framkoma hinna »stéttvísu« »verklýðsvina« sem stýra penna »Verkam.« og athöfnum kommún- istanna er næsta lærdómsrík. Ueir hylma yfir taxtaborot í félaginu. Og í umræðum um málið, mæla þeir upp í mönnum að brjóta taxta fél- agsins; — hafa ekkert út á það að setja að umræddur unglingur braut taxtann til að komast inn á vinnuna — heimta bara af stjórn Verkam.- félagsins að hún afhendi honum ó- skarðan hlut eftir á. V erðlauni hann fyrir taxtabrotið. Slík er rétt- sýnin og heilbrigðin í' félagsmálum í herbúðum »sellunnar«. Og þegar ennfremur er á það litið, að full líkindi eru til að þetta brotamál sé halið og undirbúið af kommúnistum sjálfum, til að afla sér »púðurs« í í Verkamannafélaginu, sést enn betur hvílíkir þrifagemlingar þeir eru í verklýðshreifingunni. (Meira.) Guðbrandur ísberg lögfr. er ákveð- inn frambjóðandi íhaldsins hér í bænum við alþingiskosningarnar 12, Júní næstk. Pegar síðasta blað fór í press- una, var ófrétt um~ svar konungs við skeytum andstöðuflokka stjórn- arinnar. En þá um daginn kom svarið og var á þá leið, að Jónasi Jónssyni og Einari Árnasyni væri veitt lausn íir ríkisráðuneytinu, en Sigurður Kristinsson framkvæmda- stjóri skipaður atvinnumálaráðherra. Skyldi forsætisráðherra gegna öllum öðrum störfum ráðuneytisins. Þing- rofið stæði. Pannig hefir konungs- valdið gengið á móti þingmeirihlut- anurn og í lið með minnihlutavald- inu- Eru það sjálfsagt laun fyrir hve Framsókn, og þó sérstaklega »Tíminn«, hefir flaðrað upp að kon- ungsvaldinu undanfarið. Mætti nú svo fara að íhaldið hafi þreifað nógu vel á því, hversu heillavæn- legt það er að halda í konunginn,. jafnvel þó sambandsslií yrðu við Dani. Hafa jafnaðarmenn haldið hinu rétta fram í því máli, sem öðr- um, að ísland þurfi að' losna vifr hinn erlenda konung, og það sem fyrst. Kosningaundirbúningur er þegar hafinn. Pingmennirnir eru á leið heim í kjördæmin. Erlingur Friðjónsson kemur með Dfotningmnni á Fimtudaginn. Verkamannafélagið safnar atvinnu- leysisskýrslum Laugard.,- Sunnud,- og, Mánudag n. k. kl. 3 — 8 e.h. í Verka- lýðshúsinu. Verkafólk, iðnaðarmenn og sjómenn eiga þar að gefa skýrslu um, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á tímabilinu frá 1. Febr. til 1. Maí þ.á., þótt þeir hafi máske atvinnu nú, er skráningin fer fram. Ætti fólk ekki að láta hjá liða að láta skiásetja sig. 17. þ.m. lögðu þeir Guðm. Skarp- háðinsson skólastjóri á Siglufirði og H. Torvö íþróttakennari afstað gangandi suður á fjöll. Fóru þeir fram úr Skagatirðí og ætluðu skemstu leið suður yfir. Höfðu þeir með sér skíði, sleða, tjald og nesti til 10 daga. Á Miðvikudaginn komu þeir til bygða sunnan við hálendið. Höfðu fengið slæma ferð á fjöllunum, en voru annars hinir hressustu eftir ferð- ina. —

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.