Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.05.1931, Blaðsíða 2
AUÞÝÐUMAÐURINN auðvelt að lofa Framsóknarstjórn- inni hlutleysi. Jafnaðarmenn gátu því setið hjá og horft á þessa tvo flokka eiqast við í þinginu án þess að hafast nokkuð að. Framsókn var einfær um að verjast vantrausti frá íhaldinu af því að hún hafði 3 þingmönnum fleira í þinginu en það, en hefði Ihaldinu aftur á móti komið til hugar að mynda stjórn, þá hefðu Framsóknarþingmennirnir getað velt henni fyrirvaralaust. I þeim kosningum, sem nú standa fyrir dyrum, er sýnilegt að barátta stærri flokkanna verður um það, hvers um sig, að ná hreinum meirihluta, og ef það tekst ekki, að verða þá sá sterkari í þinginu- Aðstaða jafnaðarmanna í þinginu getur tæpiega orðið önnur en sú, að Iáta Framsókn og íhald eigast við um stjórnarmyndun upp úr kosningunum og koma þar hvergi nærri, og ieiðir þá að sjálfu sér, að sá flokkurinn, sem fjölmennari verður að þingmannatölu, myndi stjórn. Forsætisráðherra Tiyggvi Pór- hallsson hefir haldið því mjög á Iofti í ræðu og riti, að kosningarn- ar 1927 hafi sýnt það að jafnaðar- tnenn og Framsóknarmenn ættu að standa saman móti íhaldsflokknum í þinginu, og viil með því sanna að jafnaðarmannaþingmennirnir hafi þar brugðist sínum kjósendum með því að segja upp hlutleysi við Framsóknarstjómina. Til þess að þessi ályktun forsætisráðherrans geti staðist, hefði flokkur ráðherr- ans oröið að halda jafn ákveðinni andstöðu gegn íhaldinu í þinginu eftir kosningarnar 1927 eins og hann gerði meðan flokkur hans var í minnihluta og í andstöðu við stjórn Jóns Porlákssonar fram að kosningunum 1927. En það mun allra mál að flokkur táðherr- ans hafi ekki gjört það, og skal þó engu um það spáð að hann ¦geíi ekki bætt ráð sitt í þessum efnum í framtíðinni, ef straurnur sá utan af landinu, sem velti íhalds- stjórninni 1927, nær að hafa þau betrandi áhrif á þingflokk ráðherr- ans, er komi honum aftur á réttan ðr bæ og byoð. Á fyrra Sunnudag lést í Kaup- mannanöfn ungfrú Hólmfríður Sig- valdadóttir Þorsteinssonar kaupmanns hér í bænum, mesta myndarstúlka á tvítugsaldri. Banamein hennar voru berklai. Geysir kvaddi veturiun með söng í Samkomuhúsinu síðasía vetrarkvö'd. Var söngurinn s'gætlega sóttur, enda stóð meira til en vant var. Geysung- um e,- n.I. farið að leiðast karll/fið og höfðu smalað saman um 25 blóma- rósum bæjsrins og gert þær samstiltar sár — í söng. Söng þessi blandaði kór þriðjung söngskrárinnar. Kórið söng aftur næsta Sunnudagskv. við góða aðsókn. Hjónabönd. Ekkjufrú Vilhe'mina Sigurðardóttir ogjónas Pór verksmiðju- stjóri. Ungfrú Ingibjörg Halldórsdótt- ir Magnús B|arnason smiður. Ungfrú Laufey Lilliendahl símamær og Einar Pálsson bankaritari á Sflfossi. Rauðakrossdeildm bér fékk sjúkra- bifreið með »Drotningunn:« síðast.— Tekur hún einn sjúkling í rúm og einn farþega auk bifreiðarstjóra. Maður slasaðist í tunnuverksmiðju Hjalta Espbólíns á Miðvikudaginn var. Misti tvo fingur hægri handar. Hanra heitir Geir Geirmundsson. Árla morguns síðasta Fimtudags lagði varðskipið »Óðinn« í Græn- landsleiðangur, og hafði með aðra flugvélina. Átti »Óðinn« að flytja fluguna vestur að ísnum og bíða hennar þar, meðan hún flygi inn yfir Grænlandsjökla og svipaðist eftir ensk- um leiðangursmönnum, er þar eru taldir i hættu staddir. Átti flugan að láta falla niður til þeirra matvæli og fl. ef hún fyndi þá og gefa skýrslu um hvar þeir væru staddír. Var leiðangurinn hafinn eftir beiðni ensku stjórnarinnar. Ferðin gekk vel vestur í fsinn. Veður var hið besta, og fult útht fyrir góðan árangur af ferð- inni. En þegar allt var búið til flngs- ins inn yfir jökulinn, var hætt við alt saman og »Óðinn« snéri heimleiðis og kom til Reykjavíkur kl. 8 í gær- morgun. Kom sú fregn á u'ndan' honum að flugan hefði bilað, en það mun ekki rétt vera, he'dur hafi deila er upp kom milli fararstjórans og flugmannsins, valdið því, að heim var snúið. A Sunnudagsnóttina var, réri mót- orbáturinn »íslendingurc frá Eyrar- bakka. Er hann hafði lagt línuna silgdi hann undir Krísuvjkurbjörg og lá þar, því þar var betra veður en úti. En svo óheppilega vildi til, að bátur- inn tór upp á sker og brotnað'. — Komust sk'pverjar — fjónr — nauð- lega upp í bjargið og héldust þar við í. 12 tíma, er mótorbátur, er þar fór frsm hjá, tók eftr þeim 04 bjarg- aði pi'w. Gagnfræðaskólanum verður sagt upp á Laugardagskvöldið kemur. Stjórnmálaræðurnar hófust í gær- kvöldi og stóðu yfir í þrjá tíma. — Ræðumenn voru Jón Baldvinsson, Tryggvi Pórhallsson oí Jón Porláks- son. Ræðumar halda afram í kvöld og annað kvöd. I kvöld byrjar Framsókn, svo Ihaldið og Alþýðu- flokl<urinn síðast. Um ræðumenn hefir ekki verið getið. Björgvin Guðmundsson tónskáld og söngstjóri í Winnipeg er væntan- legur hingað til bæjarins til dvalar. Er hann ráðinn söngkennari við skól- ana hér. Ætti þetta að verða ærinn fengur fyrir sónglífið í bænum, því Björgvin er þegar orðinn dáður tón- listamaður. Kaupdeila á fsafirðí. Á almennum verklýðsfundi á ísa- firði 26. Apríl s.l. var samþ. taxti fyrir verklýðsfélögin þar. Hefur kaup verið frcmur lágt á ísafirði, og er ekki enn nema kr. 1.20 á kl.sf. í dag- vinnu fyrir karlmenn samkvæmt þess- um nýja taxta, og eftirvmna og helgi- dagavinna ekki nema kr. 2,00 á kl. st. Kolavinna og uppskipun á salti er þó kr. 0,40 hærri en þetta. Aftur á móti befur kaup kvenna verið bækkað mik- ið í tímavinnu og er nú, eftir þessum nýja taxta ísafirðinga, kr. 0,85 á. kl.st. í dagvinnu, en akkorð á fiskþvotti er la'gt og ekki nema kr. 0,50 á 50 kg. vigt af stórfiski pg kr. 0,42 á 50 kg. vigt af vorði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.