Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.05.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 12.05.1931, Blaðsíða 1
ALÞYÐ UMAÐU RIN I. árg. Akureyri, í3riðjudaginn 12 Maí 1931. 22. tbl. Verklýðsvinir. Umhyggja „Verkamannsins“ fyrir Verkamannafélagi Akureyrar. (Niðurl.) Þess var getið fyr í grein þessari, að kommúnistaklíkan í Verkamanna- félaginu ætti bágt með að hlíða sið- aðra manna fundarreglum. Þetta á að vísu ekki við eldri menn >klík- unnar«, því enn er ekki búið að níða úr þeim virðingu fyrir sam- tökum og samkomum verkalýðsins. Þeir sitja því kyrrir í sætum sínum á fundum félagsins, eins og siðaðir menn. En það er yngri lyðurinn sem á bágt með að vera kyr. Það er eitt atriði á baráttuskránni, að berjast á móti áhriíum gætnari manna verklýðshreyfingarinnar í verkl}'ðsfélögum. Þetta atriði fram- kvæma kommúnistarnir víðast hvar á þann hátt, að spilla friði fundanna. Hefir þetta gengið svo langt í »Dagsbrún< í Reykjavík, að félagið hefir neyðst til að reka foringja ó- róaseggjanna úr félaginu. Hér fram- kvæma hinir ungu »stéttvísu<, »á- hugasömu<, »efnilegu< »framtíðar- drottnar* verklýðshreyfingarinnar atriðið með því að reyna að setja skrælingjasvip á fundina, og leitast við að vekja óbeit gætnari manna á þeim. Þeir geta aldrei setið kyrrir stundu lengur. Eru á sífeldu rápi um salinn og í hvíslingum hver við annan. Hópa sig saman fram við dyr og kjatta hálfhátt hver upp { annan. Fara út nokkrir saman, halda klíkufundi, koma svo inn aft- ur, dreifa sér um salinn og byrja á kvíslingum við þá, sem þeir þora að »leggja í<. Þetta er hið »skipu- lagða« »baráttustarf«, sem »komm- únistasellan< rekur á fundum félags- ins. Að nokkur kommúnistinn leggi nokkurntíma það til félagsmála, sem félaginu megi að gugni verða, kem- ur ekki fyrir, enda virðast þeir allir jafn áhugalausir fjrrir félags- málunum. Þó hér hafi aðeins verið drepið.á tvö mál, er ekki svo að skilja, að fieira sé ekki til. En þetta nægir til að sýna þeim sem ókunnugir eru hve einlægir þeir verklýðsvinir eru, sem skipa »kommúnistaselluna« hér á staðnum og hversu þeim fer það vel að spila engla á vettvangi verk- lýðsmálanna. Hér hefir verið hlífst við að telja upp öll þau axarsköft sem þeir hafa fengið félagið til að gera, og reynt að fá það til að gera, og hnekt hafa áliti félagsins að miklum mun. Síðar verður máske tekin til með- ferðar hér í blaðinu stjórn komm- únistanna á Verklýöshúsinu og framkoma þeirra gagnvart verk- lýðsfélögunum í sambandi við það. Skæðadrífa. Hræddir við skuggann sinn. Kommúnistar eru nú sem óðast að skýra frá frambjóflendum sínum við næstu þingkosningar, en það ein- kennilega skeður, að álstaðar, þar sem þeir geta, fara þeir f felur með fram- bjóðendurna, á bak við eitthvað ann- að en kommúnismann. T. d. er hér í Eyjafjarnarsýslu og Suður-fmgeyjar- sýslu látið svo heita að Verklýðssam- band Norðurlands bjóði fram, en ekki Kommúnistaflokkur íslands, sem þó hefir látið allmikið yfir fylgi sínu hér norðurfrá. Hér á Akureyri er talið svo, sem N Ý A B I O Miðviku- og Fimiu- dagskvöld ki. S'/i fullfrúaráð verklýðsfélaganna bjóði Einar Olgeirsson fram, þó slíkt ráð sé raunverulega ekki til. En þó er öllum vitanlegt að flokksstjórn komm- únista í Reykjavík hefir ákveðið að Einar Olgeirsson skyldi verða í kjöri hér fyrir flokk þeirra. Kommúnista- flokkur íslands er rúmlega 5 mánaða gamall, og á þessum fimm mánuðum hafa forsprakkar hans lært þó svo mikið af öllu sínu vitleysisbrölti, að þeir þora ekki að nefna það á nafn, að minsta kosti ekki hér Norðanlands, að flokkurinn eigi nokkurn frambjóð- anda við þingkosningarnar næst. — íhaldið þurfti þó nokkur ár til þess að sannfærast um að nafnið íhald væri ekki sigurvænlegt við þingkosn- ingar og kasta nafninu, en komm- únistarnir virðast öllu bráðþroskaðri en íhaldið í því að hræðast nafnið sitt og fela 9Íg á bak við eitthvað annað, sem ekki er jafn óvinsælt hjá þjóðinni. í bobba. íhaldið hefir gefið út ávaip lil

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.