Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 12.05.1931, Blaðsíða 2
alÞyðumaðorinn íslensku þjóðarinnar um stefnu þess og vilja í sambandsmálinu. Nú man það alþjóð, að íhaldið hefir þrásinnls lýst sig fylgjandi kon- ungssambandi viö Danmörk, jafn- vel þó öllu öðru væri slitið milli tíkjanna. En svo rak það sig á það, að Framsóknarsjjórnin gat notað sér konungsvaldið til að stríða íhaldinu þegar verst gegndi. íhald- ið er því nauðbeygt til að vera á móti konginum, þegar Framsókn getur haft gagn af honum, og hefir það því lýst yfir, að það vilji vinna að því, að gera konung óskaðlegan. Er íhaldið þarna statt í hinum mesta bobba. Það er konungholt, eins og alt annað íhald, og hugsar sem svo að gott geti verið að grípa til konungsvaldsins, sér íhag, en alveg sé ótækt að Framsókn njóti sömu hlunninda. Því lætur það nú þann boðskap úí ganga — og heyri það allur lýður — að íhaldið vilji takmarka svo vald konungs á íslandi, að Framsókn geti ekkert gott af því haft, jafnvel þó það verði að kosta það, að í- haldið verði að sitja að sama aski. »SæIir eru lítillátir.* Yfirlýsin; Við undirritaðir lýsum því hér með yfir, að við teljum okkur ekki á nokkurn hátt bundna við undir- skriftir okkar sem stillendur Einars Olgeirssonar, þar sem okkur var skýrt svo frá af manni þeim er safnaði stillendum fyrir E. Ó, að Erlingur Friðjónsson yrði ekki í kjöii við þingkosningarnar 12. Júní n. k., og gerðumst við stillendur E. O. í þeirri trú. En nú er okk- ur kunnugt um að rangt hefir verið skýit fiá þessu. Akureyri 11. iVIaí 1031. Bjarni Pálsson. Krabbastig 2. Gestur Bjarnason, Krabbastíg 2, Eins og sést á þessari yfirlýs- ingu þeirra feðganna, Bjarna Páls- sonar og Gests Bjarnasonar, hefir þeim verið talin trú um það, að Erlingur Friðjónsson yrði ekki í kjöri við næstu Alþingiskosningar fyrir Akureyrarkjöidæmi og í þeiiri trú gerst stillendur Einars Olgeirs- sonar. Sannast hér það, sem »AI- þýðumaðurinn« gat um á Laugar- daginn, og frést hefir víða að úr bænum, að þeir menn, sem gengu út meðal verkafólks til þess að safna stillendum handa Einari Ol- geirssyni, hafa gint fólk til þess að lofa Einari Olgeirssyni fylgi með því að bera út þennan þvætt- ing, að Eiliegur yrði ekki í kjöri En þessi söguburður kommúnist- anna er þó vitanlega ekki nema einn lítill þáftur í skröksögum þeirra um Alþýðuflokksmenn, og vitanlega ekki gert í þeim tilgangi að mannskemma, eins og megin- hluti þeirrar iðju er leynt og ljóst- En þetta dæmi ætti að gera verka- fólk varkárara í að trúa söguburði kommúnistanna um þá menn, sem framarlega standa í verklýðshieif- ingunni og sem kommúnistarnir á alla lund bera lognum sökum, í trausti þess að ekki komist upp um þá, en einhverjir verða til að trúa óhióðrinum. Þegar þeir feðgar vissu um fram- boð Erlings Friðjónssonar, fóru þeir á skrifstofu bæjarfógetans hér og æfluðu að strika nöln sín út af stillendalista Einars Olgeirssonar, en fógetinn taldi að hann gæti ekki leyft að nöfnin yrðu strikuð út- En eigi verður séð að hann hafi heldur haft rétt til að banna það. Þegar að mönnum er logið mun hvorki yfirvald eða aðrir menn geta aftrað mönnum frá að lý-a fyrirlitningu sinni á slíku, með við- eigandi framkvæmd, þó hún væri sú að strika nafn sitt út af still- endalista. En það hafði fógetinn mælt, að enginn niaður væru bund- inn við að kjósa þann sem hefði fengið stuðning manns á þennan hátt, og er sjálfsagt að menn og konur minnist þessa á kjöidegi, og láti lygaiðju piltunganna, sem ráku stillendaveiðar E. O- eins og hér hefir verið lýsi, bera þann lýra ávöxt, sem hún verðskuldar. Sparkað í Líndal. Sigurði geflð langt nef. Fram undir 20 ár hafa þeir Björn Líndal og Sig. Ein. Hlíðar dýral. verið' aðalkraftur íhaldsins hér i bæ. Meðan flokkur sá var vonlaus um þingsæti í bænum var Sigurður sjálfkjörinn til þess, fyrir flokksins hönd, að falla við kosningarnar hér í bæ, í trausti þess, að síðar kynni að renna upp vonargeisli um sigur. Þegar svo flokkur þessi vann hér þingsæti 1923, mun það hafa verið mál allra kunnugra manna, að enginn anhar en annarhvor þeiira Björns eða Sigurðar myndi hafa getað unnið þingsæti fyrir íhaldið þá, þó álitamál hefði verið um það, hver þeirra væri líklegri til þess. Eins og kunnugt er, var Björn þá sendur af íhaldinu á þing fyrir kjördæmið hér, en Sigurður sat heima. Nú þegar telja má von um að íhaldið geti unnið þingsæti hér, vegna sundrungar í andstöðu- flokkum þess, munu flestir, er um þjóðmál hugsa, hafa talið það nokkurnvegin víst, að annarhvor hinna reyndu frumheija íhaldsins hér í bæ, Líndal eða Sigurður, nytu þess trausts og þakklætis hjá flokknum fyrir starf þeirra fyrir hann, að annarhvor þeirra yiði boðinn fiam fyrir flokkinn. En önnur reynd hefir orðið á þessu. Mörgum, sem á horfa, mun hafa þótt það eðlilegt, að Sigurður hefði verið látinn fara nú, fyrst hann sat heima árið 1923, þegar Líndal var kosinn, svo báðum hefði verið gert jafnt undir höfði. Ekki þarf að minna á það, því öllum hér um slóðir hlýtur að vera það minnis- stætí, að í hvtrt sinn sem íhalds- flokkurinn hér hefir þurft að hafast eitthvað að, þó ekki hafi verið nema að halda fund, hefir Líndal veiið sóttur til að standa fyrir lið- inu með Sigurði, og sýnir það best hvað flokkurinn er máttlaus ef þess- ara manna nýtur ekki við. Nú er svo komið, að hvorugur þessara rnanna kemur til greina, þegar að valinn er maður til þess að vera í kjöri fyiir flokksins hönd

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.