Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 12.05.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 12.05.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn nú við þessar kosningar. Líndal hefir verlð sama stoð íhaldsflokks- ins hér í vetur eins og að undan- förnu. Fiokkurinn, og félög innan fiokksins, hafa leitað styrks hjá honum í raunum sinum, þegar í- haldið hefur þurft að hafa opinbera fundi, eða ungmennin í flokknum hafa þurft að fá fyrirlesara. Pað er því greinilega sparkað í Líndal með þvl að stinga honum aftur fyrir annan lítið þektan mann, og sem ekkert hefur gert fyrir flokkinn hér, þegar þingmannsefnið er valið fyr- ir hann. Sigurður Hlíðar hefir ver- ið utanlands í vetur. Hann var á heimleið frá útlöndum þegar þing- mannsefni íhaldsins var valið hér. Sigurður fær því langt nef á móti sér þegar hann er á heimleið til sinna gömlu, OÓÐU flokksbræðra, sem hann er búinn að verja kiöft- um sínum fyrir uppundir 20 ár. Svona ástúðlegt er þakklæti í- haldsins til Líndals og Sigurðar! fyrir langt starf í þágu flokksins. Kjósahdi. ðr bas og bygð. 1. Maí var fiskafli landsins, frá áramótum, orðinn 219,201 skipp., en var 257,882 skipp. á sama tíma í fyrra. Fiskaflinn yfir Aprílmánuð var 141 þús. skipp. og hefir aldrei fyrri komið svo mikill afli á land á einum mánuði. Landsleikmót hefst í Reykjavík 17. Júní n. k. Íslandsglíma verður háð 2.1. Júní og knattspyrnumót 7. Júlí. Stórstúkuþing heíst í Reykja- vík 30. Túní n. k. Skipaferðir. ísland á að koma á Fimtudaginn, Esja að austan á Föstudaginn og Dettifoss að sunnan á Laugardaginn. Stjórnmálaumræðurnar héldu á- fram á þriðju- og miðvikudagskvöld- ið, eins og til stóð. Á Þriðjudags- kvöldið töluðu Eysteinn Jónsson skattstjóri, Ólafur Thors framkv.stj. og Stefán Jóh. Stefánsson lögmaður. Kvensokkar Mikil verðlækkun á 600 pörum af kvensokkum úr baðmuli og silki. Irr • °’50 ~ ^00 “ ^25 “ 2’00 v ero Kr.. 2,50 — 2,90 - 3,25. — Notið tækifærið. — HRAI XS-V KRSLI \. PÁLL SIGURGEIRSSON ) ) ) ) ) ) Eysteinn fyrir Framsókn, Thors fyrir íhaldið og Stefán fyrir Al- þýðuflokkinn. Einnig fékk Jónas Jónsson, fyrv. ráðherra, lánaðan hluta af ræðutíma Eysteins og not- aði hann til að skamma Ólaf Thors. Á miðvikudagskvöldið töluðu fyrir íhaldsins hönd Magnús Jónsson guð- fræöiprófessor og Sig. l'ggerz al- þingismaðnr. Ólafur Friðriksson rit- stjóri fyrir hönd Alþýðuflokksins og Jónas Jónsson fyrv. ráðherra fyrir hönd Framsóknar. Einnig talaði þá Brynjólfur Bjarnarson kennari fyrir hönd Kommúnistaflokks íslands. Flestar voru ræðurnar prúðar, en lítið annars á þeim að græða. — Ráeða St. Jóh. Stefánssonar bar af þeim öllum. f'eir kaupendur Alþýðumannsins, sem hafa bústaðaskifti nú um kross- messuna, eru beðnir að tilkynna það afgreiðslunni nú þegar, svo þeir fái blaðið reglulega framvegis. Gagnfræðaskóla Akureyrar var sagt upp á Laugardagskvöldið. 33 nemendur luku prófi upp í annan bekk. 30 nemendur luku prófi í iðndeildinni; þar af 9 burtfararprófi. Tveir iðnnemar, er útskrifuðust, hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi lausn á sérstökum prófefnum. Heita þeir. Aðalsteinn Þórarinnsson og Pétur Aðalsteinsson. Skólastjóri flutti langa og ítarlega ræðu um hlutverk alþýðuskóla og viðhorf mentamála með þjóöinni. Hannes J. Magnússon kennari ætl- ar að hafa sumar skóla fyrir börn í sumar og byrjar hann 20. þ. m. Aðvörun. Vegna fyrirsjáanlegs atvinnuleysis hér í bænum, í vor og sumar, þá viljum vér vara verkafólk við að koma hingað í atvinnuleit, nema að ráðfæra sig fyrst við ráðningarskrif- stofu verkalýðsfélaganna hér á staðn- um. Siglufirði 9. Maí 1931. Stjörn Verkamannalélags Siglnfjarðar Sá sem hirt hefur gólftepp- ið, sem hvarf af svölun- um á Hótel Gullfoss í vikunni sem leið, er vinsamlega beðinn að skila því á hótelið aftur, gegn góðum fundarlaunum. Freífsa og Riklingur kom með Súðinni í Versl. Esju. Vegöfóður mikið úrval — nýkomið til Halígrims málara.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.