Alþýðumaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Alþýðumaðurinn - 19.05.1931, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 19.05.1931, Qupperneq 1
ALÞYÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 19. Maí 1931. 24. tbl. Hvað ftefir unnist? Við þingkosningarnar 1927 gengu Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurnn fram með það sameig- inlega áhugamál, að ganga milli bols og höfuðs á íhaldinu, sem farið hafði með völd í landinu næstu fjögur ár á undan. Báðir þessir flokkar, Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn, munu hafaverið sannfærðir um það, að í höndum íhaldsins væri fram- tið þjóðarinnar í háska. Vald fhalds- ins yfir atvinnuvegum þjóðarinnar og yfirráð þess á peningastofnun- um landsins væri háski, sem fram- sæknari flokkarnir í landinu þyrftu að forða þjóðinni frá ef auðið væri. Að sjálfsögðu hefir þessum tveim- ur andstöðuflokkum íhaldsins verið það Ijóst, að þó þeir ættu það á- hugamál sameiginlegt að yfirbuga íhaldið, þá myndu leiðir skilja á ýmsum sviðum þegar til starfs kæmi á þingi. Alþýðuflokkurinn er hraðstígur umbótafiokkur, sem líturá hag allra landsmanna, bæði til sveita, kaup- staða og sjáfarþorpa, en Framsókn- arflokkurinn ernánast sagt. umbóta- flokkur fyrir landbúnaðinn, en á erfiðara með að sjá hinar sterku þarfir kaupstaða og sjáfarþorpa, sem leiðir af örum vexti hvoru- tveggja. Pó hér sé bent á tvennskonar aðstöðu umbótaflokkanna í þinginu, þá var þegar hægt að vita það fyr- ir að þessir flokkar myndu aðallega vinna saman á þinginu eftir kosn- ingar 1927, af því að frekar myndi samstarf eiga sér stað milli þeirra en íhaldsins annarsvegar og ann- ars hvors umbótaflokksins hinsvegar. Árið 1927 var óreiðan í sjávarút- veginum búin að stofna til land- auðnar í tveim kaupstöðum lands- ins, Akureyri og ísafirði. Pað hlaut því að verða fyrsta krafan, sem Al- þýðuflokkurinn beitti sér fyrir að gerð yrði á þinginu 1928, að þess- um kaupstöðum yrði veitt sú hjálp afhendi þess opinbera að þeir réttu i.VÍð. Alþýðuflokkurinn á ísafirði hafði framkvæmt þann undirbúning und- ir viðreisn kaupstaðarins, sem byggja mátti ofan á, ef aðstoð þingsins fengist til þess. Fiokkur atvinnurekendanna í þinginu. íhalds- flokkurinn, sem horft höfðu á sam- herja sína nausta skipin á ísafirði yfir hábjargræðistímann, vildi enga hjálp veita. En umbótaflokkur land- búnaðarins skildi þörf þessa, af atvinnurekendunum niðurnídda kaupstaðar, og Ijet undan kröfum Alþýðufulltrúanna um að ve'tt yrði hjálp til þess að koma upp sam- vinnufélagsskap sjómanna og verka- fólksins. Sögu þess samvinnufélags þarf ekki að segja hér. Ffún er of kunn til þess að efi sé á það dreg- inn, að þessi samvinnufélagsskapur hafi bjargað ísafjarðarkaupstað frá algerðu hruni. Sama niðurlæingin í atvinnuveg- unum ríkti hér á Akureyri 1927 eins og á ísafirði. Óreiðan í síldarútveginum hafði bakað lánsstofnunum og verslun- um, sem hjálpað höfðu útgerðinni, það tjón, að sýnilegt var að sumar þessar lánsstofnanir myndu ekki rísa undir. Hafði þessi óreiða í síld- arútvegnum hér átt sinn þátt í tapi bankaútibúanna, sem þegar er kom- ið í ljós á útibúi íslandsbarika með nálega 7s miljón króna tapi, sem mest mun stafa frá óreiðu í síldar- M N Ý A BIÓ 'MM Miðvikudagskvöldkl. 8*/a BICCHI eða ástareyjan. í aðalhlutverkunum: Claude France, Pierre Battchieff, Mistinguett og Thérésa Kolb. Myndin er hin glæslegasta og »lífiö æfinlýr*. útveginum fyrir 1928, að síldarsal- an var skipulögð. — Verkamenn fengu ekki kaup sitf greitt og sjó- menn urðu að ganga að veðum í skipum þeim, sem þeir höfðu verið á og krefja inn kaup sitt með þeirri lagavernd, sem þeim er veitt, og urðu þó að ganga frá án þess að fá sitt greitt. Jafnvel þeir menn, sem aldrei höfðu viljað siá eða skilja mátt samtaka eða aðstoð þess opinbera, eins og Björn Líndal á Svalbarði og einstaka menn aðrir úr liði at- vinnurekenda, voru farnir að leita til þingsins um aðstoð til að rétta við hinn fallna útveg hér Norðan Iands. En andúð íhaldsins í þing- inú og utan þings var svo sterk móti öllum bjargráðum fyrir út veginn hér, að ekki varð rönd við reist- Samhliða kröfunni um að ísafjarð- kaupstaður yrði reistur úr því kalda- koli, sem hann var kominn í fyrir ráðleysi og ólán þeirra, sem ráöið

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.