Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 1
DRINN I. árg. Akureyri, Laugardaginn 23 Maí 1931. 25. tbl. Hvðð hefir unnisl? Niðurlag. Upp úr þeirri alhliða viðreisn síldarútvegsins hér Norðanlands, sem varð með stofnun Síidareinka- sölu Islands, hafa myndast hrær- ingar meðal veikalýðsins, sem leitt hafa af sér, hér Norðanlands, hags- bætur fyrir hann, eða munu leiða það af sér, ef réttilega er á haldið. Er hér meðal annars átt við stofn- un Samvinnufélags Siómanna hér á Akureyri, sem tók til starfa í fyrra og stofnun samskonar félagsskap- ar á Siglufirði, sem mun taka til starfa innan skams, ef það er ekki þegar byrjað. Óhætí er að fullyrða, að hug- myndin um að sjómenn hafi sam- vinnufélagssksp um rekstur sjávar- útvegs hér norðanlands á mesja stoð í skipulagi því, sem sett er á síldarútveginn með lögum um Síldareinkusölu íslands, því slíkur fálagsskapur myndi verða að leggja framtíðarvonir sínar að miklu leyti í afkomu síldarútvegsins, eftir þeirri reynslu, sem fengin er um rekstur sjávarútvegs hér á landi á undan- förnum árum, með skipum af þeirri gerð, sem þessi félagsskapur hygst að nota til útgerðarinnar. Á grundvelli þess skipulags, sem myndað er með Síldareinkasölunni, hefir verið stofnað hér í bæ 'Sölt- unarfélag verkalýðsins<, sem starf að hefir bæði hér á Akureyri í tvö sumur og á Siglufirði síðastl. sum- ar. Fyrsta starfsár þessa félags- skapar hér á Akureyri gekk vel und- ir stjórn Steinþórs Guðmundssonari og Hkt má segja um starfsemi fél- agsins á Siglufirði, undir stjórn Sigfúsar Baldvinssonar, að öðru leyti er því, að félagið varð fyrir á- falli vegna skemda á bryggju er það hafði á leigu þar, sem nam talsverðri upphæð, er félagið varð að greiða vegna skemdanna, en skilaði þó nokkrum hagnaði frá söltuninni á Siglufirði. Pó starfsemi Söltunarfélagsins hafi gengið í handaskolum hér á Akureyri síðastl, sumar, bæði hvað skemd á síld snertir, og að sú söltunarstöð skilar sama og engum hagnaði þrátt fyrir lægri bryggju- leigu en nokkursstaðar annarsstað- ar á Akureyri, þá hefir reynslan frá fyrra ári Söltunarfélagsins hér og frá starfsemi þess á Siglufirði í fyrra, sýnt, að þar sem stjórn á vinnunni er í lagi, er viss hagnað- ur af söltunarstarfsemi, ef söltun er ekki því minni. Enda mun sölt- unarfélagið vera búið að sjá þetta og mun ekki ætla að hafa Björn Grímsson aðalmann við söltunina hér í sumar, eins og hann var í fyrra. Söltunarfélag verkalýðsins er einnig stofnað á Siglufirði, og hygst það að taka til starfa nú í sumar. Tunnugerð sú, sem rekin hefir verið hér undanfarna vetur, og mjög hefir færst í aukana upp á síðkastið, er afleiðing af því skipu- Iagi, sem sett er með Síldareinka- sölulögunum. Hefir þessi tunnu- gerð ekki einasta verið rekin hér á Akureyri, heldur og á Siglufirði, þó í smærri stíl hafi verið- Enginn vísir var til að tunnugerð hér eða á Siglufirði, sem að nokkru var nýtur, fyr en eftir að Síldareinka- salan tók til starfa. Stafaði þetta. eins og fleira, af þeirri óreiðu, sem rfkti um söltun og sölu síldarinnar fram að árinu 1928, að Einkasalan WBM nýa bió ¦ERjg Annar í Hvítasunnu kl. 5 og 8Vg e. h. I Á II Á h h i h a. í aðalhlutverkinu: Mona Mártensen. Ágæt mynd, er hvervetna hefir verið geysilega mikið sótt. Hljómsveit Bemburgs spilar undir sýningunni. Tryggið yður aðgöngumiða í tíma. tók við. En svo snögg breyting heíir orðið á þessu á þeim þrem árum sem Einkssalan hefir starfað, að nú er í vetur smíðaður Vs hlut- inn af öllum þeim tunnum sem nota þarf undir útflutta síld árlega, og er smíði þetta eingöngu fram- kvæmt hér á Akureyri og á Siglu- firði. — Mun það vera nálægt 100 þús. kr, sem á þessum eina vetri og vori fæst í vinnulaun af tunnugerinni á báðum þessum stöðum. Eins og frá var skýrt í fyrrihluta þessarar greinar, hefir íhaldsflokk- urinn á Alþingi beitt sér á móti öllum þeim hagsbótum fyrir verka- lýðinn hér norðanlands og vestan, sem fengist hafa á síðasta kiör- tímabili, og nefndar hafa verið í þessari grein. íhaldsflokkurinn í þinginu hefir beitt sér á móti því að Samvinnufél. ísfirðinga yrði veitt

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.