Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 2
2 ALÍ'ÝÐUMAÐURINN aðstoð til þess að reisa ísafjarðar- kaupstað við úr þeirri niðurlæging sem ’nann var kominn í, atvinnu- lega séð, 1928, þegar það félag tók til starfa- íhaldsflokkurinn hefir beitt sér á móti því skipulagi á síldarútvegin- um, sem leitt hefir af sér að verka- fólk og sjómenn hafa fengið kaup sitt greitt fyrir þá vinnu, sem það hefir lagt í þenna útveg síðan Síldareinkasalan tók til starfa- Pað hefir beitt sér á móti því skipulagi á síldarútvegnum, sem gefið hefir sjómönnum kjark til þess að stofna samvinnufélag um reksíur sjávarútvegs bæði hér á Akureyri og á Siglufirði, þar sem sjómennirnir eru sínir eigin hús- bændur. Það hefir beitt sér á móti því skipulagi á sölu og söltun síldar innar, sem skapað hefir verkafólki- aðstöðu til að taka söltunina í sínar hendur og vera þar sínir eigin húsbændur, og þar sem stjórn hefir verið í lagi við þessa starfsemi verkalýðsins, hefir hann haft hærra kaup en annarsstaðar við sömu vinnu. íhaldið hefir einnig beitt sér á móti því skipulagi á sölu síldarinn- ar, sem skapað hefir þá aðstöðu, að hér á Akureyri og á Siglufirði hefir verið komið upp tunnugerð í stórwm stíl, sem skapað hefir stór- feldar atvinnubætur í vetur og vor, á báðum þessum stöðum, og hlut- fallslega við mannfjölda mikið meiri atvinnubætur en nokkursstað- ar annarsstaðar á landinu hafa ver- ið framkvæmdar með tilliti til at- vinnuleysis þess, er þjáð hefir verka- lýðinn síðastl. vetur hér á landi. Hér að framan hefir verið bent á allmargar hagsbætur, sem verkalýðurinn hér um slóðir hefir fengið síðastl. kjörtímabil, sem hann hefir átt fulltrúa á þingi, og 'eins og sýnt hefir verið fram á, hefir íhaldsflokkurinn í þinginu beitt sér á móti öllum þessum hagsbótum. Komist íhaldsflokkurinn í meirihluta á næsta þingi, er vissa fyrir að hann kippir grundvellinum undan þeim hagsbótum verkalýðsins, sern hér hafa verið nefndar. Hann mun annaðhvort leggja Síldareinkasölu íslands niður, eða gera hana að hring atvinnurekendanna á móti verkalýðnum. Samvinnufélög sjó manna munu þá ekki njóta neinn- ar sérstakrar aðstöðu með útgerð sína. Söltunarfélag verkalýðsins mun þá ekki heldur þurfa að hrósa sambúðinni við atvinnurekendurna, því það er alveg gefið að útgerð- armennirnir munu þá ekki láta taka af sér síldina og fá hana í hendur Söltunarfélagi verkalýðsins. Enginn þarf heldur að gera ráð fyrir því, að hér verði rekin tunnu- gerð í stórum stíl, ef atvinnurek- endur ná öllum tökum á síldarút- veg'num og sölu síldarinnar, því þá myndi skorta samtök og vilia til að hafa slíka tunnugerð, af því þeir myndu engan hag hafa sjálfir af því. Tunnurnar ekkert ódýrari en erlendar tunnur. Útgerðarmenn- irnir myndu einnig fá samherja sína í þinginu til að láta fá sér í hendur Síldarbræðslustöð ríkisiðs á Siglufirði svo þeir væru einráðir um verð bræðslusíldarinnar. — Á undanförnum þingum hafa síldar- bræðslueigendur lagt mikið kapp á að eyðileggja, fyrst, að Síldar- bræðsla ríkisins var byggð, og fá hana í hendur til yfirráða. Þegar á það er litið, sem sagt er hér að framan, hlýtur það að vekja alimikla undrun þeirra, sem á horfa, að sjá þær aðfarir komm- únista, að berjast nú um með hnú- um og hnefum í þeim eina tilgangi, við þessar næstu þingkosningar, að hjálpa fhaldinu til þess að komast í meirihluta á næsta þingi, svo það geti framkvæmt þá ósk sína, að eyðileggja það sem unnist hefur á síðasta kjörtímabili verkalýðnum til hagsbóta. Vissa er fyrir því, að framboð kommúnistanna í Reykjavík muni hafa þau áhrif að sjómennirnir munu missa fulltrúa sinn úr þing- inu, og hér á Akureyri getur fram- boð kommúnistanna ekki haft aðrar afleiðingar en þær, að auka þá úlf- úð sem þeir hafa að undanförnu verið að skapa innan Alþýðuflokks- ins hér með sínu fyrirhyggjulausa brölti, og óhróðri um þá menn, sem mest hafa fyrir flokkinn unn- ið, því vitanlega er það vonlaust, að Einar Olgeirsson eða nokkur annar kommúnisti geti orðið þing- maður fyrir Akureyri, nú eða síðar, því þegar verkalýðurinn hefir reynt sviguhögg íhaldsins, sem færst h'efir í aukana fyrir tilverknað kommúnistanna, mun hann gefa þeim piltum maklega ráðningu fyrir framferði þeirra og hjálp við versta andstæðinginn. Loks hefir Síldareiknasölunni tek- ist að selja Rússavíxlana og verður farið að borga út hlut sjómanna og útgerðarmanna nú uppúr hátíðinni. Nánar um þetta í ÍMðjudagsblaðinu. Bæjarskömm. Bærinn hefr vérið þrifaður til nú fyrir hátíðina, eftir því sem föng eru til. Utlit hans hefir stórum bantað. En íhaldið virðist ekki vera þrifnara en vatn er. f*að hefir sett á fót kosningaskrifstofu í Strandgötu 11 og hefir límt á gluggarúðurnar feikn af blaðaúrklippum. Það er nú út af fyrir sig, hátíðarstíllinn á þessu les- máli, en að þessu er mesta óprýði, sem ekki á að líðast við aðalgötu bæjarins, Er þess að vænta að vfir- völd bæjarins, sem fyrirskipað hafa almenna bæjarhreinsun í tilefni af Hvítasunnuhátíðinni, sjái um að þessi óþverri sé tekinn frá augum bæjar- búa, rétt yfir hátíðina. Húsmæður, á kaffipökkunum, sem þið eigið að kaupa, því þeir eru frá KAFFIBRENSLIT ÁKUREYRAR. Fást í öllum velbyrgum verslunum. Peningar tapaðir Peningar fundnir. Uppl gefur Axel Ásgeirsson,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.