Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn 3 V erklýðsmál. Vinnudeilunni á Isafirði lauk með því, að samið var við atvinnurekend- ur um lítilsháttar lækkun á nokkrum liðum kauptaxla Veiklýðsfélagsins, en í aðaldráttum hafði verkalýðurinn fram ktöfur sínar. Hér á Akureyri er að draga til deilu milli Verkakvennaté- Iagsins »Einingc og fiskverkunar- manna. Og þar sem síðasti »Verkam.« flutti heilmikinn blekkingavaðal um þetta mál, þykir »Alþýðum.» rétt að fara um það nokkrum orðum, þó málið sé enn ekki komið lengra en það áleiðis, að ekki er séð hve mikill hluti félagsins stendur með taxtanum. Sl. vetur stofnuðu ísl. atvinnurek- endur með sér félagasamband, sem átti að styrkja þá í kaupdeilum við verkalýðinn. Verkalýðsfélögin, sem sljórnað er af hygnum mönnum, sáu þegar, að hér var sterkari óvinur að koma fram á baráttusviðið, en áður hafði verið við að etja. Og þar sem féiögunum hafði víðast hvar tekist á undanförnum atvinnuárum að fá kaup- verkalýðsins hækkað allverulega, bjugg- ust þau flest til varnarstöðu, að halda því, sem fengið var. F*ó sóttu þau á á því sviði, að fá vinnudaginn stytt- ann, og hefir tekist það, þar sem á- 'hersla var á það lögð. Verkalýðurinn virtist sætta sig mjög vel við þessa ráðabreytni, en kom- munistarnir í verkalýðsfelögunum síður. Þótt blöð þeirra útmáli með öllum þeim slagorðum og stórum og marg- földum fyrirsögnum, sem ritstjórar blaðanna. geta upphugsað, og öllum þeim feitu strikum sem prentsmiðj- urnar hafa umráð yfir, hvílíkir kreppu- tfmar séu fyrir höndum, atvinnuleysi, hungur, landauðn, hafa þeir aldrei séð eins heppilegan tíma og nú til að hækka kaupið, stytta vinnutímann og heimta aukin fríðindi verkalýðnum til handa Verkalýðurinn lagði eyrun lítt við þessu bulli, en kommunist- arnir neyttu aðstöðu sinnar í þeim tveim verklýðsfélögum hér nyrðra, sem þeir hafa tögl og hagldir í, til að fram- kvæma hugsjónir sínar. Pessi tvö fé- lög eru Verkakvennafélagið »Ósk« á Siglnfirði og Verkakvennafélaglð »Ein- ing« hér í bænum, A Siglufirði dró til deilu milli bátaútgerðaimanna og félagsins, út af kaupi línustúlkna. Tap- aði félagið málinu, því línustúlkurnar stóðu ekki með því. Þegar mestur var hamagangurinn á kommunistunum hér í vetur, sópuðu þeir inn í verkakvennafélagið búðar- stúlkum úr félagi ungra kommunista, konum, sem aldrei ganga að dag- launavinnu, og jafnvel sjúklingum, til að tryggja sér yfirráðin í félaginu. Kunnu eldri konur felagsins þessu miður og þótti félagið alt annað en gæfulegt og liklegt til signrvænlegra starfa, og hættu ymsar að sækja fundi. Þegar að því kom að ákveða kaup taxta, vildu gætnari konur félagsins fylkja sér um gamla kauptaxtann og reyna að halda honum. En þeim »stéttvísu« þótti það alt of gamaldags, og samþyktu hækkandi kaup og stytt- an vinnutíma. Pað skal strax tekið fram, að kröfur félagsins eru lægri en kröfur verkakvenna víða í landinu og alls ekki ósanngjarnar, en aðstaða fé- lagsins er svo, vegna aðgerða kom- munistanna, að það er afar illa stætt að leggja út í kaupdeilu. Þetta hafa líka fiskverkendur séð og notað sér, því þeir hafa nú auglýst vinnutaxta, sem gengur svo Iangt á rétt vinnukvenn- anna, að bœnum er fvlsta vansæmd að. Standa að taxta þessum allir fisk- verkendur í baenum, aðrir en Kaupfé- lag Verkamanna. Stjórn Verkakvenna- félagsins hefir snúið sér til stjórnar verkamannafélagsms um aðstoð í kaup- deilu þeirri, sem fyrir höndum er. Hafa stjórnendur beggja félaganna verið á fundi saman og er verkakvennafé- lagið að undirbúa málið frá sinni hálfu. Má búast við að eitthvað gerist í málinn upp úr hátíðinni, ef verka- kvennafélagjð stendur í stöðu sinni eins og því ber. Stendur sjálfsagt ekki á verkamanna- íélaginu að styðja konurnar að skyn- samlegri úrlausn þessa máls, en mun ófúst að hlaupa fleiri gönuskeið, en það gerði undir síðustu stjórnartíð Einars Olgeirssonar, þótt kommúnistar æski þess. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson, Prentsmiðja Björns Jónssonar. P. 0. Bernburg fiðluleikari dvelur hér í bænum um þessar mund r. Hann er Akur- eyringum að góðu kunnur frá fyrri tíð og hefir áður haldið hér hljómleika, er mikið hefir þótt til koma. í för með honum er sonur hans og austur- ríkskur slaghörpuleikari, sem einnig leikur á »cello« og er snillingur í sinni grein. Hljómsveit herra Bern- burgs heldur hljómleika næsta Þriðju- dagskvöld og verða mörg falleg og góðkunn lög á skemtiskránni, sem bæjarbúar eflaust hlakka til að heyra. Þá ætlar herra Bernburg að skemta börnunum með hljómleikum nú á næstunni, og máske með dansi, og nú um Hvítasunnuna spilar hljómsveit hans fyrir sjúklingana, bæði hér á sjúkrahúsinu og í Kristneshæli. Oleði og ánægja eru förunautar herra Bernburgs hvar sem hann fer. Kunnugur. Útdráttur úr dagskrá ríkisútvarpsins 24f—2% 1931. Fastir liðir dagskrárinnar eru: Kl. 19.30 Veðurfregnir — 20 Tungumálakensla. — 21 Fiéttir. Sunnudaginn 24. Maí: Kl. 11 Messa i dómkirkjunni, sira Frið- rik Hallgrímsson stígur i stólinn. Kl. 14 Messa í frikirkjunni, sira Árni Sigurðs- son prédikar. Kl, 19,30 Veðurfregnir. Mánudaginn 25. Maí: Kl. 11 Messa í dómkirkjunni, sira Bjarni Jónsson predikar. 19,35 Upplestur, Vilhj. P. Gislason. 19,55 Hljómleikar. 20,20 Óákv. 20,30 Erindi um ferðalög í gamla daga, Indriði Einarsson. 20,50 Óákv. 21,20 Hljómleikar, Páll ísólfsson. Þriðjudaginn 26. Maí: Kl. 19,35 Upplestur, Vilhj. P. Gislason. 19,55 Hljómleikar. 20,20 Alpýðulög, P.G. K. M., P. Á. og E. Th. 20,30 Erindi, Jón Grimsson. 20,50 Óákv. 21,20 Grammofon- hljómleikar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.