Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 23.05.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUM A ÐURINN Framboðsfundur. Framboðsfundur fyrir Akureyrarkjördæmi verður haldinn 25. þ. m. (annan í Hvítasunnu) í Samkomuhúsi bæjarins og hefst kl. 4 e. h. Kjósendur í Akureyrarkjördæmi sitja fyrir húsrúmi. Akureyri 18. Maí 1931 Erl. Friðjónsson. Einar Olgeirsson. Guðbr. Isberg. Kristinn Guðmundsson PÉTUR SIGURÐSSON flytur erindi um bindindismál í Samkomuhúsi bæjarins á HVÍTASUNNUDAG, kl. 8VS síðdegis Aðgangur ókeypis. Umdærrisstúkan nr. 5. Heisókn Unofrúarinniir. Síðasti »Verkamaður« segir frá því, að ungfrú sú, er stýrir Verkakvenna- félaginu Eining hafi heimsótt mig og farið fram á aðstoð við verkvennafé- lagið í kaupdeilu nú, og að ég hafi neitað því og »orðið uppi með of- stopa*. Ungfrú þessi heimtaði, að stjórn Verkamannafélagsins lýsti verkbanni á fiskverkunarstöðvum þeim sem ekki vilja greiða fullann taxta þeirra kvenn- anna, en ég neitaði að verða við slíkri kröfu, þar sem þ3Ö væri kvenn- anna að gefa slíka yfirlýsingu, en ekki verkamanna, þar sem deilan væri um kaup þeirra en ekki karlmannanna. Einnig taldi ég að þetta kaupstreitu- mál vær' ekki eins vel undirbúið af hálfu Verkakvennafélagsins eins og þyrfti að vera til þess að róttækar ráðstafanir yrðu gerðar. Var langt frá því að ég neitaði stuðningi við skyn- samlegar framkvæmdir í málinu, enda benti ég ungfrúnni á leiðir sem hyggi- legri væru, en þær, er hún hafði talað um. Að ég hafi »orðið uppi með of- stopa* út af málaleitun ungfrúarinnar um aðstoð Verkamannafélagsins í kaup- deilu kvennanna eru fylstu ósannindi. En þegar ungfrúin kastaði framan í mig að hún hefði leitað aðstoðar minnar sem formanns fulltrúaráðsins í fyrra í líku máli og þessu nú, og ég hefði ekkert viljað gera félagi hennar til liðs, þá var því svarað með viðeigandi hvöss- um oiðum, þegar hún hafði endur- tekið þau ummæli nokkrum sinnum. Enda mun fylsta álitamál hvort okkar hafi sýnt meiri »ofstopa*. Erlingur Fríðjónsson. Úr bæ og hytiö. Kirkjan: messað á morgun í Akur- eyrarkirkju kl. 12 á hád, Ferming og atlarisganga, Messað í Lög- mannshlíð á annan í Hvítasunnu kl. 12 á hád. Safnaðarfundur. Fessi börn verða íermd hér í kirkjunni á morgun: Anna Tryggvadóttir, Árdís Guð- laugsdóttir, Dómhildur Ármanns- dóttir, Guðný Jakobsdóttir, Hugrún Stefánsdóttir, Hulda Sigurjónsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Karólína Sig- urpálsdóttir, Kristbjörg Gunnardóttir, María Lára Halldórsdóttir, María S. Stefánsdóttir, Margrét V. Hallgríms- dóttir, Margrét f’orkelsdóttir, Olga Þorbjörg Hallgrímsdóttir, Rannveig Kristjánsdóttir, Sigríður Guðjónsdótt- ir, SveinbjörgBaldvinsdóttir, Valborg Ryel, Valgerður Kristjánsdóttir, Vig- lín Sígurðardóttir, Vilborg Sigþórs- dóttii', Þóra Aðalsteinsdóttir, Berg- þóra Gunnlaugsdóttir, Árni Árnasson, Davíð Kristjáns- son, Eiður Baldvinsson, Einar Frið- riksson, Flosi Bjarnason, Gísli Magn- ússon, Gisli Konráðsson, Hallgrímur Vilhjálmsson, Herbert Tryrggvason Hörður Guðmundsson, Jóhann Guð- mundsson, Jónas Stefánsson, Magnús Sveinsson, Njáll Bjarnarson Sigurð- ur Sigurðsson, Steingrímur Viggós- son, Tómas Jónsson, Viktor Jakobs- son, Fór Sigþórsson, Forsteinn Aust mar Giftingar: ungfrú Helga Tónsdótt- ir og Páll Magnússon frá Bitru. Ung- frú Hulda Ingimarsdóttir og Sigurð- ur F. Jónsson prentari. Ungfrú Sigur- lína Aðalsteinsdóttir og Adam Magn- ússon, trésmiður. Ungfrú Aðalrós Björnsdóttir og Hallgrímur Jónsson, Grímsnesi. Ungfrú Lilja Forleifsdótt- ir frá Sólheiraum í Skagafirði og Fiímann Sigurðsson, útgerðarmaður Dalvík. Ungfrú Jóhanna Kristjáns- dóttir og Guðm Þórarinsson smiður, Ungfrú Lovísa Helgadóttir og Einar Indriðason Siglufirði Ungfrú Þórunn Einarsdóttir og Reimar Fórðarson, bílstjóri. Nýlátinn cr í Reykjavík Hannes Thorsteinsson fyrv. bankastjóri, 68 ára að aldri. í þessari viku andað- ist á Kristneshæli Ingunn Signrjóns dóttir, Friðjónssonttr á Litlu-Laugum, mesta efnis og gæðastúlka, lítið yfir tvítugsaldur. »Ægif‘ hefir legið hér undanfarna daga, Kom hingað með togarann, sem strandaði við Leirhöfn á Sléttu s. 1, vetur, er hann hafði náð út. Er togarinn undir skoðun hér og mun eiga að gera svo við þann, að »Ægir« geti tekið hann með til Reykjavikur. Framboðsfundur verður hér i Samkomuhúsinuá annan i Hvítasunnu og byrjar hann kl 4 síðdegis Fyn-sti framboðsfundur f sýslunni verður á Hrafnagili á Þriðjudaginn kemur. Pétur Sigurðsson flytur erindi um bindindismál f Samkomuhúsinu ann- að kvöld. Aðgangur ókeypis. Dansleikurverður haldinn í »Skjald- borg« á annan í Hvítasunnu um kvöldið. Bernburg spilar. Nytja-Bíó sýnir hina góðkunnu kvikmynd »Laila« á annan í Hvíta- sunnu k'. 5 og 8,30 e. h. Hefir þessi mynd hvervetna verið afar mikið sótt. Hljómsveit Bernburgs spilar undir sýningunni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.