Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.05.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 26.05.1931, Blaðsíða 1
UMAÐDRIN I. árg. Akureyri,.Þriðjudaginn 26 Maí 1931. 26. tbl. Miili hverra verður baráttan ? Eitt af því, sem kjósendur verða að gera sér ljóst, og það sem allra fyrst, milli hverra fulltrúaefnanna aðal-baráttan verður á kjördegi, því eftir því hljóta þeir að haga sér, ekki einungis á kjördegi, heldur einnig við undirbúning kosninganna, því margir eru þeir, sem eitt' eða annað starfa að kosningunum, þótt þeir standi ekki undir srjórn kosn- inganefndar neins sérstaks stjórn- málaflokks. Hvergi á landinu er kjósendum nauðsynlegra að gera þetta en ein- mitt hér á Akureyri, þar sem fjórir eru frambjóðendurnir, en ekki getur orðið kosinn nema einn. Það er líka þegar komið í ljós, að kommúnistar og Framsóknar- menn hafa fest auga á þessu mikil- væga atriði kosningabarattunnar. — Þegar kommúnistar eru að tala. við kjósendur, áætla þeir sér meira en helmingi fleiri atkvæði en þeir hafa yfir að ráða, til þess að láta lfta svo út, sem fylgi Alþýðuflokksins, E. F., sé svo lítið, að vonlaust sé að hann nái kosningu. Sama Jeik- inn leikur Framsókn, þegar hún er á veiðum. Áætlar sér mun meira fylgi, en hún hefir, og reynir að gera sem mest úr fylgi Einars 01- geirssonar, með það fyrir augum, að gera sinn fulltrúa líklegastan tU sigurs, og reyna að veiða á hann atkvæði írá Alþýðuflokknum. Báðir flokkarnir vita það, að þeir fara hér með fals, en þeir. gera þetta til að reyna að halda því leyndu íyrir kjósendum, að barátt- an verður á kjördegi milli ýulltrúa Alþýðuflokkssins og thaldsfulltrií- ans, og til þess að geta sýnt sem mestan atkvæðastyrk á kjördegi, þó þeir hinsvegar hafi enga von um sigur. Þetta atriði er tekið fyrir hér í blaðinu til að aðvara alþýðukjósend- ur í tfma. Að þeim. er sótt frá þremur flokkum: íhaldinu, eins og vant er um kosningar, og af því að það veit, að Erl. Friðjónsson er eini fulltrúi mótstöðuflokkanna, sem kemur til greina, sem mótstöðuflokk- ur þess á kjördegi; Framsókn, sem altaf dreymir um það, að hún, með hjálp K. E. A., verði hér sterkari en flokkur verklýðsfélaganna; Kommúnistum, sem fylgja fyrirskip- unum Rússa um að reyna að koma íhaldinu til valda í landinu, í von um það, að þá skapist óöld í landi, er gefi kommúnistum byr í seglin. Það er nú sú »göfuga« hugsjón, sem sá »göfugi« flokkur starfar fyrir. — En nú er það svo, að óánægja ríkir meðal kjósenda vegna þess, hve kosningin er margskift Fólkið vill berjast til 'sigurs. ÍÞetta er vel farið. Það er vel farið, að komm- únistar séu einir með þann »heið- ur«, að taka það ráð, þegar þeir hafa enga sigurvon, að gera það illt af sér sem þeir orka. Það er vel farið að fólkið finni hve fram- koma Framsóknar, hér f bænum, er ósæmileg, >>ö veita þeim ekki lið- veislu, sem leggja til höfuðorustu við höfuðfjanda hennar, sem hún stendur í baráttu við svo að segja alstaðar annarsstaðar á landinu en hér. — Allir flokkarnir vita það, að Al- þyðuflokkurinn stendur — undir nú- verandi kringumstæðum — næstur íhaldinu með atkvæðatölu. Milli í- haldsins og Alþýðuflokksins verður NYA BIO Miðvikudagskvöld kl. S'/3 LAILA í aðalhlutverkinu: Mona Mártensen. Ágæt mynd, er hvervetna hefir verið geysilega mikið sótt. Hljómsveit Bemburgs spilar undir sýningunni. Tryggið yður aðgöngumiða í tíma. því »slagurinn« á kjördegi. Kjós- endur Alþýðuflokksins skulu því vera vel á verði gegn hverskonar ágengni frá hálfu hinna flokkanna. Þeir verða það, Alþýðukjósendurnir •— sem í návíginu standa við Ihald- ið YL. Júní n. k., þegar Framsókn og kommtinistar standa íklæddir skömminni fyrir að gefa íhaldinu þingsætið, ef Alþyðuflokknum tekst ekki að halda því. — En það getur hann, ef alþýða þessa bæjar fylkir sér einhuga um fulltrúa sinn og lætur hvergi blekkjast af röngum upplýsingum hinna flokkanna. Það getur hann, ef alþýðukjósend- urnir, allir f senn og hver um sig, gera það sem í þeirra valdi stendur til að afla honum atkvæða á kjör- degi. Byrjið að vinna nú þegar! Verið hvarvetna á verði fyrir Gróu-sögum andstöðuflokkanna!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.