Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.05.1931, Blaðsíða 2
alpyðumaðorinn Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Strandgötu Q, miðhæðinni. — Geta flokksmenn á Akureyri athugað þar hvo;t þeir eru á kjörskrá og fengið aðrar uppiýsingar viðvíkjandi kosningunni 12. Júní n.k. Sknfstofan opin frá kl. 4 — 7 síðdegis. Kosninganefndin. Gangið fram með sigur-markiö fram undan! Pd verður sigunnn alþýðunnar! Verkamaður. Einn kemur öðrum meiri. Þegar kommúnistar lögðu fram framboð Einars Olgeirssonar, létu þeir fylgja því 80 stillendurogvoru heldur en ekki hreyknir yfir fylginu. En þegar Framsókn heyrði þetta, brá hún skyndilega við og lét fylgja sínum frambjóðanda 180 stillendur eða hundraðinu meira en kommún- istaniir; Vesalings íhaldið kvað ekki hafa nema rúmlega 50 stillend- ur með sínum frambjóðanda, svo ekki blæs nú byrlega fyrir því í samkeppninni við kommúnistana og Framsókn, og Alþýðuflokksfram- bjóðandinn lallar á stað með líka tölu stillenda eins og áður en hann var kosinn til þings síðast Þeir, sem standa að framboði hans álitu að kosningin væri leynileg eins og áður og lögðu því fram aðeins einn stillendalistann, sem nægði til þess að framboðið væri löglegt. En svo lítur út sem kommúnistarnir og Framsókn séu sammála um það, að sjálfsagt sé að- skruma yfir fylginu, því þess hefur prðið vart að bæði þessi hjú, sem nú eru samtaka um að sprengja þau samtök kjósenda, sem feldu íhaldið hér í bæ við síð- ustu þingkosningar, séu að reyna að telja verkafólki trú um það að frambjóðandi þeirra, hver um sig, hafi svo mikið fylgi, að sjálfsagt sé að kjósa hann. Þá verði íhaldið felt. — Menn vita það um fylgi Fram- sóknar frá sfðustu bæjarstjórnar- kosningum að hún muni nú geta haft alt að 350 atkvæði, og ef fylgi kommúnistanna er eitthvað í sam- ræmi við stillendatölu þeirra, miðað við stillendatölu Framsóknar, ættu þeir að komast upp í 150 atkvæði. Það er því ekki. að undra þó að þessir flokkar tveir láti allmikið yfir sér í baráttunni við íhaldið. Skæðadrífa. Bágir af sér. Þeir eru beygðir orðnir fitarar Verkam. Sjá óvini hv?r sem þeir fara. Nú sjá þeir aðdróttanir til vissra manna í Rvík, í þeim orðum »Alþýðum.<, að kommúnistar séu fangelsaðir fyrir óknytti og yfir- troðslur laga og réttar. Pað eru engir ntenn hér á landi fangelsaðir fyrir annað en petta, og þá komm- únistarnir auðvitað ekki heldur. Það er því algerður óþarfi af »Verkam.« að vera að vekja þann grun á nokkrum mönnum í Rvík, að þeir séu óknyttamenn, þó þeir hafi verið látnir inn fyrir óspektir, eða sakaðir um þær. Annars skal þess getið, út af ummælum »Verkam.« um hetjuskap kommúnistanna í Reykjavík, að af- skifti þeirra af málum atvinnuleys- ingjanna þar s. 1. vetur, urðu þeim atvinnulausu aðeins til skaða, enda framkomin í fullri óþökk þeirra. Vek úr stjórninni? Björn Grímsson var einn í stjórn Söltúnarfélags verkalýðsins s. 1. ár. Stjórn íélagsins réð starísmenn þess og ákvað kaup þeirra. Sannað er, að Björn Grímsson hafði á áttunda hundrað krónur á mánuði, sem verk- stjóri á Innri-hafnarbryggjunni s. 1. sumar. ^Alþyðum,« hefir sagt aö hann hafi skamtað séi þetta kaup Tveir úr stjórninni, Steinþór Guð- mundsson og Sigfús Baldvinsson, hafa í dálks löngu vottorði, skyrt frá því, að Björn hafi verið ráðinn af »félagsstjórninni« fyrir 400 kr. á mánuði. Vék hann úr stjórninni á meðan hann var ráðinn? Og hver skamtaði honum hinn hlutann, d fjórða hundrað krónur d mdnuði? »Kyndugt« þingmannsefni þykir íslendingi Erl. Friðjónsson vera, fyrst hann skuli láta blað Al- þýðuflokksmanna hér á staönum segja s-att fyrir kosningarnar. Dómur var feldur f undirrétti 15. þ. m. f máli valdstjórnarinnar, fyrir hðnd Landsbanka Islands og Útvegsbanka íslands, gegn Pórði Flygenring, Bein- teini Bjarnasyni og Ingólfi Fiygenring, fyrir að hafa selt ííslc, veðsettan bönk- unura, án þeirra vitundar og án þess að grelða bönkunum skuldir sínar. Forsendur fyrir dómnum eru margar og næsta óglæsilegar, en hann hljóðar þannig, að Pórður er dæmdur til 18 mánaða betrunarhússvinnu og sviftur leyfi, æfilangt, til atvinnurekstrar. Bein- teinn er dæmdur f 30 daga einfalt fangelsi, og I igólfur til að greiða 1000 krónur í sekt. Auk þess skulu þeir ákærðu greiða allan málskostnað í héraði. Að tilhlutun kristniboðsfé'ags kvenna, flytur Pétur Sigurðsson erindi í Skjald- borg kl. &y2 næsta fimtudagskvöld. Fyrir utan það að hlýða á gott er- indi, fá unnendur kristniboðs þarna tækifæri til að leggja nokkra aura í kristnibolssjóð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.