Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 26.05.1931, Síða 3

Alþýðumaðurinn - 26.05.1931, Síða 3
AL ÞÝÐUMAÐIJRINN 3 Sala Rússavíxlanna. Þess var stuttlega get<ð í síðasta blaði, að búið væri aó selja Rússa- víxlana og að útborgun á hlut sjó- manna og útgerðarmanna færi fram nú upp úr hátíðinni. Regar Rússum var seld síldin í fyrra sumar, var þess vænst að rikisstjórnin myndi veita ríkisábyrgð fyrir þessum viðskiftum, svo hægt yrði að selja víxlana þá þegar. En ríkisstjórnin var á alt annari skoðun, og dróst þetta þar til þing kom saman, en þá hóf þingmaður Akureyrar látlausa sókn í málinu, bæði á hendur ríkisstjórninni og þingflokkunum í von um að þingið gæfi leyfi fyrir ábyagðinni, ekki ein- ungis hvað snerti gömlu Rússavíxlana, heldur og fyrir áframhaldandf viðskift- um við Rússa. En Framsókn og í- haldið létu sér hægt. Ró var svo langt komið rétt fyrir þingrólið, að vissa var fengin fyrir því að ábyrgð myndi fást á Rússavíxlunum. En svo kom þingrofið og gerði skjótan enda á öll störf þingsins og var ábyrgðin þar með úr sögunni. Eina leiðin sem þá var fær, var að róa í ríkisstjórnina enn einu sinni og það gerði þingm. Akureyrar, samkvæmt samþykt Út- flutningsnefndar Sildareinkasölunnar, sem stódd var í Reykjavík um þessar mundir. Félst rikisstjórnin á að veita ábyrgðina, ef þingflokkarnir samþyktu það. Leitaði þá útflutningsnefndin samþykkis flokkanna og fékst strax samþykki Alþýðufl. og Framsóknar, en í þófi hefir staðið við íhaldið, þar til nú fyrir skemstu. Samkvæmt samn- ingunum við Rússa í fyrra áttu víxl- arnir að greiðast í Okióber og Nóvem- ber n. k. Nú eru þeir seld r í Maf svo eigendur síldar fá peninga sína 5 mánuðum fyr, en verið hefði, ef rík- isábyrgðin hefði ekki fengist. Hvað mikið verður greitt út, er blaðinu ekki kunnugt um. Erindi Péturs Sigurðssonar í Sam- komuhúsinu var vel sótt, á jafn óhent- ugum tima. Sagðist ræðumanni prýði- •ega. Úr bæ ofl bygð. 17. Júní n. k. verður haldinn há- tíðlegur hér á Akureyri, að tilhluiun Ungmennasambands Eyjafjarðar. Fara þar fram ræður, söngur, íþróttir þreytt- ar og fl. Ágóði af hátíðahöldunum rennur í Alþýðuskólasjóð héraðsins. Framboðsfundurinn fórst fyrir í gær, þ\í einn frambjóðandinn, Guðbr. ís- berg, var veikur. Var kvöldinu snúið upp í Rauðakrossbill. Nýlega kusu útgerðarmenn einn mann í útflutningsnefnd Síldareinka- sölunnar, í stað Ásgeirs Péturssonar, er ekki vildi vera áfram. Kosinn var Guðmundur Pétursson útgerðarmaður, og varamaðnr hans Jón Ainesen kon- súll. Hljómsveit Bernburgs heldur hljóm- leika í kvöld. Er ekki að efa, að margir fara þangað. Leiðrétting. Pessar prentvillur hafa slæðst inn f greinina »Hvað hefur unnist« í síðasta blaði »Alþ.m.« 1. í fyrsta dálki 2. málsgrein: »leggja framtíðarvon:r«, á að vera byggja framtíðarvonir. 2. Sömu málsgrein: »í afkomu* á að vera á afkomu. 3. Einnig í sömu málsgrein »hér á landi* á að vera hér á norður- landi. 4. Á annari síðu 3. dálki »svigu- högg íhaldsins« á að vera svipu- högg íhaldsins. Fleiri prentvillur eru í þessari grein, en eru svo augljósar, að ekki mun þörf að leiðrétta. Útdráttur úr dagskrá ríkisútvarpsins 27/6 "~8% 1931. Fa=.tir liðir daeskrárinnar eru: Kl. 19 30 Veðurfregnir — 20 Tungumálakensla. — 21 Fiéttir. Miðvikudaginn 27. Maí: KI. 19,55 Barnasögur, Sigrún Ögmunds- í--------------------------- ALÞÝÐUMAÐURINN. Gefinn út af A'þýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Piiðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. Ásktiftaigjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afe'eiðslumaðut; HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, dóttir. 19,50 og 20,20 Einsöngur, Sveinn Porkelsson. 20,30 Erindi: Kirkjan og út- varpið, Friðrik Hallgrimsson. 20,50 Uá- kveðið. 21,20 Hijómleikar, P. Q. og E. Th. Fiintudaginn 28. Maí: Kl. 1935 Upplestur, Sigurjón Quðjóns- son. 19,50 og 20,20 Einsöngur, Elsa Sig- fúss. 20,30 Erindi: Tónlistarháttir, Emil Thoroddsen. 20,50 Óákveðið, 21,20 Gram- mofonhljómleikar. Föstudaginn 29. Maí: Kl. 18,30 Erindi um búnaðarmál, Þor- valdur Árnason. 19 Erindi um sama. Metú- salem Stefárisson. 19,35 Upplestur, Sig. Skúlason 19.55 Hljómleikar. 20,20 Hljóm- leikar, P. G, Þ. Á., E. Th. 20,30 Erindi: Tónlistarháttir, Emil Thoroddsen. 20,50 Óákveðið 21,20 Grammofonhljómleikar. 21,40 Uagskrá næstu viku. Laugardaginn 30. Maí: K1. 19,35 Barnasögur, Arngrímur Krist- ánssou. 19 50 og 20,20 Slaghörpuhljóm- leikar. 20,30 Erindi um fjallaferðir, Guðm. Einarsson. 20,50 Óákveðið. 21,20 Dans- músikk. Auglýsingum í »AIþýðumanninn<! er veitt móttaka á afgretðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. MUNIÐ EFTIR minningarspjöldum Gamalmenna- hælissjóðs Akureyrar! Fást hjá bóksölum og hjá Guðbirni Björnssyni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.