Alþýðumaðurinn - 30.05.1931, Blaðsíða 1
ÝÐUMADURINN
I. árg.
Akureyri, Laugardaginn 30 Maí 1931.
27. tbl.
Veiðileyíin.
Útflutningsnéfnd Síldareinkasöl-
unnar hefir setið á rökstólum að
undanförnu, við að úthluta veiðileyf-
um á þau skip, sem sótt hafa um
að fá að veiða í salt á vertíðinni í
sumar. Hefir nefndin haldið tvo
fundi um úthlutun veiðileyfanna.
Mun nefndinni hafa verið það ljóst,
að alt kapp yrði að leggja á það
að auka veiðileyfi skipannn eftir því
sem föng væru á, því þar sem
bræðslusíldarverð er nú svo lágt að
ógerningur er að veiða i bræðslu,
þá er synilegt að ókleyft er að gera
út á síldveiðar, nema að veiðin í
salt geti hækkað til muna. Umsóknir
um veiðileyfi höfðu orðið nokkru
minni en í fyna. Einkum höfðu
færri stór skip sótt um veiðileyfi nú
en þá, sem stafa mun af því, hvað
útlit er ískyggilegt um að útgerðin
beri sig. Sunnlenzku skipin sum,
sem á veiðum voru í fyrra, munu
því ekki hafa sótt um veiðileyfi nú.
Reyndist því kleyft fyrir Úlflutnings-
nefndina að úthluta nokkru hærri
veiðileyfum á hvert skip nú en áður,
og áætla sölu sildarinnar heldur
hærri en í fyrra, þar sem búið er
að selja síld með meira móti fyrir
fram.
Að síðustu var samþykt tillaga
frá Erlingi Friðjónssyni um að tít-
hlutað yrði veiðileyfum sem hér
segir:
Á mótorskip, sem áður hafa haft
1500 tn. veiðileyfi, 2200 tn.
Á línuveiðara 2700 tfl 2900. Hafa
þeir áður haft 2000.
Á togara 3800. Hafa þeir áður
haft 2 til 3 þús.
Á mótorbáta og reknetaskip í
samsvörun við þetta
¦¦ Tillöguna höfðu samþykt Erlingur
Friðjónsson, Björn Líndal, Ingimar
Eydal og Steinþór Guðmundsson. Á
móti Eiuar Olgeirsson sem vildí
hafa hærra á togurunum, Guðmund-
ur Pétursson, sem vildi ekki láta
togarana og línubátana hafa eins
mikið eins og í tillögunni fólst, og
Pétur Ólafsson, sem mun ekki hafa
viljað úthluta eins miklum veiðileyf-
um eins og samþykt var.
„Völdin".
Framsóknarblöðunum verður mjög
tíðrætt um það, um þessar mundir,
að »bændavaldið« verði að rísa gegn
»kaupstaðarvaldinu« við í hönd far-
andi kosningar. — Bændur eru
eggjaðir lögeggjan að snúa hatri
sínu og allri orku gegn óvinaliðinu,
sem byggi kaupstaðina. og sé svo
fífldjarft að krefjast sömu mannrétt-
inda og sveitafólk landsins. Sjaldan
eða aldrei hefir nokkur stjórnmála-
flokkur i landinu rekið jafn svívirði-
lega pólitík, eins og þessi stjórn-
málaþáttur Framsóknarflokksins er.
Pað er út af fyrir sig að reynt er
að æsa bændur upp til heimskulegs
haturs á kaupstöðunum — siga stétt
móti stétt — þó það óneitanlega
sitji illa á flokki, sem i hinu oröinu
þykist vera alhliða umbóta-, sam-
vinnu- og jafnréttis-flokkur, er byggi
alt sitt starf á bróðurlegri samvinnu
fólks til sjávar og sveita. Hitt er
athyglisverðara, að hér stendur deil-
an um það, hvort allir þegnar hins
borgaralega þjóðfélags skuli biía við
sömu mannréttindi eða ekki, og
flokkur sá, sem með völdin hefir
farið í landinu undanfarið, setur
hnefann í borðið og segir að órétt-
Ixeti skuli rí.kja i landinu, og heitif
á landslýðinn að styrkja sig til að
svo megi vera sem lengst,
Framsöknarflokkurinn vill viðhalda
hinu borgaralega þjóðfélagi. Aðal-
kostur bins borgaralega þjóðfélags,
eru jöfn mannréttindi til handa öll-
um þegnum þess. Svo undarlega
er ástatt með þennan flokk, að í
stjórnartíð hans hefir það komið fyr-
ir að menn hafa verið sviftir almenn-
um réttindum, sem þjóðfjelagið veitir
þegnum sínum, án annara saka en
þeirra, að þeir hafa haft stjórnmála-
skoðun sem Framsóknarflokkurinn
hefir ýmigust á. Það er því máske
ekki að undrast yfir þó sá sami
flokkur snúist gegn iafnrétti þegn-
anna, þegar hann býst við að það
dragi úr því *valdi», sem flokkur-
inn hangir við völd á.
En þjóðin verður að vera & verði
gegn þessum ófagnaði.
Og fyrir flokkinn er þetta svo
greinileg gjaldþrotayfiriysing sem
mest má verða.
Alhliða umbótaflokkurinn sem átti
að vera, treystir nú hvorki á alhliða
fylgi þjóðarinnar, sem honum hefði
átt að vaxa á undaníörnum árum
fyrir hans »alhliða« umbótastarf.
Hann treystir ekki á fylgi bændanna,'
sem sérstaklega hefði átt að falla
honum f skaut fyrir öll stórvirkin,
sem flokkurinn þykist einn hafa
komið í framkvæmd, landbúnaðinum
til blómgunar.
Nei, engu þessu treystír Fram-
sóknarflokkurinn,
Með því að ala á róg milli sveita
og kaupstaða. Með því að hræða
bændur með upploginni hættu, sem
þeim eigi að stafa af því, að fólk í
kaupstöðum hafi jafnan kosningar-
rétt á við fólk í svettum. Með því
að etja þeim til valdastríðs í land-
iuu án alls tiltits til þess, hvort bar- ,
ist er fyrir réttlæti eað ragnlæti, er^