Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 02.06.1931, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 02.06.1931, Blaðsíða 4
4 ALf’ÝÐUMAÐURINN Frá því er skýrt í Verkamanninum 44. tbl. að Rússar láti byggja handa sér 300—400 nýja togara á þessu ári, og þykir Verkamanninum þetta ekkert smáræði, eins og nærri tná geta. - Rússar munu vera um 100 miljónir eða þúsund sinnum stærri en við íslendingar. Ef við íslendingar ætlum því að jafnast á við Rússana í tog- arasmíði, yrðum við að láta byggja á þessu ári 8/io e^a Vio ur einum togara. En nú hefir íslenska ríkið komið sér upp heilum togara á þessu ári nýja »rór« án þess að það séu talin nokkur undur eða stór- virki. fslenska ríkið virðist því þola samanburðinn við Rússana í þessu. Hafnarfjarðarkaupstaður keypti tog- ara og byrjaði á útgerð hans í vor. Sá kaupstaður mun telja um 3300 íbúa, og er því um það 30 þúsund sinnum mannfærri en Rússaimr. F*egar Rússar byggja 300 — 400 togara á einu ári, hefðu Hafnfirðingar getað dundað við það í nálægt 100 ár að byggja sinn eina togara og verið þó jafnsnjallir Rússum. Sammvinnufélag sjómanna er hér í bæ, sem mun telja um 100 félaga. Sé tala félagsmanua 5-földuð með til- liti til þess, að félagsmennírnir séu fjölskyldumenn, þá verður þar um 500 manns að ræða, sem stendur að útgerð þessa félags. Ef það ætti að líkjast Rússunum, sem auka flotann um 3 — 4 hundruð togara á þessu ári, ætti það félag, miðað við stærð þess, borið saman við Rússana, að kaupa Einkasölubát- inn og gera hann út á síld í sumar. Skyldi ekki verða upplit á söltnnar- konunum þegar fleytan kemur að Iandi með síldina utan af hinu breiða hafi. — G;rt er hér ráð fyrir, að Einkasölu- báturinn yrði mjög ódýr. Annars yrði samanbnrðurinn rangur. Athugull. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson, Prentsmiðja Björns Jónssonar. Vinnufut — 10 kr. settið fæst í Kaupfélagi Verkamanna. Kremkexid marg-eftirspurða nýkomið Kanpfélag Verkamanna. Framboðsfundurinn á Siglufirði á Laugardagskvöldið var ágætlega sóttur og hinn fjörugasti, og stóð frá kl. 7 um kvöidið til kl. 2 eftir miðnætti. Fylgi Alþýðuflokksins var augljósast og yfirgnæfandi á fuudinum, en íhaldið klappaði fastast, undir stjórn Jóns Gíslasonar. Áber- andi var hve frambjóðendur Komm- úmstaflokksins fóru hraklega för á fundinum og það í þessu aðaivígí sínu í sýslunni. Byrjuðu þeir að slá um sig með stóryrðum, brigslum og getsökum í garð Alþýðuflokksfulltrú- anna á þingi, en er þeir voru beðnir að rökstyðja mál sitt, stóðu þeir alls- lausir fyrir, sjálfum sér og flokknnm til vanvirðu. Útdráttur úr dagskrá ríkisútvarpsins s/o “Va 1931. Fastir liðir daeskrárinnar etu: Kl, 19 30 Veðuifregnir — 21 Fiéttir. Miðvikudaginn 3. Júní: Kl. 20,30 Grammofónhljómleikar. 21.20 Hljómleikar Þ. Á. og E. Th. Reykið [ Elephanl cigorettur f | Ljúfengar og kaldar 1 Fást allsstaðar. 1 Fimtudaginn 3. Júní: K1 20,30 Einsöngur, Guðrún Ágústsdóttir. 20,45 Slaghörpuleikur, E. Th. 21,20 Grammoíónhljóm- leikar. Föstudaginn 5. Júní: Kl. 20,30 Hljómleikar, 20,45 Erindi, Vilhj L. Gíslason. 21,20 Grammofónhljómleikar. Laugardaginn 6. Júní: Kl. 20,30 Erindi um Reykjavílc, Sig. Skúlason. 20,50 Óákveðið. 21,20 Dansmúsik.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.