Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.06.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 06.06.1931, Blaðsíða 1
AL ÞÝÐUMAÐD RINN I. árg. Akureyri, Laugardaginn 6. Júní 1931. 29. tbl. Sala AEpýDuffokksins. Á framboðsfundinum á Sunnu- daginn var, sagði Einar Olgeirsson að »AlþýðufIokkurinn væri búinn að selja sig svo oft, að hann vissi ekki lengur hver væri eigandinn*. . Þegar Erlingur Friðjónsson skor- aði á hann að sanna þessi ummæli, eða heita að öðrum kosti ósann- indamaður, kaus Einar þann kost- inn að þegja og taka á sig stimp- ilinn, alt svo fallegur hann er. En nú hefir Einar í Verkam. síðast, reynt að finna þessum ó- þverraorðum sínum um Alþýðu- flokkinn stað, með því að segja að hann hafi átt við það, að þing- tnenn flokksins hafi ætlað að vera með íhaldinu í því að mynda bráðabyrgðastjórn, efiir þingrofið í vetur. — Það þarf sjálfsagt ekki að minna 4 það, að Einar Olgeirsson var mjög lukkulegur yfir því, þegar Framsóknarstjórnin komst til valda með hlutleysi Alþýðuflokksþing- mannanna, enda varð hann fram- kvæmdarstjóri Síldareinkasölu ís- lands af því að Framsókn komst til valda, og hafði sínar 12 þús. kr. í laun á ári upp úr því. En nú hefur hann sýnilega ekki búist við neinu handa sér, þótt bráðabyrgðar- stjórn yrði mynduð upp úr þing- rofinu, sem stæði fram yfir kosn- ingarnar næstu. En það voru aðr- ir, sem áttu að hafa nokkuð upp úr því. Verkafólkið í landi og sjómennirnir áttu að hafa upp úr því atvinnubætur, og almenn mann- réttindi áttu að ná framgangi á því þingi, sem sett yrði eftir þingrofið. En umhyggja Einars fyrir verka- lýðnum nær sýnilega ekki svo langt að hann hafi viljað þetta. Alþýðuflokksþingmennirnir voru búnir að tryggja það, ef mynduð yrði bráðabyrgðarstjórn og þing kæmi saman upp úr þingrofinu, að þá yrðu afgreidd á þinginu þessi mál: — Ríkisábyrgð fyrir Rússavíxlunum, svo að sjómennirnir fengju aurana sína, sem Einar hefur lánað Rúss- unum. Ábyrgð fyrir Sogsvirkjuninni, sem jafnframt því að Reykvíkingar hefðu fengið ódýrt rafmagn til afnota, hefði þegar á þessu ári aukið at- vinnu verkafólks geysilega. Afgreiðsla stjórnarskrárbreyting- arinnar, sem bætti aðstöðu verka- fólks mikið til þess að njóta sín við þingkosningar. Og afgreiðslu fjárlaga með meiri verklegum fram- kvæmdum en stjórnarfrumvarpið gerði ráð fyrir. Þetta kallar Einar Olgeirsson að þingmenn Alþýðuflokksins hafi selt sig. — Getur alþýða manna séð á þessu umhyggju Einars fyrir henni, þeg- ar hún veit málavöxtu. Þess skal getið, að ekkert sér- stakt mun hafa verið ætlað handa Einari í þetta sinn, þótt ný stjórn kæmi. Engu skal um það spáð, hvort Einar hefur selt íhaldinu í Reykja- vík anda sinn hold og raddfæri, í ólátum þeim, er það stóð fyrir á götum bæjarins í sambandi við þingrofið, eða hann hefur unnið þar kauplaust, en hitt er víst að ekki sást nema á höfuðfat Einars upp úr þeirri æpandi kös íhalds- lýðsins, sem óð um götur bæjar- arins nætur og daga í þjónustu þess, en kunnugir menn þektu rödd Einars í þeirri iðandi og æp- andi íhaldsveitu- Verður öðrum látið eftir að dæma um það, hvort þjónustubrögð Einar við íhaldið þá hafa verið virðulegri og alþýðunni gagnlegri, en tiiraunir Alþýðuflokks- þingmannanna til þess að ná sam- an þingi, svo að mál þau, er hér hafa verið nefnd, fengju þinglega afgreiðslu. FulEtrúar dauðu félayanna. Frá því var skýrt hér í blaðinu, að Einar Olgeirsson hefði stofnað työ félög hér í bæ, Siómannafélag Norðurlands og Jafnaðarmannafélag Akureyrar, en bæði þessi félög myndu vera í andarslitrunum, því ekki hefði orðið þess vart að þau væru starfandi. Þessi félög eiga þó fulltrúa sína í fulltrúaráðinu, sem Einar Iætur stilla sér upp við kosningarnar núna. — Meðal þeirra hlutverka, sem hvíla á fulltrúaráðum félaga, þar sem þau eru til, er það, að hafa auga með þeim félögum, sem ekki eru nægilega sterk til að starfa aðstoð- arlaust, og að sameina félög um þau átök, sem þarf að gera í kaup- gjaldsmálum, og aðstoða einstök félög, ef til kaupdeilu dregur. Hefir þetta verið talið svo sjálf- sagt mál, að t. d. í fyrra, þegar Verkakvennafélagið hér ætlaði af fá taxta sinn hækkaðann, snéri það sér til formanns fulltrúaráðsins, Erlings Friðjónssonar, og óskaði eftir aðstoð þess. En ekki kom til neins þá, vegna þess að at- vinnurekendur fengu stjórn Verka-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.