Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 06.06.1931, Blaðsíða 2
2 ALfÝÐUMAÐURINN Alþýðuflokksins í Strandgötu 9, miðhæðinni. — Oeta flokksmenn á Akureyri athugað þár hvort þeir eru á kjörskrá og fengið aðrar uppiýsingar viðvfkjandi kosningunni 12. Júní n.k. Skrifstofan opin frá kl. 4 — 7 síðdegis. Kosninganefndin. kvennafélagsins til þess að ganga inn á taxta, er þeir höfðu sett. Nú í vor ætlaði Verkakvennafé- lagið á ný að hækka kauptaxta sinn, eða nokkur hluti þess, komm- únistabrotið í félaginu, og hefði þá mátt ætla að stjórn þess félags myndi snúa sér til fulltrúaráðsins eins og hún gerði í fyrra, en svo varð þó ekki. Nú eru þó næstum eintómir kommúnistar í þessu makalausa fuliírúaráði dauðu félaganna hans Einars; kommúnistar, sem alt af er að guma af því að þeir séu einu mennirnir, sem vinni fyrir verkalýðinn, og Einar Olgeirsson er formaður þessa fulltráðs- En þó er eins og stjórn Verkakvennafé- lagsins sæí ekki fulltrúaráðið nú, frekar en það væri ekki til, þó að Einar sé þar aðalmaður og alt kommiinistar í kringum hann. í fyrra var Einar formaður Verka- mannafélagsins. En stjórn Verka- kvennafélagsins datt þá ekki í hug að snúa sér til hans með vand- kvæði sín, frekar en nú, þó að hún telji sjálfsagt að leita til félagsins, þegar Erlingur er formaður þess, eins og hún leitaði til fulltrúaráðs- ins, þegar hann var íormaður þess. — Virðist traustleysi Elísa- betar á Einari vera orðið nokkuð áberandi, þegar hún gengur svona algerlega fram hjá honum, bæði í fyrra og nú, þegar félag hennar þarf aðstaðar við. Stjórn Verkamannafélagsins bauðst til þess að leita samninga við at- vinnurekendur um kaup kvenfólks- ins, ef Verkakvennafélagið óskaði þess, en ekkert svar hefir komið frá féjaginu viðvíkjandi því bpði stjórnarinnar, og er þó hálfur mán- uður liðinn síðan það boð var gert, svo ekki virðist áhuginn mikill hjá kommúnistunum í Verka- kvennafélaginu í þessu máli. Pað sem því Elísabet hefir haft upp úr þessu brölti sínu með kauptaxta Verkakvennafélagsins í vor, er það að atvinnurekendur hafa lengt vinnudaginn hjá stúlkunum og lœkkað eftirvinnukaupið, sem þeim sjálfsagt hefði ekki komið til hug- ar, ef kauptaxanum hefði ekki verið breytt af kommúnistunúm í Verka- kvennafélaginu. llinurelslur Mwmli Ein af þeim endurbótum, sem Einar Olgeirsson taldi mjög nauð- synlegar á starfrækslu Einkasölunn- ar, var að hún tæki í sínar hendur alla verkun á síldinni. Taldi Einar að bæði væri hægt að verka síld- ina ódýrar og betur, ef verkunin væri í höndum Einkasölunnar, en ef haldið væri gamla fyritkomu- laginu að láta söltunina í hendur einstaklinga. Leit meirihluti út- flutningsnefndar þannig á, að rétt væri að gpra tilraun með þeíta, einkum þegar það gat farið saman að byrjað yrði á þessu, og að til- raun þessi yrði gerð af þeim fram- kvæmdastjóranum, sem haldið hafði fram kostum þessa skipulags í síldarverkuninni. Var því bryggja tekin á leigu á Siglufirði og sett á stofn söltun í fyrrasumar, samhliða því spm Einar Olgeirsson settist þar að yfir sumarl,ímann til að annast þar framkyærndastjórastörf. Einar mun hafa litið þannig á, að nú væri tækifæri til að sýna það, að kommúnistar sköruðu fram úr öðrum í stjórnsemi, fyrir- hyggju og öðrum mannkostum, þeim er alþýðunni gæti orðið að liði, og skar hann því herör upp um gjöryalt landlð og kallaði tiL sín sinn rauða her. Voru þar kommúnistar saman komnir úr öll- um landsfjórðungum, úrvalslið Ein- ars. Til verkstjórnar var fenginn sá kommúnisti á Siglufirði, sem líklegastur þótti til þess að fram- kvæma hugsjónir Stalins með 5 ára »planið«. En 5 ára »planið« hjá Einari var það, að »Rauða planið* á Siglufirði sýndi það f virkileikanum að atvinnurekstur burgeisanna væri það úrelta, rotna og háskalega ástand, sem sjómenn- irnir hefðu alla sína bölvun af, en stjórn kommúnistanna sannaði ölf- um landslýð hin blessunarríku á- hrif og framkvæmd kommúnismans á voru landi. Fór því verkun síld- arinnar fram á »rauða planinu* með öllum þeim fyrirmyndum, sem kommúnistar hafa hér yfir að ráða, og gjörvöllu skipulagi á vinnu- brögðum þeirra, En fyrsta ár »5 ára plansins* hjá Einari fór nokkuð á annan veg en hjá Stalin. Níu þúsund króna halli varð á fyrsta ári »5 ára plansins« hjá Einari, sama árið, sem Stalin gerði sínar stórvægilegu endurbætur »5 ára plansins* í austurvegi- — Sjómennirnir, sem áttu að græða stórfé á »5 ára planinu* hans Ein- ars á síldarverkuninni, urðu að sætta sig við að borga níu þúsund krónum meira fyrir verkun síldar- innar á »rauða plapinu* hjá komm- únistunum og Einari, en á jafn mikilli söltun á öðrum söltunar- stöðvum, hjá þinum »svívirði«-legu atvinnurekendum. sem alt af eru að »flá« verkalýðinn, og sem kommúm istarnir finna svo átakanlega mikið til út af. En þess hefur ekki orð- ið vart, að kommúnistarnir hafi fundið eina ögn til út af því, þótt sjómennirnir hafi verið »flegnir« á þennan fína máta, sem kommúnist- arnir gera. Blöð þeirra, Verkamað

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.