Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 06.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 06.06.1931, Blaðsíða 3
ALVÝÐUMAÐI.IRINN 3 urinn og Verklýðsblaðið, hafa stein- þagað um þessa meingalla skipu- lagsins hjá kommúnistunum, sem sjómennirnir ur(iu að að greiða. Eina lánið var að kommúnistarnir fengu ekki að salta nema lítinn hluta af allri síidinni, sem sjómenn- irpir veiddu. Hefðu þeir fengið að §alta hana alla, eins og Einar vildi, hpfðu sjómennirnir orðið að greiða kommúnistunum fyrir það nokkuð á annað hundrað þúsund krónur, fram yfir það, sem söltunin kostaði hjá hinum »svt'virðilegu« atvinnu- rekendum. Svo virðist sem Stalin muni þurfa að kenna Einari betur áður en hann tekur við allri stjórn á hplmanum okkar. Athugulll. Skæðadrífa. Arftaki Schevings. Meðan Jóhann Scheving talaði hér á pólitískum fundum, var jafnan klspp- að meira fyrir honum en nokkrum öðrum ræðumanni. Pótti Scheving vel til þess fallinn að sketnta ungl- ingum með orðskrúði og bunandi mælsku. Mátti um það segja, eins og stendur i Yeikamanninum, um kUppið fyrir Einari Olgeirssyni, að »allir flokkar* hafi klappað fyrir Scheving. Einar er þvi orðinn arf- taki Schevings að klappinu hjá þeim tilheyrendum, sem líta á pólitiska fundi eins og skrípaleik, þar sem sá, er mest veðui; á, er hafður að mestu athlægi. Ódýr vara ■ Á framboMundinum um daginn var Efnar Olgeirsson að fræða tilheyr- endur sína á því, að Rússar hefðu ó- dýra vöru á boðstólum, svo sem olíu og rúg. — Kallaði þá emn fundar- tnanna fram í ræðu Einars og maelti: »Eru ejfki kirkjuklukkurnar með í þessum ódýru vörum?* All- mikill hlátur varð í salnum við þessa fyrirspurn, en Einar yar ekki við, því búinn að svara henni. JDálítið rogginn. Einar Olgeir^son skrifar röskar þrjár síður í síðasta »Verkam,« um fram- boðsfundinn á Sunnudaginn og mest hól um sjálfan sig. Til þess að gefa lesendum Alþýðum. ofurlitla hugmynd um álit það, er Einar hefir á sjálfum sér, verða tilfærðar hér nokkrar klaus- ur úr nefndri grein: »Pað er allra manna mál að mælsk- ari ræðumaður og þróttmeiri máls- flytjandi stígi ekki á ræðupal! hér á Akureyri og ekki mun sá orðrómur fara hjaðnandi eftir framboðsfundinn á Sunnudaginn, því þar urðn allir, jafnt andstæðingar, sem meðhaldsmenn, hrifnir af mælsku, þrótti og víðsýni hans. Er óhætt að segja að hinir 5 — 600 áheyrendur urðu allir að eyrum er hann hóf mál sitt,« »Yar ádeila hans á stjórnmálaflokk: ana þung og þrungin rökum, sem hinir frambjóðendurnir treystu sér ekki með einu orði að hrekja•« »Ef segja ætti glögt frá ræðu E. O., sem í raun og veru var eina ræð-, an sem hægt er að kalla framboðs- ræðu, því ræður hinna allra voru ekki þannig að hægt væri að nefna þær svo, þá þyrfti mörg þlöð af Verkam. til þess, því hver ræða hans var innihaldsríkari og kröftugri en margar ræður hinna frambjóðendanna. Enda var hrifning fundarmanna svo mikil, á meðan E. O. talaði, að svo mátti heita, að hann hefðj mestallan fundinn með sér, enda sýndi hið ó- svikna lófaklapp, sem hann fékk í ræðulok, að ræða hans féll í góðan jarðveg og ef dæma mætti eftir því, ætti E. O, að vera sjálfkjörinn þing- maður fyrir Akureyrarkaupstað.* Þetta skrifar nú Einar Olgeirsson um sjálfan sig. í hæsta máta væri það óviðeigandi að syngja yfir honumj »Sælir þeir, sem sárt til finna sinnar andans nektar h#r — —« Nú þagði Eiríkur. Pað hefir aldrei brugðist undanfar- in ár, að þegar Einar Olgeirsson hef- ir verið að halda pólitískar ræður, hefir Eiríkur Kristjánssvn sí og æ verið að grípa frara í fyrir honum, og þá ekki altaf yandað honum kveðjurn- ar. Á framboðsfundinum á Sunnu- daginn þagði Eiríkur og klappaði fyrir Éinari. Nú var Einar samherji íhaldsins og barðist um á hæl og hnakka fyrir það. Svo dyggan vikq- pilt kann Eiríkur að meta. Samherjarná. Eftir fundinn á Sunnudaginn var einn fundaimaður að sþyrja kunningja sinn, hvernig á því hefði sfaðið, að þegar íhaldið hefði klappað, hefðu kommún- istar klappað líka, og eins hefði í- haldið gert, er kommúnistar byrjuðu að klappa. Hann áttaði sig ekki á því fyr en honum var bent á að þarna voru samherjar að verki. Báð- ir berjast gegn alþýðunni og vilja skóinn ofan af benni. Klappa svo hverjir öðrum lof í lófa, eins og góð- um s?mherjum sæmir. Ekki ár síðan. - í Verkamanninum síöast stendur meðal annars, þar sem verið er að tala um Erling Friðjónsson: »Það er ekki ár síðan hann lýsti sig síð- asi, sem kommúnista, en það var áður en E. F. sveik málefni verka- lýðsins.< (Leturbr. blaðsins). Verkafólkið hér í bæ, sem þekkir Erling Friðjónsson, ætti að skygnast um og aíhuga hvort það sér eitthvað það í fari Erlings, sem fram hefrr komið á þessu síðqsta ári, og sera sýnir það að hann hafi »svikið mál- efni verkalýðsins.5 Sjálísagt er það alveg rétt hjá Verkamanninum, að E. F. hafi ekki verið búinn að svikja »málefni verka- lýðsins* fyrir ári síðan, en hvað hefir hann þá svikið á síðasta ári? Fróð- legt væri ef Verkam. vildi benda á eitthvað. Skemdir á síldinni. Verkamaðurinn, 45. tbl., segir Erl- ing Friðjónsson hafa haldið því fram, að skemdir á síld Söltunarfél- ags verkalýðsins, þær í fyrra, hafi stafað af skemdu salti frá Einkasöl- unni. Kannske Erlingur hafi verið svona góður við söltunarfélagið? — Pað er ekki gott að vita nema svo hafi verið. En þó mun Erlingur hafa samþykt tillögu á, útflutningsnefndar- fundi, frá Einari Olgeirssyni, um það, að félagið fengi ekkert fyrir

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.