Alþýðumaðurinn

Útgáva

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Síða 1

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Síða 1
30.-31.ibL, I. árg. Akurej’ri, Þriðjudaginn 9 Júní 1931. Y A BIO Opiðhréf til Einars Olgeirssonar. í vetur um nýársleitið ritaði eg þér nokkar línur í opnu bréfi út af óhróðri, sem þú hafðir látið »Verka- manninn* og «Verkalýðsblaðið« flytja um flokksmenn mína og mig, að því leyti sem störf mín voru sam- eiginleg störfum flokksbræðra minna á þingi. Fyrra bréfinu sem eg reit þér svaraði þú af þeim mætti sem þú hafði til, en því síðara varð þér ofurefli að svara. Pó ætla mætti að þér hefði orð- ið að þessu nokkur ráðning, þar sem samfara þessu urðu hrakfarir þínar við kosningu í Verkamanna- félagi Akureyrar, þá hefurðu hald- ið áfram þinni sömu iðju um það að kalla mig og flokksmenn mína «svíkara«, »verkalýðssvikara«, «krat- ana sem væru reiðubúnir til að svíkja alþýðuna* og öðrum því lík- um nöfnum- Oftastnær hefir þú varpað þessum orðum fram alment um Alþýðuflokkinn en fráleitt er að þér hafi dugað það til hlýtar, því tíðum hefir þú gefið öllum þing- mönnum Alþýðuflokksins þessi nöfn í einu og tíðum hefirðu fært þau yfir á vissa menn flokksins, svo sem Jón Baldvinsson Héðinn Valdi- marsson, Stefán Jóh. Stefánsson og á mig, þegar þér hefir þótt slíkt henta. Svo nefnd séu dæmi skal bent á að í blaði þínu Verkamanninum þegar hann sagði frá framboði þínu til þings, þá er komist svo að orði að nú fái þó alþýðan þingmanns- efni sem svíki hana ekki, »eða of- ur selji hana ekki eymd og bágind- u m.« Pað dylst ekki að slíkum ummæl- um, sem þessum. er beint til mín. Eg hef farið með umboð aiþýð- unnar á þíngi íyrir þetta kjördæmi undanfarin 3—4 ár. Þú býður þig fram í þessu kjördæmi og telur þig þingmannsefni sömu mannanna og kusu mig til þings síðast. Pú læt- ur blað þitt hlaupa með þann boð- skap að þú svíkir ekki verkalýðinn eins og sá maður, sem verið hefir talsmaður hennará þingi undanfarið. Pú vilt ef til vill velta ábyrgðinni af þér yfir á einhvern lepp þinn, við þennan blaðsnepil, af því þú hefir ekki verið heima hér, þegar þetta kemur í blaðinu, en mörg blöð «Verkamannsins* vitna um það að þessi ummæli urn mig eru tekin úr hjarta þínu og undan tungu- rótum þess manns, sem ekki getur tekið svo penna, að ekki leki úr honum sami óþverrinn í öðruhverju orði »svikarar«, »verkalýðssvikari«, »kratar sem eru reiðubúnir að svíkja a!þýðuna« og annað þessu líkt, og allir þínir atkvæðasmalar kalla þessi sömu orð í eyru kjósenda nú fyrir þessar kosningar, og ekkert annað en þessi feitu, sífelt undirstrikuðu orð er það sem á að afla þér fylgis nú við kosningarnar. Og í síðasta blaði Verkamanns- ins farast þér svo orð til biðbótar við alt annað sem á undan er komið: »Kratarnir vœru nú og eru reiðu- húnir til að sv\kja alþýðuna með sambrœðslu við íhaldið eins og þeir áður sviku hana í sambræðslu við Framsókn. En E. F. vildi auðvitað helst svíkja alþýðuna með sambræðslu við oáða flokkana, því hann er van- ur styðjast við þá báða frá Verka- mannafélagi Akureyrar.* Miðvikudagskvö/dkl. 8l/i Ást langans Kvikmyndasjónleikur í 9 þáttum. í aðalhlutverkunum: Marin Philbin, Fred MackKaye, Otis Harlan. Fatleg og göfgandi mynd. Hvernig Hst ykkur á, verkamenn í Verkamannafélagi Akureyrar, sem eruð Framsóknarmenn eða íhalds- menn? Eg sveik alþýðuna með því að styðjast við ykkur í Verkamanna- félaginu. Pið eruð sýnilega ekki alþýðumenn. Þið eruð Framsóknar og íhaldsmenn, sem »alþýðusvikar- inn,« Erlingur Friðjónsson styðst við í Verkamannafélaginu. Það varðar ekkert um ykkar vilja í verkalýðs- málum. Erlingur Friðjónsson og sam- flokks menn lians hafa svikið al- þýðuna með því að starfa með flokksmönnum ykkar á þingi að framgangi hagsbótamála alþýð- unnar. Og þó Einar Olgeirsson hafi ekki nefnt kratana í sama núm- eri og ykkur Framsóknarmennina og íhaldsmennina í Verkamanna- félagi Akureyrar, þá er hann svo oft búinn að tala um þá, sem verkalýðssvikara að enginn þarf að efast um að þeir séu ekki settir ofar á bekk í hugskoti Einars en

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.