Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 2
ALt»ÝÐUMA£)tJRINN þið, sem verkalýðssvikarinn, Erling- ur Friðjónsson styðst við í Verka- mannafélaginu. Það er hvorki meira né minna, en að minstakosti 3/* hlutar verka- manna í Verkamannafélagi Akur- eyrar tilheyra verkalýðssvikur- unum, Krötum Framsókn eða íhaldi. Og s/i hlutar félagsins eru að dómi Einars Olgeirssonar svo svívirði- legir menn að >Kratarnir eru reiðu- búnir að svíkja alþýðuna* með því að starfa með Framsóknarmönnum og Ihaldsmönnum í félaginu og sýni- legt er hversu háskalegir menn þess- ir, Framsóknarmenn og íhaldsmenn eru, fyrst það eru svik við alþýð- una að starfa með þeim. í mínum eyrum er orðið »verka- lýðssvikari* og önnur slík orð það ljótasta sem eg heyri. Eg veit líka að þú trúir á kraft slíkra orða. Þér eru þau álíka munn- töm eins og trúuðum mönnum fyr- irbænir. En hver eru þau þá þessi »verka- lýðssvik* mín og samflokksmanna minna sem verið hafa á þingi? Pú hefir síðustu dagana bæði á framboðsfundinum um daginn og í blaði þínu reynt að skýra þetta. Og svikin eru eftir því sem þér segist frá* *Sambrœðsla við íhaldið, eins og þeir áður sviku hana (alþýðuna) í sambræðslu við Framsókn. En E. F. vildi auövitað helst geta svikið alþýðuna með sam- bræðslu við báða flokka* Annað þessu líkt er undirstaðan undir slagorðum þínum, um »svik- in við alþýðuna.* Öllum mönnum er kunnugt um að Alþýðuflokksþingmennirnir hafa unnið að umbóta- og hagsmuna- málum alþýðunnar á þingi með að- stoð þeirra þingmanna, og meira að segja heils þingsflokks í þinginu, sem fallist hafa á mál Alþýðuflokks- ins- Þú, eins og fjölmargir aðrir ut- an þingsmenn, hafa gjört kröfu til þess að þessum málum yrði kom- ið í framkvæmd Pegar eg fór fyrst til þings, gekst þú fremst fram í því að krefjastað komið yrði skipulagi á sölu síldar-' innar. Stigið hefir verið spor f þessa átt. Pú hefir tskið að þér fram- kvæmdasf jórastarf við fyrirtæki það, sem gert hefir lagfæringar á óreið- unní sem ríkti í síldaiútvegnum, og þú hefir hvað eftir-annað reynt til að gera þig að píslarvætti í augum almennings fyrir það að þér var sagt upp þessu starfi. Það er því aug- Ijósf að þú hefir triíað því að þetta fyrirtæki sé þess vert að þú leggir þar fram krafta þína fyrir alþýðuna. Nú er eg og flokksmenn mínir á þingi »alþýðusvikarar« af því að við höfum notið aðstoðar Fram- sóknarflokksins, í því að koma þessu fyrirtæki á föt. Pú hefir heimtað að ríkið tæki í sínar hendur vinnslu þeirrar síldar, sem í bræðslu er látin. Stigið hef- ir verið sfior í þessa áit Pú hefr krafist að mentun alþýð- unnar yrði aukin. Tilraun hefir ver- ið gerð til þess með stofnun Gagn- fræðaskóla hér á Akureyri. Pér hlýtur að hafa verið það ljóst, að engu af þessu eða öðru, sem gert er eða þarf að gera, er hægt að koma í framkvæmd, nema með aðstoð annarshvors þingflokksins, sem þú telur okkur Alþýðuflokks- þigmennina vera »alþýðusvikara« fyrir það að hafa notið aðstoðar þeirra við þessi mál. Hefir þú gert þessar kröfur til þess eins að geta kallað okkur »verklýðssvikara« fyrir að hafa met- ið það meira að koma einhverju í framkvæmd, heldur en að standa aðgerðarlausir á torginu með hávaða og bægslagangi? Ég hefi aðeins drepið hér á fá mál og athugað nokkur atriði, en það gæti vel orðið margt fleira, sem ég hefði gaman af að tala um við þig og flokksmenn þína. En það verður ef til vill gert á öðrum sfað hér í blaðinu, En ég á eftir að skygnast um og athuga hversu vel þú heldur sjálfur þau boðorð þín, að leita ekki aðstoðar Fram- sóknarmanna eða íhaldsmanna, þeg- ar þú ert að reyna að koma áhuga- málum þínum í framkvæmd. Það er nú orðið á allra vitorði, að þú ert aö flytja héðan burtu úr bænum, til höfuðstaðar landsins. Jarðarför Guðmundar bróður okk- ar fer fram frá kirkjunni, Miðviku- daginn 10. Júní k|. 1 e. h. Akureyri, 8. Júní 1931. Anna Árnadóttir. Sigríður Ámadóttir, Gísli Árnason. Jón Árnason. Þú, eins og eðlilegt er, vilt ekkn ganga atvinnulaus þar. Þú hefir fengið þá flugu í höf- uðið, að best gætir þú unnið að velferðarmálum alþýðu með því að stofna hákapitalistiskt hlutafélag til innkaupa á rússneskri olíu og ef til vill fleiri vörum. Til þess að koma þessari hugsjón þinni í fram- kvæmd, hefirðu leitað aðstoðar hinna kapitalsterku fyrirtækja. Þii hefir gengið heim til Samb. ísl. samvinnufélága, og beðið það hjálp- ar til þess að koma þessari hug- sjón þinni í framkvæmd til bless- unar verkalýð landsins. — Ekkert skorti á að þú hefðir margt ófag- urt að segja um þessa stofnun,. þegar Verkamannafélag Akureyrar stóð í deilu við hana um kaup fólksins í gærurotuninni og á Gefj- un. En þó hafðir þú 2—3 mán- uðum eftir kaupdeiluna öðlast þá trú á þessa stofnun, að þú ætlar að gera hana að hluthafa í fyrir- tæki, sem þú stofnar til hagsbóta fyrir alþýðuna. Næsta spor þitt er í þessum er- indum til Mjólkurfélags Reykjavík- ur, semá að verða annar hluthaf- inn í bjargræðisfyrirtæki þínu fyrir verkalýðinn, og myndir þú þó, ef að líkum lætur, hafa ýmislegt ann- að en fagurt að segja um það fyrirtæki. Þriðja ganga þín var til Kaup- félags Eyfirðinga í sömu erindum og til hinna félaganna. Við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar hófst þú harða árás á þetta félag fyrir skilningsleysi á samvinnu- stefnunni og andstöðu við verka- lýð og smábændur. Nú biður þú um að mega ganga í faðm þessa félags og telur þar þér og hug-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.