Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 3
alÞýðumaðurinn sjónum þínutn fyrir verkalýðinn helst borgiö. Fjórða ganga þín í umræddum erindum var til eins stærsta kaupmannsins hér í bæ. — Háttstandandi manns í íhaldsflokkn- um, sem þú telur að verðleikum »versta andstæðing« alþýðunnar. En nú vilt þú gerast kontorpeð þessa afleggjara íhaldsins »versta andstæðings* verkalýðsins. Og þar ætlar þú að lesa þínar rússnesku bænir alþýðunni til frelsunar. En saga þinna framtíðardrauma um dáðríkt starf í þágu alþýðunn- ar í vinnumensku hjá þeim stofn- nnum og mönnum, sem hér hafa verið talin, er ekki á enda. — Pú komst einnig til »verk|ýðssvikarans« Erlings Friðjónssonar. Pó hann hafi saurgað hendur sínar í samstarfinu með Framsóknar- og íhaldsmönn- um í Verkamannafélagi Akureyrar og á Alþingi, þá langaði þig samt f hornið til hans, þegar rúss- neska olían átti að fara að streyma um landið í gegn um hendur þínar. Ég þykist nú hafa fært rök að því, að þú sért engu síður líklegur til þess að leita aðstoðar fhalds og Framsóknar í þeim málum, sem þér eru áhugamál, hvort sem þau eru fyrir sjálfan þig eða fyrir þann flokk sem þi\, tilheyrir, heldur en við, sem unnið höfum fyrir Alþýðu- flokkinn á undanförnum.þingum. Erlingur Frið/ónsson- lagst á Svein í grefii. í »Verkamanninum« síðast er rifjað upp það óhapp er henti Svein heitinn Sigurjónsson á síðari árum hans í Verkamannafélagi Akureyrar er hann og fylgismenn hans urðu valdir að stórkostlegri hningun Verkamannafélagsins. Er í hæsta máta ómaklegt að rifja slíkt upp að S/eini látnum, því vitanlegt er að Sveinn iðraðist þess mjög áður en hann dó að hafa orðið valdur að slíku. Og allir skárri menn Verka- mannafélagsins munu fyrir löngu búnir að fyrirgefa Sveini yfirsjón hans. En fyrst »Vnrkamaðurinn« hefir oiðið til þess að rifja upp þessi Iöngu liðnu mál er rétt að geta þeirra að nokkru af þeirri ástæðu að líkt virðist háttað ógæfu Einars Olgeirssonar í verkalýðsmálum eins Sveins heitins. Litlu eftir 1920 var atvinnuleysis- sumar, en kaup hafði þó verið greitt almennt kr- 1,20 á tímann, og vildi Sveinn og lið hans halda kaupinu óbreyttu fram yfir veturnætur, en gætnari menn félagsins vildu lækka það í September um haustið eins og venja hafði verið áður, að vinna fyrir lægra kaup haust, vetur og vor en yfir annatímann. Sáu hignari menn félagsins það fyrir að ekki yrði ráið við kaupið ef atvinnuveit- ur yrðu espaðir upp með óvanaleg- um kröfum þegar atvinnuleysi var mikið, en Sveinn og hans menn fengu því ráðið að ákveðið var af félaginu, litlum meirihluta á fámenn- um fundi, að halda taxtanum ó- breyttum. . Urðu þessar óvenjulegu kröfur þegar aðstaða Verkamannafélagsins var erfiðari, en oft áður vegna at- vinnuleysisins, til þess að hleypa þrótti í atvinnurekendur og tókst þeim að hafa kaupið niður í 75 aura um tímann þegar fram á vet- urinn kom. Pað kostaði Verkamannafélag Ak- ureyrar nálega 5 ár að rétta sig við eftir það áfall, sem það hlaut af þessu. Sveinn heitinn stóð að því leyti á sama stigi í verkalýðsmálum og kommúnistar standa, að hann gerði sínar kröfur án þekkingar á því, hvað hægt var að framkvæma og án þess að skilja afleiðingar af ó- förunum, sem félagsskapurinn er leiddur út í með ráðum þeirra. Þegar leitað er að hliðstæðum dæmum í ráðsmennsku kommún- ista í verkalýðsmálum, því er skýrt hefir verið frá hér.verða þau mýmörg dæmin, sem sanna ógæfu þeirra líka því er henti Svein heitinn og sem Einar Olgeirsson finnur ástæðu til að tala um i »Verkam«. Skal hér bent á nokkur þeirra, sem nærstæðust eru. E- O. í fyrrahaust f<5r Einar með her manns hér fram fyrir bæinn þar, sem unnið var að vegavinnu lands- sjóðs og heimtaði hærra kaup fyrir vegavinnuménnina. Var Erlingi Frið- iónssyni falið að leita samninga við ríkisstjórnina um hækkun á kaupi vegavinnumannana. Vildi ríkis- stjórnin ekki ganga inn á kaup- hækkun en bauð það að kaupið yrði ekki lækkað í miðjum Október eins og vegamálastjóri hafði látið í ljósi að yrði gjört, Sendi þá kommúnistahersveitin, með Einar í fylkingarbrjósti, ríkis- stjórninni og vegamálastjóra hótun- unarskeyti um það að, ef ekki yrði gengið inn á allar þeirra kröfur, yrði vinnan stöðvuð í brautinni. Svaraði ríkisstjórnin því skeyti þannig að best væri að kommún- istarnir sýndu hversu miklir menn þeir væru fyrir sér, og yrði kaupið því lækkað í vegavinnunni eins og til hefði staðið, og þeim boðið að koma með herinn. Vitanlega létu kommúnistar sitja við sín stóVu orð og gerðu ekkert meira en að hóta að gera mikið og afleiðingin af hótunarskeyti þeirra til stjórnarinnar varð sú, að menn- irnir í vegavinnunni héldu ekki kaupi sínu óbreyttu heldur var það lækkað í miðjum Október. Mennirnir í vegavinnunni vildu ekkert með brölt kommúnistanna hafa. Vissu sem var að þeir myndu ekkert annað en skaða af því hljóta. Vinnu átti að slöðva með valdi í gærurotunarstöð Sambands ísl. samvinnufélaga hér í Orófargili í vetur og á þanrt hátt fá hækkað kaup þeirra manna sem þar vinna. Var svo lítil fyrirhyggja höfð í því máli af hendi kommúnistanna að ráðast átti í það verk, með samþykt rúmlega 20 manna á fjölmennum fundi í Verkamannafélagi Akureyrar. Allur fjöldi fundarmanna greiddu ekki atkvæði um málið, sem sýndi það að þeir höfðu ekki trú á að- ferðum þeim, er kommúnistar telja sjálfsagt að beita hvernig sem á stendur. Pegar svo Einar Olgeirs- son leitaði síðan eftir kauphækkun hjá Sambandinu fyrir mennina í gærurotuninni fékkhann sama hrygg- brotið eins og hann hlaut, er hann

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.