Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 4
ALÞÝÐDMAÐURINN
heimsótti Jón Árnason og bað hann '
að hjálpa sér til þess að verða fram-
kvæmdarstjóri í rússneska olíu-
hringnum hér á landi.
Gefjunarmálið þekkja allir. Hvað
eftir annað voru gerðar samþyktir
í Verkamannafálaginu af hendi
kommúnista um að stöðva vinnu í
Cefjunni um hávetur, sem óhjá-
kvæmiiega hefði leitt af sér atvinnu-
missir fyrir fólkið sem þar vann.
Og þó hafði eigandi verksmiðjunn-
ar gefið þá yfirlýsingu að hann
myndi hækka kaup fólksins um ný-
ár. Lá við sjálft að kommúnistar
spiltu því að sú kauphækkun næð-
ist.
Fjórða frumhlaup kommúnistanna
í verkalýðsmálunum á tæpum 9
mánuðum er það þegar brot úr
Verkakvennafélaginu samþykkir að
hækka vinnutaxta fiskverkunar-
stúlknanna, án þess að hafa fengið
þær stúlkur, er þá vinnu stunda, til
þess að fylgjast að með þær kröf-
ur, eða undirbyggja kröfurnar að
öðru leyti. Ávöxtur slíkra frammi-
stöðu er sá, sem áður hefir verið
skýrt frá hér í blaðinu, að atvinnu-
rekendur hafa sett þessum stúlkum
verri kjör en áður. J
Hér hafa þá verið nefnd fjögur
hliðstæð dæmi, því er gerðist 1Q21,
og Einar Olgeirsson hefir minst á
í samhandi við Svein Sigurjónsson.
Og þessi fjögur hliðstæðu dæmi
hafa öll gerst á síðustu Q mánuðum.
Ólánsatburðirnir í verkalýðsmálun-
um sem kommúnistarnir hafa verið
valdir að hafa því endurtekið sig
til jafnaðar á rúmlega tveggja mán-
aðafresti.
Sveinn Sigurjónsson gerði ekki
þá yfirsjón sem hér hefir verið
nefnd, nema einusinni á æfinni svo
nær stæði Fyrir E. O. að taka hann
sér til fyrirmyndar en að álasa
honum.
Spentír.
• Hvernig gengur hjá ykkur?< kváðu
smálar kommúnista annarsvegar og
smatar íháldsins hmsvegar, segja
hvbrir við &<3ra, er þeir hittast á götu.
Samvinnan er ágæt og spenningurinn
í hápunkti á báðar hliðar.
KOSIVIISÍGIN.
Kostning til alþingis er framkvæmd dálítið á annan hátt en kósning
til bæjarstjórnar. Alþýðumanninum þykir því rétt að geta hennar að1
nokkru, nýjum kjósendum til leiðbeiningar.
Pegar kjósandi kemur inn í kjörstjórnarklefann, fær hann í hendur kjör-
seðil, sem lítur þartnig út:
Erlingur Friðjónsson
Einar Olgeirsson
Guðbrandur ísberg-
Kristinn Guðmundsson
Með þenna seðil fer kjósandinn í kjörklefann og stimplar með stimplí,,
er þar liggur á borðinu, yfir hvíta depilinn framan við nafn þess manns
er hann kýs. Pegar kjósandi, er kýs Erling Friðjónsson, hefir kosið Iít-
ur seðillinn þannig út:
Erlingur Friðjónsson
Einar Olgeirsson
Guðbrandur ísberg
Kristinn Guðmundsson
Pegar kjósandinn hefir stimplað yfir depilinn, svo vel að hann sjáisf
ekki, þerrsr hann ^fir með þerriblaði, er líggúr á borðinu, brýtur seðií-^
inn í sama brotoghann var áður og stingur honum niður um rifu á at-
kvæðakassanum í kjörstjórnarklefanum um leið og hann gengur út,