Alþýðumaðurinn - 09.06.1931, Blaðsíða 5
alÞyð umaðurinn
Muna skal að setja eingin merki á seöilinn, er geti gert hann þekkjan-
legan.
Kjósendur eiga heimtingu á aðstoð kjörstjórnar við kosninguna. Til-
nefna þeir þá þann mann er þeir æskja helst og leiðbeinir hann við
kosninguna. Skemmist kjörseðill hjá kjósanda, eða hann, í ógáti kjósi
annan en hann ætláði sér, á hann heimtingu á að fá annan atkvæða-
seðil, eh sá fyrri er eyðilagður.
Varast skal að láta nokkurn sjá atkvæðaseðilinn, eftir að kjósandi
hefir kosið.
Alþýðukjósendur! Kjósið rétt. Látið engan seðil verða ógildan.
Kjósið Erling Friðjónsson.
„Svik."
Það er mælt um íólk, sem haldið
€r af andlegum sjúkdomum, eða sér-
staklega gallað að öðru leyti, að það
sé altaf með orðatiltæki á vörunum,
sem bendi á hið innra-. ástand þess.
Þykjast mannþekkjarar geta á þesssu
lesið hvaða kendir það seu, sem rík-
astar ern með hverjum einstaklingi.
Sé gengið út frá þessari grundvall-
arreglu, og hún stendur ekki í lausu
lofti, þarf ekki skarpskygnan mann til
að sjá hvaða kendir séu ríkastar hjá
nánustu fylgifiskum Einars Olgeirsson-
ar um þessar mundir. Blaðið, sem
hann skrifar, Verkam., sér ekkert ann-
að en *sviks — svik hjá öllum.
Atkvæðasmalar Einars tala ekki um
annað við fólkið, en »sWAr«. »Svik«
— »svik« og aftur »svik« drjúpa úr
penra E. O. »Svik« og ekkert ann-
að en »svik« streyma af vörum tals-
manna hans í bænum.
Hvað skyldi það þá vera, sem inni-
fyrir býr?
Blaðaskrif og orðamælgi geta að
vísu haft sín vondu áhrif, en þó eru
verkin lakari, og þegar orð og at-.
hafnir fara saman, er hámarki mann-
skemmdaiðjunnar náð.
Hingað til hefir »Alþm.« látið
smástríðni og hnippingar nægja á
inóti svikaskrafi »Verkam.« Hann
hefir lika beðið með að taka svika-
verknað E, O. og fylgifiska hans fyr-
ir, i von um að eitthvað það yrði gert
af hendi kommúnistanna, sem bætti
fyrir aðfárir þeirra og skemdarverk á
sviði verklýðsmálanna.
En nii virðist yera útséð um það,
að þaðan sé nokkurs annars að vænta
en samskonar athafna, sem verkalýð
þessa bæjar er þegar farið að svíða
svo undan, að nóg er komið.
Pað er lengi hægt að þola getsakir,
róg, nið og annan auraustur frá
mönnum, sem ekki geta framleitt ann-
að. En þegar sómi og velferð verka-
lýðsins er haft að leiksoppi og hann
svikinn á hinn herfilegasta hátí,
verður ekki komist bjá að afhjúpa þá
sem ódæðið fremja. Alvara lífsins er
þá komin til skjalanna og henni verð-
ur ekki vísað á bug,
Það hefir áður verið bent á það
hér í blaðinu, hvernig Einar Olgeirs-
son fiefir — frá því í fyrrasumar —
unnið sleitulaust að því að kljúfa
verklýðssamtökin. Fyrst með því að
reyna að kljúfa Samband ungra jafn-
aðarmanna frá Alþúðuflbkknum. í
öðru lagi með því að berjast fyrir
»óháða sambandinu*, sem ekkert ann-
að átti að vera en fótaþurka komm-
únistanna. t þfiðja lagi með því að
kljúfa Verklýðssamband Norðurlands
út úr Alþýðuflokknum og venja það
undir Rúksa; og fleira af sama tagi,
Hér verður sögu kommúnistanna
haldið áfram, og verður ekki sagt að
hún fari frikkandi eftir því sem á hana
lýður. —
Eftir að árásir Einars á. Alþýðu-
flokkinn höfðu mistekist og hann
hafði stofnað kommúnistaflokkinn,
beindi hann starfsemi sinni inn til
verklýðsfélaganna, og þá fyrst og
fremst að verklýðsfélögunum hér í
bænum, því þar hafði hann besta að
stöðu. S. I. haust barðist hann fyrir
og fékk því framgengt í Verkamanna-
félagi Akureyrar, að gerðar voru sam-
þyktir um hitt og þetta, sem svo
félagið ekki vildi framfylgja, þegar á
reyndi; svo sem um vinnustöðvun
fram i firði, og stöðvun á vinnu á
Gefjun og gærurotuninni. Af þessutn
málum hlaut félagið álitshnekki og
raun sem von var. Mörgum var
það þá þegar ráðgáta hve E. O, tók
þessum óförum sínum og félagsins
rólega, jafn volgur og hann virtist vera
inn við beinið, en alt þetla er vel
skiljanlegt, þegar það er athuguð, sem
á eftir kemur.
Næstu »sigrar« E. O. í Verka-
mannafélaginu voru þeir, að ná full-
trúunum á Sambandsþing V. S. N,
og í fulltrúaráð verklýðsfélaganna. —
Við val á þeim mönnum var ekki um
það sint, hvort þeir gætu orðið verk-
lýðsíélögunum að gagni, heldur á
það eitt iitið, að þeir fylgdu E. O- í
blindni.
Áður hðfðu verkamenn yfirleitt
ekki grunað E. O. um græsku, en er
hér var komið sögunni sáu þeir hvert
stefndi fyrir honum. ?€]> tóku því
af honum ráðin þegar til stjórnar-
kosningar kom í félaginu, og kusu þá
menn, sem treystandi var til að safna
því er E. O. hafði sundrað og reisa
það við, sem hann með glannahætti
og gerræði hafði fellt, sem var álit
félagsins út á við.
E. O. ætlaði að gera Karl Magnús-
son að.formanni Verkamannafélagsins.
Pó Karl Magnússon sé besti drengur,
er saga E. O. með hann innan verk-
lýðshreyfingarinnar, raunasaga. Við
stðustu bæjarstjórnarkosningar tróð E.
O. Karli nauðugum i það sæti á lisia
verkalýðsins, sem slegist var um við
kosningarnar, en sparkaði þaðan Stein-
þóri Guðmundssyni, sem gætnarf
menn fulltrúaráðsins ætluðu það sæti.
Petta varð til þess, að sætið tapaðist
og íhaldið græddi fulltrúa á þessari
skyssu. E. O.. gerði Karl að for-
manni Sjómannafelags Norðurlands.
Pað félag var starfslega dautt fyrir ári
síðan. Nú cetlaði E. O. að geia
Karl að formanni í Verkamanna-
félagi Akureyrar, til að láta hann
fara með það sömu leiðina.
E. O,, sem með einstðku jafnaðar-
geði hafði tekið því að V. M. F. A.
hefði skömm og skaða af vinnustöðv-
unar, Gefjunar- og gærurotunr.rmálinu,