Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 11.06.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 11.06.1931, Blaðsíða 1
I. árg. Akureyri, Fimtudaginn 11. Júní 1931. 32. tbl. Um hvað er barist? Margur spyr svo við þessar kosningar. Og þó er spurningtinni auð- svarað. — _, íhald og Framsókn bérjast urh yfirráðin yfir ríkiskassanum og ráð- herrastólunum. íhaldið hefir enga stefnuskrá í landsmálum. — Það " berst einungis til valda í landinu og styðst í þeirri baráttu við aðal auðmagn landsins. Framsókn á í vök að verjast gegn því. Að baki hennar stendur mikið minni lið- styrkur, en á bak við íhaídið, en hún lafir uppi á óréttlátri og úr- eltri kjördæmaskipun, sem hún nú er að verja með öllum þeim mætti, sem hún hefir yfír að ráða. Stefnu- skrá Framsóknar er stæling af stefnuskrá Alþýðufiokksins — en gengur bara skemra í öllum atrið- um, og því ólíklegri til að verða þjóðinni að gagni. Kommúnistar bjóða fram fulltrúaefni aðeins þar, sem þeir geta klofið alþýðusamtök- in með því. Þeir vita að þeir eiga ekki von í neinu þingsæti, en þetta er eitt af klofningsstarfi þeirra, sem þeir framkvæma eftir rússneskutn fyrírskipunum. Alt skraf kommún- istanna um að þeir séu með þessu að berjast fyrir hagsbótum, alþýðu til handa, er aðeins til að hylja það hve tilgangslaus framboð þeirra eru, sem engar aðrar afleiðingar geta haft, en að veikja aðstöðu alþýð* unnar í kosningabaráttunni. Alþýðuflokkurinn gengur til kosn- inga með sömu stefnuskrá og áð- ur alhliða viðreisn lands og þjóðar eftir þeim fyrirmynd- um, sem bestar þekkjast og íyft hafa þfóðunum drýgst á undanförnum áratugum. Stefnuskrá Alþýðuflokksins er þjóðinni svo kunn, að henni þarf ekki að lýsa hér. Starf flokksins á undanförnum þingum hefir ekki vilt á sér heimildir. Fulltrúar al- þýðunnar hafa þar beitt öllum sínum áhrifum til að kriýja íhalds- flokkana til að vinna að réttlátum kröfum alþýðunnar. og hefir orðið vel ágengt, þegar litið er til aðstöð- unnar á Alþingi, þar sein tveir stærstu flokkarnir eru íhaldssamir og hafa verið samtaka um að sporna á móti stærstu áhugamálum alþýðunnar. Sérstaklega eru þessar kosningar þýðingarmiklar fyrir akureyrska al- þýðukjósendur,' sem hafa átt full- trúa á Alþingi undanfarið. Ber tvent til þess. Fyrst er það, að það hlýtur að vera hverjum hugsandi kjósanda sársauki, að láta sætið í hendur íhaldinu, vegna aðgerða pólitískra flugumanna, sem erlend þjóð send- ir til að kljúfa alþýðusamtökin. f öðru lagi hlýrur hverjum ær- legum alþýðumanni og konu að svella heilög reiði í brjósti yfir þeim svívirðingum, sém'yfir fulltrúa alþýðunnar, og þá sér í iagi fyrv. þingmann þessa bæjar, hefir verið ausið, af því að þeir hafa barist fyrir áhugamálum alþýðunnar á Al- þingi. — Og í þriðja lagi er vissa fyrir því, að ef Alþýðuflokkurinn tapar þingsætinu hér, er hag þessa bœjar stefnt í voða, að minsta kosti á þessu sumri. Kommúnistarnir blaðra nóg um kreppu, atvinnuleysi og ískyggilega framtíð þessa bæjarfélags og þjóð- arinnar í heild, en þeir virðast hugsa öllu minna af viti um þau mál. Peir virðast halda að blaður út í loftið nægi til að afstýra erfið- leikum hjá þjóðinni, en starfa á allan hátt gegn því, að aðstaðan verði bætt á skynsamlegan hátt. Allir hugsandi menn v i t a að þessa árs afkoma mikíls hluta bæj- armanna veltur á því, að hægt sé að veiða, og salta svo mikla síld til útflutnings á þessu sumri, sem framast er unt- — Allir hugsandi menn vita líka, að þetta er ekki framkvæmanlegt, nema að hægt sé að létta á síldarmarkaðinum með því að sel/'a sfld til Rússlands. Þetta er ekki hægt nema ríkið á- byrgist þessa sölu, og til þess þarf að fá samþykki Alþingis. Nú er það vitanlegt, að ef íhalds- maður hlýtur þingsæti hér, er ekki einungis vissa fyrir því, að þetta nauðsynjamál bæjarbúa verður ekkí — af honum — flutt á Alþingi, heldur hlýtur mótspyrnu hans þar. Afkoma bæjarbúa, þeirra er lifa af síidarvinnu og atvinnu við síidar- verkun, er því blátt áfram stefnt i voða, ef Alþýðuflokkurinn tapar hér þingsæti. Akureyrskir kjósendur vita vel hve fyrv. þingmaður bæjar- ins hefir starfað ötullega á undan- farandi þingum fyrir útvegsmál þessa bæjar, og enginn er líklegri til að bera þetta mál fram til sigurs á Alþingi en hann. Pað er því reyndar þannig, að nú er teflt um bjargræði verkalýðs- ins á Akureyri, um leið og gengið er að kjörborðinu á morgun, Ég veit að þeim hluta verkalýðs þessa bæjar, sem skoðar lífið í ljósi reynslu og alvöru, er þetta ekkert léítúðarmál- Það er þá líka heilög skylda hans gagnvart sjálfum sér og bæjarfélaginu sem heild, að leggja sig allan fram til að kosn- ingin á morgun falli alþýðunni í vil. Kosningin er alvarlegt og örlaga- þrungið spor í starfssögu verka'

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.