Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 16.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 16.06.1931, Blaðsíða 2
2 alÞýðumaðurinn þekkja kjör fólksins af samstarfi með því, heldur leitarðu þér að skildingum á öðrum vettvangi. Ég hygg að óhætt sé að fullyrða það, að enn myndi ég ganga með verkamönnunum með spaða og mölbrjót, eða hamar og öxi, á þann almenna vettvang, ef þeir hefðu ekki trúað mér til að standa fyrir þeirri stofnun sinni, sem þú ert að reyna að rægja í blaði þínu með þeim ummælum, að ég þori ekki að láta reikninga hennar koma fyr- ir sjónir félagsmanna fyrir kosning- arnar, og sem sýnilega, að undir- lagi þínu eða þinna manna, er ver- ið að þjófkenna mig í sambandi við. — — Hefir enginn maður lagst jafnt lágt og þú, er deila við mig, að gefa það í skyn, að reikningar, sem færðir eru á mína ábyrgð, en þó að minstu leyti af mér sjálfum við Kaupfélag Verkamanna, þoli ekki að vera sýndir, eða að mér hafi verið borinn á brýn óheiðarleiki I meðferð fjár. Sýnir það meðal annars á hve lágu stigi þú stendur í bardagaaðferðum þínum, eins og betur verður sýnt fram á síðar. Volæði þitt um að Brynjólfi Bjarnasyni sé bolað frá starfi við Síldareinkasöluna, byggist á sama hugsunarhættinum og lýst hefir sér gagnvart þér sjálfum, að þú og þínir nánustu fylgifiskar séu of *fínir« til þess að ganga á mölina með þeim sem þar vinna. Einka- salan á að ala Brynjólf á brjóstum sér fyrir 3 þús. kr. kaup, þó hægt sé að fá það unnið hjá Ríkisbræðslu- verksmiöjunni á Siglufirði fyrir 500 kr. sem hann hefir innt af höndum áður fyrir þessi 3 þúsund. Pér virðist vera öllu kærara að bitling- ar séu réttir að þínum mönnum en til annara, ef slíkur bitlingur ætti að falla Brynjólfi í skaut. Þú segir að strax sumarið 1928 hafir þú ritað grein, sem hafi átt að koma í »Verkamanninum« en ég hafi bannað að kæmi þar. Og í þessari grein hafi verið sýnt fram á það, að Síldareinkasalan ætti að vera vopn í höndum verkalýðs- ins gegn atvinnurekendum, en hafi orðið það gagnstæða, »hringur at- vinnurekenda gegn verkalýðnunt.* Hvað grein þfna snertir, hafði ég það aðallega á móti henni, að hún var eins og margt fleira frá þér, klaufalega rituð, enda breyttir þú henni mikið að efni og orðfæri eftir að þú komst heim. í annan stað var mér það Ijóst, að and- stöðublöð Einkasölunnar myndu taka sér grein þessa til inntekta að því leytii sem hún var árás á Einka- söluna, en þú varst utanlands og ekki til andsvara því er á móti henni yrði ritað, enda taldi ég Einkasöluna of unga til þess að þeir menn, sem unnið höfðu að því að skipuleggja hana, réðust á móti henni fárra mánaða gamaili. Að varpa úl ádeilum um það mál, sem vissa er fyrir að veldur blaðadeil- um, og vera sjálfur í fjarlægu landi, er likast því og þegar hæna verpir á bersvæði án þess að hirða um afkvæmið. Þú hælir þér af því að hafa strax sumarið 1928 hafið baráttu fyrir því að Einkasalan yrði vopn f höndum verkalýðsins móti atvinnu- rekendum, en hún hafi orðið það gagnstæða. En hvað hefir þú gert síðan 1928 tii þess að breyta Einkasöl- unni til hagsbóta fyrir verkalýðinn? Ekkert. Pú hefir þagað síðan 1928 og verið framkvæmdastj. þessa »hrings atvinnurekenda gegn verkalýðnum* og þú vilt ekki með nokkru móti fara úr þessari paradís, sem búin er til handa atvinnurekendunum — eftir þínum eigin orðum — og einhver kynni að segja handa þér líka, fyrst þú hefir ekkert getað unnið þar verkalýðnum til gagns, og vilt þó ekki fyrir nokkra muni fara þaðan. Ég get kent í brjósti um þig fyrir það, að þú skulir ekki hafa komið neinu í framkvæmd í sam- bandi við Einkasöluna, verkalýðnum til hagsbóta, sem þú vildir koma í framkvæmd, og sem ég hefi verið, sem samverkamaður þinn að reyna að hjálpa þér til að koma fram. — En þér hefir aldrei vöknað um augu út af því, þó þú hinsvegar hafir grátið þau örlög þin, að missa framkvæmdastjórastarfið og hvað eftir annað leitað til meðaumkunar fólksins vegna þess missis þíns. En ég get ekki kent í brjósti um þig fyrir það, þó þú missir atvinnu. Ég tel hvern þann mann, sem þyk- ist vera talsmaður alþýðunnar, eiga að sýna það í verkinu, að hann geti unnið sömu verk og hún — lifað við sömu kjör og hún, og liðið með henni sætt og súrt f vinnubrögðum daglegs lífs. Pað hefi ég gert í 12 ár hér á Akur- eyri, og lengur, ef sá tími er tekinn með, sem ég hefi unnið annars- staðar að almennri vinnu. Pegar þú hefir gert það sama, skulum við talast við, ef báðir verða þá uppi- standandi, og bera saman ráð okkar. Pað ska! þó tekið fram, að dylgjur þínar um að ég hafi verið með því að þér yrði sagt upp framkvæmdastjórastöðunni við Síld- areinkasöluna, eru algerlega tiihæfu- lausar, enda ættir þú að geta minst þess, að ég varði þig og þínar gerðir í Einkasölunni, fyrir órétt- mætum aðfinnslum andstæðinga þinna, meir en nokkur annar, þó laun þín væru svívirðingar um störf mín á þingi og flokksmanna minna. Ég leit á þig í Einkasöl- unni, sem mann frá Alþýðuflokkn- um, enda varst þú að hans tilhlut- un settur í hana. Ekkert kom til tals um Ouðmund Skarphéðinsson, eða nokkurn annan mann frá hendi t'lokksins, fyr en eftir að út- séð var um að þér yrði ekki hald- ið í Einkasölunni, en nú er það orðið Ijóst, að vegna áhrifa frá þér, verður Alþýðuflokkurinn að vera talsmannslaus í framkvæmdastjóra- stöðu Einkasölunnar, nema þú ger- ir bandalag við íhaldið um mann sem því væri þóknanlegur, og má þá geta nærri um hversu sterkt vopn að hann yrði í baráttu verka- lýðsins, þar sem hann yrði að styðjast við andstæðinga flokksins með stöðu sína þar. Ber þetta þess fullan vott, að þú sért ekki að hugsa um alþýðuna, þegar þú ert að leita að eftirmanni þínum í Einkasöluna.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.