Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 23.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.06.1931, Blaðsíða 2
2 ALfÝÐUMAÐtJRlNN þingi. í bæði skiftin var beitt sömu tækjum; persónulegu níði um fyr- verandi þingmenn bæjarins. Og í bæði skiftin gerðist nokkur hluti kjósenda ginningafífl rógsiðjumann- anna. í bæði skiftin var málefnum bæjarins ver skipað eftir en áður. Pó íhaldið féngi fulltrúa fyrir bæinn, er sigur þess enginn. Eins óg þingið er nú skipað, er engin von til að hann geti unnið flokkn- lim nokkurt gagn. Og ekki mun bæjarfélagið þurfa að vænta mikils áf honum heldur. Að fá fulltrúa, sem er í beinni andstöðu við hinn ráðandi flokk þingsins, en hefir þó e'hga aðstöðu til að hindra hann í nokkru máli, er jafnvel verra en að tíafa engan fulltrúa í þinginu. Cg ekki hsfði kjördæmið verið betur farið þó frambjóðandi komm- únista hefði náð kosningu. — Að senda mann á þing, sem ekki get- úr með nokkrum unnið, og engin áhrif getur haft, hvorki til ills eða góðs, er sú fáviska, sem ekki verð- ur bót mælt. Sigur kjósenda Ein- ars Qlgeirssonar er því fólginn í því, að þeir voru ekki tiógu margir til að koma honum að. E. O. vill telja sig frambjóðanda verkalýðslns hér og telur að Alþýðu- flokksstjórnin í Rvík hafi fellt sig með framboði Erlings Friðjónsson- ar. Þetta er auðvitað fáviska ein. Átkvæði E. O. og E. F. samanlögð voru ekki nógu mörg til að fella íhaldsmanninn. í -öðru lagi varð heimskuflan Einars með framboð fyrir kommúnistaflokkinn hér til þess, að Framsókn bauð fram sér- stakan fulltrúa, en án samvinnu hennar og jafnaðarmanna var ekki hugsanlegt að halda sætinu fyrir íhaldinu. — Menn, sem hugsa af viti um stjórnmál, gera ekki ráð ffyrir svo fávíslegri kosningu, að á annað hundrað Framsóknar- og íhaldsmenn fari svo gálauslega með atkvæði sitt, að þeir, á síðustu stundu, fari yfir á þann manninn, sem þeir hafa minst álit á sem þingmannsefni, til þess eins »að hleypa meiri vindi í hann«, eins og haft er eftir einum íhaldsmanni. Um átökin milli Erlings og Ein- ars, um hina raunverulegu alþýðu- kjósendur bæjarins, verður ekki fjölyrt hér. Pað er vitanlegt, að fyrir utan róginh, sem smalar E.O- báru út um E. F. fyrir kosningarn- ar, reið það baggamuninn kosn- ingadaginn, að fólkinu var talin trú um að v i s s a væri fyrir því, að Einar kæmist að, ef verkalýðurinn yfirleitt færi yfir á hann. Voru út- sendarar E. O. ekki einir með þetta, því bæði smalar Ihalds og Fram- sóknar notuðu það sem keyri á sína menn, að Einar væri hættuleg- ur. Og E. O. var ekki þá, þó hann sé nú að verða svo djúpt sokkinn í áliti verklýðskjósenda — og eigi eftir að sökkva enn dýpra — að þeir vildu hann ekki heldur en mann frá Ihaldinu. Að kommún- ismanum sé nokkuð hossað með atkvæðatölu E. O. á sér ekki stað nema í tölum þeim, sem E. O. símar til húsbænda sinna í Moskva um kosningarnar á Islandi, enda sést »hrifning« kjósenda yfir kosn- ingaúrslitunum best á því, að kommúnistar hafa enga áheyrn fengið hjá þeim, þó þeir hafi tvisv- ar reynt að ná tali af þeim, á fundi síðan um kosningarnar. Eins og getið var hér í blaðinu fyrir kosningarnar, valt það mjög á úrslitum kosningarinnar hér, hvern- ig atvinnumálum bæjarbúa myndi reiða af í sumar. I tilliti til þeirra mála gat kosningin ekki mistekist greinilegar en hún gerði, nema ef E. O. hefði náð kosningu. Og af- leiðingarnar koma niður á verka- lýðnum. Lítil með- mæli með bændura. Eins og getið er hér að framan, fékk Fram- sóknarflokkurinn um 5V2 þús. atkv. fleira við þessar kosningarnar 1927. Og við flestar undanfarnar kosningar hefir Framsókn átt óskiljanlega litlu kjósendaláni að fagna. Nú spretta upp úr djúpum þjóðarhafs- ins atkvæði í þúsundatali, sem áð- ur hafa legið þar grafin og gleymd. Manni verður að spyrja hvað þessu valdi. — Undanfarið hefir Framsókn kom- Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson, fað tilkynnist vinum og vanda- mönnum að Jónátan Jóséfsson múrari, Íést að heimili sínu hér í bæ þ. 21, þ. ra. Jarðarförin tilkynnist síðar. Akureyri 22. Júní 1931. Aðstandendur. Hjartans þakklæti vottum við öll- um þeim, sem auðsýndu okkur hlut- tekningu og samúð við andlát og jarðarför elsKu litla drengsins okkar. Akurejmi 22. Túní 1931. Rósa Porsíeinsdóttir. Svanlaugur Jónasson. ið til bænda, koshingar eftir kosn- ingar; lagt fyrir þá stefnuskrá sína í þjóðmálum, þar sem þeim hefir verið boðið gull og grænir skógar. Og bændurnir hafa setið heima í — þúsundatali — kosn- ingadagana. Nú kotn Framsókn til bœndanna og bað þá að hjálpa se'r til að viðhalda ranglátri kjör- dcemaskipun í landinu. Og sjáí Bændurnir komu í þúsundatali til að hjálpa iil við þetta þjóðþrifa,, sanngirnis og rétlætismál. Pað verður trauðla talin með-~ mæli með íslenskri bændastétt. A.-B.-C. »Betra er seint en aldrei«. Nú segist Einar Olgeirsson vera farinn áð sjá eftir rúminu í *Verkam.« fyrir róginn um Erling Friðjónsson. Hann hefði átt að sjá þetta fyrri, -þá hefði hann getað sparað sér um það hálft rúm blaösins síðastíiðið fardaga- ár. Pað hefði sþarað Verkalýðssam. bandi Norðurlands 2 — 3 þús. kr., sem látið er borga allan óþverr- ann. En nú er effir að sjá hvað þessi iðrun Einars, yfir meðferð á rúmi blaðsihs, endist honum lengí til betrunar. Pað eru ýmsir sem spá þvi að fljótt muni sækja í sama horfið aftur. Á Sunnudagkvöldið andaðist að heimili sínu hér í bænum, Jónatan Jósefsson múrari, 77 ára að aldri.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.