Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 30.06.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.06.1931, Blaðsíða 1
ÝÐUMAÐURINN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 30. Júní 1931. 36. fbL »Dómurinn ia!linn.« »Dagur«, síðasta lölublað, er all hreykinn yfir kosningaúrslitunum ¦tiú. Honum sýnist að »dómur« þjóðarinnar í kjördæmaskipunar- málinu hafi orðið með Framsókn. En hvernig er þessi »dómur« fjjóðarinnar, sem veitt hefir Fram- sóknarflokknum 21 þingsæti við þes.sar kosningar? Kosningarnar bera það með sér, að aðeins rúmur Vs hluti þeirra kjósenda, sem greitt hafa atkvæði við þessar kosningar, hafa fylgt ínálstað Framsóknar í kjördæma- skipunarmálinu. Hinir 2/3 hlutar lcjósendanna vilja fá bætt úr því bersýnilega ranglæti sem ríkir í íkjördæmaskipuninni. Þess er heldur ekki að undra þó meirihluti íslensku þjóðarínnar vilji afnema það ranglæti, sem nú sýnir sig best að er ríkjandi í kjördæma- skipun landsins, þar sem */« kjós- finda getur skipað stérkan meirihluta að þingmannatölu á þingi þjóðar- innar, af því að % hlutar þeirra fá ekki að njóta eðlilegs réttar. Tiltöíulega er stutt síðan að allar konur landsins voru útilokaðar frá því að eiga atkvæði um þióðarmái Álíka langt er síðan að vinnuhjú, lcarlar og konur, voru svift réttinum til þáttöku í landsmálum. Á síðustu árum hafa augu Iög- gjafanna opnast fyrir því, að slíkt væri hin mesta ósvinna að banna konum og vinnuhjúum afskifti af þjóðmálum. Fáir munu þó efast um að það hafi valdið allmiklti umróti í póli- ifsku lífi þjóðarinnar, að þessi hluti hennar, konur og vinnuhjú.fóru að taka virkan þátt í þjóðmálum. — Kjósendatala landsins gerði meira en að tvöfaldast við þessa breyt- ingu. Pó munu fáir þeir afturhalds- seggir nú vera til, sem haldi því fram, að ekki hefði átt að veita konum og vinnuhjúum þenna rétt. Nú virðist þó svo komið, að niðjar þeirra bænda í landinu, sem áður héldu pólítískum rétti fyrir konum sínum og vinnuhjúum — hafi það eitt áhugamál, að haldá hliðstæðum rétti fyrir a/s kjósenda í landinu, af því einu, að þeir eru ekki búendur á jörð, konur eða vinnuhjú í sveit. Er sú kenning all fávísleg, að sá maður, sem er háseti á skipi, verkamaður á möl- inni, eða húsgagnasmiður í kaup- stað, eigi ekki að hafa jafnan rétt við vinnumann sem slær gras upp í sveit eða bindur hey, til þess að ráða hverjir sitji á þingi þjóðarinn- ar — eða kona sem sefur hjá bónda upp í sveit, eigi að hafa tvöfalt at- kvæði um þjóðleg mál á móti kaupstaðarkonunni, þó báðar vinni lík heimilisverk. Pví hefir verið haldið fram af þröngsýnum og afturhaldssömum mönnum í þjóðréttindamálum, að einhver hætta stafaði af því að kjósendur í kaupsíað hefðu jöfn réttindi við kjósendur til sveita um landsmál. Slíku hinu sama var haldið fram af eintrjáningum þjóðmálanna gegn því að konur fengju jafnrétti við karlmenn og vinnuhjú við hús- bæridur. — Heimilisföður átti að stafa einhver hætta af þvf að kon- an riði á kjðrfund með honum, eða vinnuhjúin stæðu húsbændunum jafnfætis í því að greiða atkvæði um þjóðmál. — Nú er þessi margra alda þröngsýni brotin á bak aftur þó skamt sé síðan. En upp úr þessum margra alda gamla þröngsýnis hugsunarhætti, að hús- NÝJA BIÓ Miðvikudagskvöldkl. S1/' „Egviliitíia." Kvikmyndasjónleikur í 7 þátt- utn. — Aðalhlutverkin leika: Ann May Wong og Louis Lerch. Afar spennandi mynd úr stór- borgalífinu. — Hún gerist í París og sýnir fjölda æfintýra. bóndinn eigi einn að hafa atkvæðí um þjóðmál, virðist vera sprottin stí skoðun, að bændurnir í sveit- unum eigi að ráða fram úr vanda- málum kaupstaðanna og sjávar- þorpanna, en ekki borgarar kaup- staðanna sjálfra eða sjávarþorpanna. Sé leitað samanburðar á sveitun- um og kaupstöðum Iandsins í þvf á hverjum stöðunum hafi < orðið meiri framfarir á síðustu þrem tug- um ára, mun fáum dyljast það, að kaupstaðirnir bera af landhéruðun- um í því er lítur að framtaki og forystu í atvinnumálum, skólarnáí- um, og öðru því er til þjóðþrifa horfir. Ætti því framtakið að ráða, mun fáum dyljast að það er hin ntesta glópska, að ætla að sviffa kaupstaði og sjávarþorp eðlilegri þátttöku í landsmálum, með því að halda fyrir þeim rétti til jafns við sveitir landsins um þátttöku í þjóð- málunum. Sú hjákátlega vitleysa kom fram fyrir skömmu síðan, á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga, sem ntí

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.