Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.07.1931, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 07.07.1931, Blaðsíða 1
UMAÐURINN I. árg. Akureyri, Þriðjudaginn 7. Júlí 1931. 37. tbl. Fáheyrð verklýössvik. Stjórn Söltunarfélatjs verka- lýðsins á Akureyri nýður nið- ur söltunarlaun síldar og stoin- ar til kauplækkunar. »Verkamaðurínn* ver ó- sómann. Fyrir nokkru var þess getið hér { blaðinu, að Síldareinkasalan hefði, til ákveðins tíma, slept tilkalli til að ráðstafa síldveiðaskipum, og skyldu síldveiðendur og saltendur sjálfir semja um verkun síldarinnar. Trúlegt hefði nú verið, að hinir svoköIIuðu»síldarspekúIantar«hefðu notað sér þetta aukna frelsi og gripið til hinnar frjálsu samkeppni; boðið niður verkunarlaunin og gert tilraun til að lækka kaup verka- fólksins, sem að síldarverkun vinn- ur. — En þeir urðu ekki fyrstir til þess. Stjórn Söltunarfélags verkalýðs- ins á Akureyri byrjar á að bjóða niður söltunarlaunin um 50 aura á tunnu og stofnar með því til kaup- lækkunar. Ekki væri undarlegt þó ýmsum yrði á að spyrja þrisvar um það, hvort þetta væri satt Svo fáheyrt er það og ólíklegt. En hér er á- rangurslaust að spyrja. Stjórn Söltunarfélagsins hefir þverbrotið verklýðssamtökin á háskalegasta tíma og brotið ísinn fyrir þá at- vinnurekendur, sem sífelt sitja um tækifæri til að lækka vinnulaun verkalýðsins- Undanfarin ár hefir Sildareinka- salan ákveðið söltunarlaunin. Þau hafa verið miðuð við það, að vinn- an við síldarverkunina væri greidd samkvæmt taxta verklýðsfélaganna. Hafi einhver saltandi leitað á að greiða lægra en taxta, hefir verka- fólkið haft þetta að bakhjalli og átt auðvelt með að ná réttti sínum. Að bjóða niður söltunarlaunin er því hreint og beint að svifta verka- lýðinn því öryggi, sem undanfarin ár hefir gert honum kleyft að krefjast sæmilegra Iauna fyrir síld- arvinnuna og trygt honum skilvísa greiðslu verkalaunanna. Heyrst hefir að stjórn Söltunar- félagsins hafi tekið þessa ákvörðun með það fyrir augum, að félaginu gengi betur, eftir en áður, að fá skip til að skifta við sig. Þetta er hin mesta hugsunarvilla. Fyrst er það, að sá sem byrjar á að undir- bjóða aðra, vekur strax á sér þann grun, að hann, einhverra hluta vegna, standist ekki fulla sam- keppni við aðra. Þetta verður allt eins oft til að hrinda viðskiftamönn- unum frá, eins og að draga þá að. f öðru Iagi hefir undirboðið, þegar opinbert er orðið, þær eðlilegu af- leiðingar að aðrir fara jafn lágt, og hin bætta aðstaða, sem undirboðið átti að veita, er þar með horfin úr sögunni. Aðstaða félagsins er því í engu bætt með þessari ráðstöfun. En þetta er ekki alvarlegasta hlið málsins, þó alvarleg sé, hvað snert- ir einstaklinga Söltunarfélagsins. — Voðinn, sem þessi ráðstöfun Ieiðir yfir verkalýðinn, er sá, að stofnað er til kauplækkunar hjá öllum verkalýð, sem við síldarverkun vinnur. Söltunarlaunin lækka, og þar með þykjast atvinnurekendur fá átyllu til að krefjast kauplækk- unar hjá síldarfólkinu, áiyllu, sem ekki var til, meðan söltunarlaunin voru fast ákveðin af Síldareinka- sölunni. Og hver ábyrgist nema verkalýðurinn láti undan þegar atvinnuíeysi þjáir allan fjöld ann? Þarna fyrir utan er framkoma stjórnar Söltunarfélagsins bein svik við verklýðssamtökin- Verkakvennafélögin, sem ákveða kaupfaxta við síldarverkun, voru búin að gefa út taxta sína fyrir þetta ár. Taxtarnir voru miðaðir við, og settir í því fulla trausti, að saltendur fengju síldarverkunina eins vel borgaða og undanfarin sumur. Að bjóða söltunarlaunin niður, eru því bein svik við verk- lýðsfélögin, þar sem undirstaðan — sem kauptaxtarnir byggjast á — raskast. Verður það aldrei um of átalið, að það skuli vera stjórn verklýðsfélags, sem byrjar á þeim leik. — Og það skeður fleira ólíklegt en þetta í þessu máli. Blað kommúnistanna hér á staðn* um, »Verkam.«, mælir þessu athæfi bót; telur það rétt og eðlilegt og til gróða fyrir verkalýðinn. Blað, sem í tíma og ótíma ætlar að springa af kauphœkkunarrembingi, heldur því fram, að verkalýðurinn eigi að hækka kaupið ár frá ári, án tillits til ástands atvinnuveg' anna og atvinnurekenda, og aldrei fær nógsamlega úthúðað gætnari mönnum verklýðshreyfingarinnar, sem starfa af viti að kaupgjalds- málunum. Og ástæður blaðsins fyrir þessu eru aðallega tvær. Söltunarfélag verkalýðsins hafi ekki ástæðu til að ætla sér gróða af síldarsöltun- inni og eigi að auka hag sjómanna með því að bjóða söltunarlaunin niður. Þarna er ágætur spegill af verka- málahyggindum Einars Olgeirsson- ar og samherja lians- Kaup verkafólksins á að hækka

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.