Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.07.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.07.1931, Blaðsíða 2
alÞýðumaðúrinN * ár frá ári, hafa þeir sagl hingað til. Nú á fólkið, sem vinnur hjá Sölt- unarfélaginu, að láta sér nægja knappasta taxta. — Kaup á að hækka að ári, eftir kenningu sömu manna. En hvar á að taka hækk- unina? Á þá að ráðast á hags- muni sjómannanna og hækka sölt- unarlaunin aftur? — Og hvar á að taka það fé, sem þarf til viðhalds áhöldum Söltunarfélagsins? Hvar á að taka fé í tryggingasjóði þess, fyrst söltunarlaunin í ár eiga aðeins að miðast við það, að fólkið sleppi með taxtann? Var útkoman hjá söltunarfélaginu svo góð s. 1. ár, að líkindi séu til að það þoli 50 aura lækkun á tunnu, eða meira? Hvaða trygging er fyrir því að fólkið í Söltunarfélaginu fái kaup í sumar samkvœmt taxta? Þá er sú hliðin sem snýr að sjómönnunum og verkalýðnum. — Þar nær fjármálaspeki E. O. há- marki sínu. Skal það skýrt með dæmi. Skip leggur upp afla sinn hjá Söltunarfélagi verkalýðsins. Það Iætur salta 3000 tunnur. Lækkun söltunarlaunanna á þessari síld nemur 1500 krónum. Nú fá sjó- menn Ys af aflanum í sinn hlut. Oróði þeirra, vegna söltunarlauna- lækkunarinnar, verður þá 500 kr. Hinn hlutinn, 1000 kr. verður gróði útgerðarmannsins. — Og þessar ÍOOO kr. á Söltunarfélagið að gefa útgerðarmanninum til þess að sjo- mennirnir grœði 500 kr. Söltunarfélagið á að fórna 1500 krónum til að bæta hag sjómann- anna um 500 kr. Er það ekki fjármálaspeki, það tarna? Og hver er svo gróði sjómann- anna í mörgum tilfellum? Dæmi skal tekið. — Sjómaður Ieggur upp afia sinn hjá Söltunar- félaginu. Kona hans og börn vinna hjá Söltunarfélaginu. Sjó- maðurinn græðir 50 aura á hverri tunnu sem kemur í hans hlut. — Fólk hans tapar sömu upphæð á hverri tunnu sem það verkar -fyrir hann, og líka 50 aurum á hverri tunnu, sem verkuð er fyrir út- gerðarmanninn. Hver verður út- koman hjá fjölskyldunni? Tap og ekkert annað en tap. — Og það er einmitt þessi hugsjón, að verka- lýður landanna sé ein fjölskylda, sem er undirstaðan í öllum verk- lýðssamtökum. Á henni er öll samhjálp verkalýðsins, í hvaða mynd sem hún birtist, bygð. Hvar er skilningur þeirra manna á heil- brygðum verklýðsmálum, sem eru að ala á smávægilegri togstreytu um hagsmunamál milli starfshópa verkalýðsins, þó það skaði heild- ina stórkostlega? Máske lærir verkalýðurinn af þessu að þekkja þá menn, sem sætlegast smjatta framan í hann fyrir kosningarnar, en svík/a hann rétt á eftir, á herfilegasta hátt, þegar mest á ríður að enginn bregðist. Sú þekking er vitaskuld nauð- synleg, en í þetta skiftið lítur út fyrir að hún verði verkalýð þessa bæjar of dýr. Leikhúsið. »Hallsteinn og Dóra« hefir nú verið leikinn hér í fjögur skifti, fyr- ir því fyllra húsi, sem hann hefir verið leikinn oftar. Sýnir svona góð aðsókn, á þessum tíma árs, það tvenf, að leikurinn og meðferð leikendanna á honum á hylli fólks- ins, og að það eru þegjandi sam- tök almennings að gera för Leik- félags Reykjavíkur með leikinn hingað sem besta og veglegasta. — Er það vel farið- Leiksins sjálfs, eins og höf. hefir frá honum gengið, hefir stuttlega verið getið hér í blaðinu áður. — Fólki leikur ætíð hugur á að vita hvað leikarar gera úr leikjunum, og því verður þess getið hér í fáum orðum, þó að almenningur hafi þegar kveðið upp ákveðinn dóm í því máli, með aðsókninni að Ieikn- um. — Haraldur Björnsson nýtur Ieikara- hæfileika sinna mæta vel í Hall- steini. Hann virðist eiga einkar létt með að sýna hörkuna og sér- gæðingsháttinn, sem Hallsteini er runnin í merg og bein. Málrómur Haraldar fellur vel inn í þetta hlut- verk, en svo hefir ekki verið ætíð hægt að segja þegar hann hefir lát- ið til sín heyra á leiksviði. Öll er meðferð hans á Hallsteini sönn og hvergi yfirdrifin- Dóra er erfiðasta hlutverkið í leiknum, einkum í 4 þætti. Með- ferð ungfrú Þóru Borg á þessu hlutverki sýnir að hún hefir Iagt mikla vinnu í að móta Dóru svo skýrt sem áhorfandinn krefst. En þetta er ekkert áhlaupaverk. Dóra er þannig gerð frá höf. hendi, að ef hún fer út yfir fastákveðin tak- mörk, er hlutverkinu misboðið. — Ungfrú Þóra leysir þetta vanda- sama hlutverk af hendi með mestu prýði- Það verður ekki auðveldlega bent á að Dóra eigi að vera öðru vísi en hún sýnir hana. Oeirlaug, móðir Hallsteins, er létt og þakklátt hlutverk. Ungfrú Ounnþórunn Halldórsdóttir sýnir þessa sómakonu þannig, að áhorf- endum þykir vamt um hana og virða hana eins og vera ber. Ófeigur vinnumaður er leikinn af Friðfinni Ouðjónssyni. Það er skaði að Friðfinnur skuli ekki vera »filmaður« í þessu hlutverki, svo að eftirfarandi kynslóðir geti séð, hvernig á að sýna íslenska vinnu- menn. Ófeigur er svolmisfellulaus og sannur hjá Friðfinni, sem best verður á kosið. Finna vinnukona er Ieikin af ungfrú Emilíu Borg. Finna er hversdagspersóna frá höf. hendi, en ungfrú Emilía hefur hana upp í hærra veldi. Heldur Finna hennar athygli áhorfendanna óskertri frá því fyrsta til hins síðasta. Ounnhildur, ríka ekkjan, sem Hallsteinn ætlar giftast til fjár, er Ieikin af frú Mörtu Kalman, sem sýnir hana þannig, að áhorfendur hugsa sér hana trauðla öðru vísi en frúin skilar henni. Lœknirinn leikur Jón Norðfjörð. Þessi persóna gerir ekkert annað í leiknum en að tegja út úr Hallsteini framtíðardrauma hans, þegar hé- gómaskapur og stærilæti hans er komið á hástig. Norðfjörð leysir hlutverk þetta mjög vel af hendi, en það gefur ekki tækifæri til að sýna nein sérstök tilþrif á leiksviði,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.