Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 07.07.1931, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 07.07.1931, Blaðsíða 3
alÞýðuma&urinn 3 Leikfélag Reykjavíknr sýnir sjónleikinn HALLSTEINN DÓEA eftir EINAR H. KVARAN i Samkomuh, Akureyrar, Þriðjudag og Miðvikud&gl, og 8. Júlí. kl. 8,30 IV í síðasta sinn síðari daginn. Aðgöngumiðar á kr. 2,00—3,00 fást í Samkomuhúsinu frá kl, 1 — 7 báða sýningardagana. Á sama tíma er hægt að panta aðgöngu- miða í síma 73. — Pantaðra aðgöngumiða verður að vitja fyrir kl. 4 leikdaginn, annars verða þeir seidir öðrum. NYJA BUÐ opnum við í Strandgötu 7 10. þ. m. (Föstudaginn kemur). — Er þar á boðstólum alskonar fatnaður karla, kvenna og unglinga. Afar fjöl- breytt úrval af aiskonar álnavöru og fjölmargt annað. í búð okkar f Strandgötu 9 verður framvegis: matvara, ísenkram, postulíns- og leirvara og margt fleira. Akureyri 7. Júlí 1931. Kaupfélag Verkamanna. XÝKOMIÐ: Karlmannaregnfrakkar Kvenregnfrakkar Drengjaregnkápur Telpuregnkápur Karlmannarykfrakkar Peysufatakápur frá kr. 20,00 stk. — — 22,00 — — — 13,00 — — — 15,25 — 36,00 — — — 45,00 — Kaupfélag Verkamanna. Mangi og Stina eru smáhlutverk, sýnd af ungfrúnum Sigrúnu Magn- úsdóttur og Margréti Steingríms- dóttur; báðum skilað prýðilega. Útbúnaður á leiksviði er hinn prýðilegasti. Baðsstofuleiksvið í tveimur fyrri þáttunum og útileik- svið í þeim síðari. Eru útiieik- sviðin hin fegurstu og leiktjalda- málaranum, Freymóði Jóhannssyni, til hins mesta sóma. Ekki getur hjá því farið, að Ak- ureyringar og aðrir þeir, sem tæki- færi hafa fengið til að sjá og heyra þenna leik, minnist komu Leikfé- lags Reykjavíkur hingað með hann, lengi og með óblandinni ánægju. Mega þá allir una vel við sinn hlut. — Leikhúsgestur. Úr bæ og bygö. Stórstúkuþing er nýafstaðið í Reykjavík. Stórtemplar var kosinn cand. theol. Sigfús Sigurhjartarson frá Urðum í Svarfaðardal. Aðrir með- limir framkvæmdanefndarinnar eru: Sig. Jónsson skólastjóri, írú Þóra Halldórsdóttir, Magnús V. Jóhannes- son, Árni Johnsen Vestmannaeyjum, Jóh. Ögm. Oddson, Fr, Ásmund3son Brekkan, Jakob Möller, Jón E. Berg- sveinsson, Sigurgeir Gíslason Hafn- arfirði, Pétur Zophoníasson fyrv. Stórtemplar Umboðsm. hátemplars er Bergþór Jósefsson. Næsta Stórf stúkuþing er ákveðið næsta ár í Vestmannaeyjum. Þingið mun hafa verið fásótt. Byrjað er að slá nýræktartún, bæði hér í bænum og í grendinni, en spretta á eldri túnum víðast hvar bágborin enn. Síld veiddist í snurpunót úti fyrir Skaga í s.l. viku. sHallsteinn og Dóra« verður leik- inn í kröld — ogí síðasta sinn ann- að kvöld. Blaðið vill áminna leik- húsgesti um að haft sé hljótt á meðan á leiknum stendur, einkum í síðasta þættinum. Dað, sem þá fer fram á leiksviðinu, kreíst fullrar þagnar hjá áhorfendum, annars nýtur það sín ekki. — Frá áramótum til 1. þ. m. var út- flutningur frá landinu 77B milj. kr. meiri en innflutningurinn. Bætir þetta ekki h'tið verslunarjöfnuðinn. Verið er að útbúa síldveiðaskipin, og eru sum þeirra á förum. Söltun byrjar um eða úr miðjum mánuðin- um, ef síldin reynist þá orðin hæf til söltunar. Gjalddagi »Alþýðum.« er 15. þ.m. Blaðið má greiða í Kaupfélag Verka- manna eða'á afgreiðslunni. sem gefinn er fyrir matreiðslustörf, getur fengið atvinnu á matsöluhúsi hér í bænum, með góðum kjörum, Afgr. vísar á. Gráskinna III. er nýlega útkomin. Hefir hún að flytja 20 kyngimagnaðar drauga- sögur. Eins og vant er, er Orá- skinna nú hin skémtilegasta aflestr- ar og merkileg. V

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.