Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 14.07.1931, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 14.07.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐtJRINN borgað samkvæmt taxta saltenda, sem ákveður kr. 2,20 fyrir sömu vinnu. Hefði verið réttast fyrir alla hlutaðeigendur að halda sér við taxta Verkakvennafélags Siglufjarð- ar. Hann er réttlátastur og best saminn allra taxtanna og í fullu samræmi við annað kaupgjald. Eins og við er að búast, haga þeir kommúnistarnir sér eins og fífl í þessum kaupgjaldsmálum. — Orð þeirra og gjörðir er hvað upp á móti öðru, og alt þeirra starf stefnulaust og vitlaust eins og það hefir verið. í vetur heimt- uðu þeir fast kaup handa sjómönn- unum, — alt annað voru verklýðs- svik og kúgun. Sömu menn setja taxta fyrir sjómenn. Þar er ekki minst á annað en hlutaskifti fyrir háseta. Taxtinn minnist ekkert á lágmarkstryggingu, en samhliða út- gáfu hans og alt af síðan, hrópar Verkam. á þessa lágmarkstrygg- ingu, þótt hún stríði þvert á móti taxtanum, sem settur er af sömu mönnum og rita Verkam. Kaup- taxti »Einingar« er ákveðinn mikið hærri en í fyrra, þó að kaup á öðr- um sviðum hafi ekkert hækkað, jafnvel lækkað hjá konum. Sam- tímis iækkar Söltunarfélag verka- Jýðsins síldarkaup félagsfólksins um \2% frá því sem það var í fyrra, og stofnar til kauplækkunar á öll- um síldarstöðvum. Stjórn Söltun- arfél. segist iækka verkunargjaldið um 50 aura til að bæta hag sjó- mannanna. Sömu menn vilja láta sjómennina í Samvinnufélagi sjó- manna greiða alt að 75 aurum hærra verkunargjald á tunnu en í fyrra, samkv. sumum liðum verka- kvennakauptaxtans. Sjómenn vilja ekki láta Söltunarfélagið fá síld til verkunar, þó að það undirbjóði alla aðra. Pó æltast Verkam. til að allir sjómenn hjáJpi til að taka alla síld af öllutn öðrum og fara með hana til Söltunarfélagsins- — Skyldu sjómennirnir ekki hlaupa af stað? — , Þegar svona gáfulega og gæfu- lega er haldið á málum, má nokk- urn veginn reikna sigurinn út fyrir- fram, enda mun fólki því, sem fyr- ír þessum málum gengst, liggja í léttu rúmi hver niðurstaðan verður. Ef því væri ekki sama um hvernig fer um verklýðsmálin, myndi það haga sér eins og skynsamt fólk.— Nú virðist það vera búið að hlaða svo miklu af axarsköftum og hringavitleysu í kringum sig, að ekki er útlit fyrir að það nái með nefið upp úr þeirri hrúgu fyrst um sinn. — Svar Söltunarfélag Verkalýðsins hélt almennan félagsfund í gærkvöldi.— þann fund sótti meginþorri allra þeirra félagsmanna og kvenna, sem atvinnu ætla að stunda hjá Söltun- arfélaginu í sumar. Til umra;ðu var starfsemi félagsstjórnarinnar til undirbúnings síldarsöltunar í sum- ar. Fundurinn var boðaður sam- kvæmt félagslögunum. En eftir að fundarboð var útgefið, kom Alþýðu- maðurinn með ádeilu sína á félags- stjórnina. Umræður og ályktanir fundarins hlutu því óhjákvæmilega að mótast nokkuð af þeim skrifum. Eftir langar og ítarlegar umræður voru samþyktar í einu hljóði eftir- farandi ályktanir, og ákveðið að krefjast rúms fyrir þær í Alþýðu- manninum, sem aridsvars við og skýringu á grein þess í síðasta tölubl. - »Eftir að stjórn Söltunarfélags- ins hefir gefið ítarlega skýrslu um starfsemi sína að útvegun síldar til söltunar fyrir félagið á þessu ári, leggur félagsfundur fullkomið og einróma samþykki á aðgerðir stjórn- arinnar í þessum efnum, og viður- kennir fyllilega þá örðugleika, sem Söltunarfélaginu eru gerðir með breyttri aðstöðu Síldareinkasölunn- ar til söltunarinnar. Vegna framkominnar ádeilu á Söltunarfélagsstjórnina í blaðinu Alþýðumaðurinn, vill fundurinn sér- staklega taka þetta fram: 1. Það er með öllu tilhæfulaust, að félagsstjórnin hafi stutt að lækkaðri kaupgreiðslu til verka- fólks. Þvert á móti er það upplýst, enda áður opinbert mál, að félsgsstjórnin hafi ráðið söltunarstúlkur á Siglufirði fyrir taxtaverkakvennafélagsins »Ósk* enda þótt þar hafi verið auglýst- ur annar taxti, sem skemmra: gengur. Sömuleiðis er það vit- anlegt, að félagsstjórninni hefir aldrei annað til hugar kcmið en að fylgja í einu og öllu kaup- töxtum verklýðsfélaganna hér á Akureyri. 1. Þegar síldarsaltendur við Eyja- fjörð taka sig saman og bjóða verkakvennafélaginu upp á samn- inga um lœkkun á sölunartaxta sínum, þá nefna þeir ekki einu sinni við Söltunarfélagið að vera með í þeim samtökum- Síldar- saltendurnir virðast því ekki vera í vafa um, að þessu félagr kemur ekki til hugar að kvika frá settum taxta verklýðsfélag^ anna. — 3. Aðdróttanír um lélega útkomu hjá Sölunarfélaginu síðastliðið ár lýsir fundurinn með öllu til- hæfulausar, enda greiddi félagið b% uppbót á vinnu félags- manna, þrátt fyrir ríflega þátt- töku í stofnkostnaði og ýms út- gjöld, sem leiddu "af útfærslu starfseminnar. Pó var félagið að heita mátji eini saltandinn, sem tók á móti síld á Sunnu- dögum, og hér við Eyjafjörð greiddi það eitt taxtakaup fyrir verkun hreinsaðrar síldar.< Samkvæmt álkvörðun fundarins sendi ég ályktanir þessar til birting- ar í Alþýðumanninum, í trausti þess að þær fái rúm í næsta tölubl. blaðsins. Steinþór Ouðmudson. Athugasemd. Alþýðum. er sönn ánægja að birta heiðrað »Svar Söltunarfélags Verkalýðsins*, þó að blaðið telji sig ekki skylí birta það, þar sem það skýrir hvorki né leiðréttir það, sem Alþýðum. hefir áður sagt um þessi mál- Pað fjallar eins og við mátti búast, minst um þau þrjú aðalatriði, sem Alþýðum. bygðr

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.